1Ennframar talaði Drottinn þannig við Móses:2Tala þú við Ísraelsbörn og seg þú þeim: Ef nokkur heitir Drottni mönnum, skulu þeir af þér metast;3þú skalt meta karlmann frá tvítugsaldri til sextugs fyrir fimmtygi sikla eftir helgidómssikils vigt,4en kvenmann við þrjátíu sikla,5en karlmann fimm ára til tvítugs skaltu meta tuttugu, en kvenmann fyrir tíu sikla;6en mánaðargamalt sveinbarn til fimm ára fyrir fimm sikla en meybarn fyrir þrjá.7En karlmann sextíu ára og þar yfir skaltu meta fyrir fimmtán sikla, en kvenmann fyrir tíu sikla.8En ef nokkur er of fátækur til að geta greitt verðið, sem þú hefir matið hann fyrir, þá skal hann koma fram fyrir æðsta prestinn, hann skal meta hann, eftir því sem hann hefir ráð til að greiða skal hann meta hann.
9En ef það er af þeim kvikfénaði, sem menn plaga að fórnfæra Drottni sem fórnargáfu, þá skal allt það sem hann gefur Drottni af honum vera heilagt;10menn skulu ekki láta það burt fyrir annað, eða skipta um það, hvörki hið betra fyrir það sem verra er, eða hið verra fyrir annað betra; en ef nokkur hefir skipti á einni skepnu fyrir aðra, þá skal bæði sú sem skipt var um, og sú sem kom í hennar stað vera Drottni helguð.11En sérhvört dýr af óhreinum kvikfénaði, sem menn ekki færa Drottni til fórnargáfu, skal hann leiða fyrir prestinn,12og hann skal verðleggja það eftir því sem það er mikils eða lítils vert, og verðlegging hans skal standa;13en ef hann vill leysa það til sín, skal hann gjalda fimmta part fram yfir það sem þú virtir það.14En ef nokkur helgar hús sitt til þess það sé Drottni helgað, þá skal presturinn virða það, eftir sem það er vert, mikils eða lítils, og þar við skal standa sem hann virðir það.15En ef sá sem helgaði hús sitt Drottni vill leysa það til sín aftur, þá skal hann gjalda fimmta part fram yfir það sem það var virt fyrir, og þá er húsið hans.16En ef nokkur helgar Drottni nokkuð af þeim akri, sem hann á, þá skaltu meta það eftir útsæðinu, fyrir hvörn komer byggs sem í landið sáist, fimmtíu sikla silfurs.17Ef hann helgar sinn akur frá fagnaðarárinu, skal það standa við þína virðingu;18en ef hann helgar sinn akur eftir fagnaðarárið, skal presturinn reikna honum verðið eftir áratölunni til fagnaðarársins og draga þar eftir af verðinu sem þú settir.19En vill sá sem helgaði akurinn leysa hann aftur til sín skal hann bæta fimmta parti silfurs við það sem þú verðlagðir hann, þá má hann verða hans.20En ef hann vill ekki leysa hann aftur til sín, en selur hann öðrum stendur hann ekki framar til lausnar;21heldur skal sá sami akur vera Drottni helgaður þegar fagnaðarárið er útrunnið, líka sem annar alhelgaður akur, og skal vera prestsins eign.22En ef nokkur helgar Drottni þann akur, sem hann hefir keypt, en ekki er hans erfðagóss,23þá skal presturinn reikna honum til góða verð hans allt til fagnaðarársins, eftir þínu mati, og sama dag skal hann gjalda honum lausnargjaldið eftir þínu mati; og hann er þá Drottni helgaður;24en á fagnaðarárinu kemur hann aftur til þess, af hvörjum hann keypti hann, hvörs erfðagóss hann er.25Öll þín virðing skal vera eftir helgidómssiklum; en einn sikill er tuttugu gerar.
26En fyrsta burð af kvikfénaði, sem tilheyrir Drottni, af því hann er frumborinn, skal enginn Drottni helga, hvört heldur það er nautkind eða sauðkind tilheyrir hún Drottni.27En ef hann er af óhreinum fénaði skulu menn leysa það, og bæta fimmta parti verðs við; en vilji hann ekki leysa hann, skal hann seljast eftir þinni virðingu.28Þó skal ekkert seljast eða leysast af því sem bannfært er, af öllu því sem hann á, sem nokkur hefir með bannfæringu helgað Drottni, hvört það er heldur menn eða fénaður, eða erfðaland; allt bannfært er háheilagt fyrir Drottni.29Ekkert bannfært, enginn bannfærður maður, má leysast, hann skal dauða deyja.
30Öll tíund af landinu, af landsins gróða og ávöxtum trjánna, tilheyrir Drottni; það er Drottni helgað.31En ef nokkur vill leysa nokkuð af sinni tíund, þá skal hann gjalda fimmta part (verðs) fram yfir;32og öll tíund af stórfénaði og smáfénaði, sem er undir staf hirðirsins, hvör tíunda skepna skal vera Drottni helguð.33Menn skulu ekki (nákvæmlega) rannsaka hvört það er gott eða lakt og ekki hafa skipti á því, en ef nokkur hefir skipti á því, þá skal bæði það sem skipt var og það sem kom í þess stað, vera Drottni helgað; það má ekki aftur leysast.
34Þetta eru þau boðorð, sem Drottinn gaf Móses fyrir Ísraelsbörn á fjallinu Sínaí.
Þriðja Mósebók 27. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 27. kafli
Um það sem Guði er helgað, og hvörnig það má leysast.
V. 2. Hjá mörgum fornaldarþjóðum var það tíðkanlegt að heita á guði sína, og að sama hafi smeygt sér inn hjá Gyðinganna forfeðrum má sjá af 1 Mós. 28,20 en af 2 Mós. 23,22 má sjá að Guði er eigi um þvílíkar heitgjafir, en vildi þó haldast skyldu, til að venja á haldinyrði, nema heitgjöfin sé óguðleg. Mósis leyfir hér að leysa út með peningum það heitið er. V. 10. Boðorðið um: að menn megi ekki skipta um það sem menn hafa heitið, er gefið til þess, að venja Gyðinga frá öllum prettum og ásælnisbrögðum. V. 16. Komer: 5 kvartil. V. 25. Helgidómssikill var á Krists dögum hér um bil ½ spesía. Gera: minnsta, eiginlega baun. V. 26. Það var engin heitgjöf, því Drottinn hafði áskilið sér það. 2 Mós. 13,2.12.15. 4 Mós. 3,13. V. 27. Óhreinn, þ. e. má eigi etast af mönnum. V. 28. Bannfært (á hebr.: kerem) kallast það sem ákvarðað er til eyðileggingar. Malak. 3,24. Sakkar. 14,11. Það mátti ekki útleysast. 5 Mós. 2,34. 1 Sam. 15,3. Jós. 6,18. 10,28. Hvörki menn, fénaður né borgir eða annað.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.