Framhald. Niðurlag bókarinnar.

1Hann sýndi mér straum lífsvatnsins, hann var skær sem kristall, og rann frá hásæti Guðs og lambsins.2Milli borgar strætanna og straumsins beggja vegna voru a) lífstrén, sem báru tólffaldan ávöxt, á sínum mánuði hvörn, en blöð viðarins eru til b) lækningar þjóðunum.3Engin bölvan skal framar vera og hásæti Guðs og lambsins skal í henni vera, og hans þjónar skulu honum þjóna.4Þeir c) skulu sjá hans auglit, og bera d) hans nafn á ennum sér.5e) Nótt skal ekki framar til vera, og engin þörf á ljósi eða birtu sólar, því f) Drottinn Guð mun lýsa yfir þeim, og þeir skulu ríkja um aldir og alda.
6Síðan sagði hann við mig: g) þessi orð eru áreiðanleg og sönn; og Drottinn, Guð anda spámannanna, sendi sinn engil til að h) sýna sínum þjónum það, sem brátt á að ske.7i) Sjá, eg kem snarlega: k) sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar.8Eg Jóhannes, heyrði og sá þetta, og þá eg hafði heyrt það og séð, féll eg fram fyrir fætur þess engils, sem sýndi mér þetta, til að tilbiðja hann.9En hann sagði við mig: varastú þetta; eg er samþjón þinn og bræðra þinna spámannanna, og þeirra, sem varðveita orð þessarar bókar; tilbið þú Guð.10Enn sagði hann við mig: l) innsigla þú ekki spádómsorð þessarar bókar, því m) tíminn er nálægur.11Sá rangláti haldi áfram að gjöra rangt, sá saurlífi haldi áfram saurlifnaðinum, sá réttláti haldi áfram í réttlætinu, sá heilagi haldi áfram í heilaglegleikanum.12n) Sjá, eg kem skjótt, og o) hefi með mér endurgjaldið p) handa sérhvörjum, eftir því sem hans verk verða.13Eg em A og Ö, sá fyrsti og síðasti, upphafið og endirinn.14Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að komast að lífstrénu og megi innganga um borgarhliðin inn í borgina,15hundar (saurlífismenn) og galdramenn, manndrápsmenn og skurðgoðadýrkendur skulu úti gista, sömuleiðis hvör, sem elskar og iðkar lygi.16Eg, Jesús, q) sendi minn engil til að votta yður þetta í söfnuðunum; eg em r) rót og kynstafur Davíðs, s) morgunstjarnan sú hin skæra.17Andinn og brúðurin segja: kom þú! Sá, sem þetta heyrir, hann segi: kom þú! Sá, sem þyrstur er, hann komi; hvör, sem vill, hann taki gefins lífsins vatn.18Eg votta það fyrir sérhvörjum, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur hér við, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem skrifaðar eru í þessari bók.19Og taki nokkur af orðum þessarar spádómsbókar, þá mun Guð af honum taka hans l) hlutdeild í lífstrénu og u) borginni helgu, sem um er skrifað í þessari bók.20Sá, sem þetta vottar, segir: já, eg kem skjótt, Amen. Kom, Drottinn Jesú!21Náð Drottins, Jesú Krists veri með yður öllum.

V. 1. Esek. 47,1. Sak. 14,8. V. 2. a. 1 Mós. b. 2,9. Opinb. b. 2,7. b. Kap. 21,24.26. V. 3. Sak. 14,11. V. 4. c. Matt. 5,3. 1 Kor. 13,12. d. Kap. 3,12. 14,1. V. 5. e. Esa. 60,19. Opinb. b. 21,23. f. Sálm. 36,10. V. 6. g. Kap. 19,9. 21,5. h. Kap. 1,1. 4,1. V. 7. i. Kap. 3,11. k. Kap. 1,3. V. 8. Post. g. b. 10,26. 14,13. Opinb. b. 19,10. V. 9. Kap. 19,10. V. 10. l. Dan. 8,26. 12,4. m. Fil. 4,5. Opinb. b. 1,3. V. 11. 2 Tím. 3,13. V. 12. n. Kap. 3,11. 22,7. o. Esa. 40,10. 62,11. p. Sálm. 62,13. Róm. 14,12. V. 13. Esa. 48,12. Opinb. b. 1,8. 21,6. V. 14. 1 Jóh. 3,23. Opinb. b. 12,17. V. 15. 1 Kor. 6,9.10. Efes. 5,5. Kól. 3,6. Opinb. b. 21,8. V. 16. q. Kap. 1,2. r. Esa. 11,10. Róm. 15,12. Opinb. b. 5,5. s. Kap. 2,27.28. V. 17. Jóh. 7,37. V. 19. t. v. 14. u. Kap. 21,2. V. 20. Kap. 1,7. V. 21. 2 Tím. 4,22. Hebr. 13,25.