Dæmisögur um sæðið, illgresið, mustarðskornið, súrdeigið. Útlegging þeirrar um illgresið; fjársjóðurinn; perlan; netið. Kristur er fyrirlitinn í sínu föðurlandi.

1Þenna dag gekk Jesús heiman og settist við sjóinn.2Þá dreif til hans svo mikill fjöldi fólks, að hann hlaut að stíga á skip og setjast þar, en allur fólksfjöldinn stóð í fjörunni;3þá kenndi hann þeim margt í dæmisögum, og hóf svo ræðu sína: Sáðmaður nokkur gekk út að sá,4en er hann var að sá, féll sumt sæðið við veginn og fuglar átu það.5Sumt féll í grýtta jörð, hvar það hafði ekki nógan jarðveg, það vóx að sönnu skjótt, því það hafði litla jörð;6en er sól hækkaði (á lofti), skrælnaði það og visnaði, sökum þess það hafði ekki nægar rætur.7Sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu upp og kæfðu það.8En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan;9nemi hvör, sem nema kann!10Þá komu til hans lærisveinar hans og spurðu hann, því hann kenndi fólkinu í dæmisögum?11en hann svaraði þeim: af því yður er unnt að skilja leynda dóma Guðs ríkis, en hinum er þess ekki unnt;12því þeim, er hefir, mun veitast, svo hann yfirfljótanlega hafi, en frá hinum, er ekki hefir, mun takast jafnvel það hann hefir;13en þess vegna kenni eg þeim í dæmisögum, að þó þeir sjái, er það sem sæju þeir ekki, og þótt þeir heyri, er það sem heyrðu þeir ekki eða skildu.14Sannast því á þeim spádómur Esajasar, er svo segir: „Þér munuð heyra, en þó ekki skilja; þér munuð sjá, en þó ekki þekkja;15því lýður þessi er heimskur, hann heyrir dauflega, og lýkur augum sínum að hann ekki skuli sjá, heyra eður skilja, og snúa til mín, svo eg lækni hann.“16En sæl eru yðar augu, sem sjá, og eyru yðar, sem heyra;17Guðs vinir fýstust að sjá það, sem þér sjáið, og heyra það, sem þér heyrið, en heppnaðist það ekki.18Heyrið nú útskýringu dæmisögunnar um sáðmanninn:19nær nokkur heyrir lærdóminn um Guðs ríki og skilur hann ekki, þá kemur hinn vondi og tekur burt það, sem sáð var, úr hjarta hans. Þetta merkir sæðis, sem hjá veginum var sáð.20En það, sem í grýtta jörð féll, merkir þann, er heyrir mína kenningu og veitir henni viðtöku með fögnuði,21en hún hefir ekki viðnám hjá honum, nema um stundarsakir. Því þegar honum mætir mótgangur og ofsóknir fyrir kenningarinnar skuld, þá fellur hann strax frá.22En það, er sáð var meðal þyrna, merkir þann, sem að sönnu heyrir mína kenningu, en umhyggja fyrir lífi þessu og táldrægni auðæfanna kefja hana, svo hann ber engan ávöxt.23En það, er féll í góða jörð, merkir þá, sem heyra mína kenningu og skilja hana og færa ávöxt, sumir hundraðfaldan, sumir sextugfaldan og sumir þrítugfaldan.
24Aðra dæmisögu sagði hann þeim, er svo hljóðar: líkt er Guðs ríki manni þeim, er sáði góðu sæði í akur sinn;25en er menn voru í svefni, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins og fór síðan á brott.26En er sæðið spratt upp og tók að bera ávöxt, þá kom og illgresið í ljós.27Þá gengu þjónar hússbóndans til hans og sögðu: Herra! sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? eður því ber hann illgresi?28hann mælti: það hefir óvinurinn gjört. Þá sögðu þjónarnir: viltú ekki að vér förum og upprætum það?29hann sagði; ekki vil eg það, að þér ekki, nær þér upprætið illgresið, rífið hveitið upp með;30látið hvörttveggja vaxa saman til kornskerunnar; og þegar kornskerutíminn kemur, vil eg bjóða kornskerumönnunum, að safna fyrst saman illgresinu og binda það í knippi til að brennast; en safna hveitinu í mína kornhlöðu.
31Þessa dæmisögu sagði hann þeim einninn: líkt er Guðs ríki mustarðskorni því, er maður nokkur tók og sáði í akri sínum.32Minnst er það allra frækorna, en nær það vex, er það meira enn nokkurt kálgresi, og verður svo stórt, sem eik, svo að fuglar himins koma og leita sér skýlis í greinum þess.33Enn sagði hann þeim þessa dæmisögu: líkt er Guðs ríki súrdegi því, er kona ein tók og hnoðaði því saman við þrjá mælira hveitis, uns það allt sýrðist.34Þetta allt kenndi Jesús í dæmisögum, og fyrir utan dæmisögur kenndi hann þeim ekki;35svo að það sannaðist, er spámaðurinn segir: „eg mun kenna í dæmisögum, og þá hluti, er huldir hafa verið, frá því er heimur hófst, mun eg mæla.“
36Síðan lét hann fólkið frá sér fara og fór til húss síns; þá komu til hans lærisveinar hans og báðu hann, að hann vildi útskýra þeim dæmisöguna um illgresið.37Hann mælti: sá er sáði því góða sæði, þýðir Mannsins Son;38akurinn þýðir veröldina; hinn góði ávöxturinn þýðir Guðs börn; illgresið þýðir börn hins vonda;39en óvinurinn, er sáði því, merkir djöfulinn; kornskerumennirnir merkja englana.40Því eins og menn plaga að safna illgresi og brenna það, eins mun fara við enda veraldar þessarar;41Mannsins Sonur mun þá senda engla sína, að þeir samansafni úr hans ríki öllum þeim, er aðra afvega leiða og rangt gjöra,42og kasta þeim í ofna glóanda; þar mun vera grátur og gnístur tanna;43þá munu þeir góðu skína sem sól í ríki Föðurs þeirra. Nemi þetta hvör, sem nema kann!44Enn er Guðs ríki líkt fésjóð, er fólginn var á akri, hvörn maður nokkur fann og leyndi honum, en sakir gleði þeirrar fór hann burt, og seldi allar eigur sínar og keypti akurinn.45Enn er Guðs ríki líkt þeim kaupmanni, er leitaði að góðum perlum;46en er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann og seldi allt hvað hann átti, og keypti hana.47Enn er Guðs ríki líkt neti því er lagt var í sjó, í hvörju að veiddust alls kyns fiskar;48og er það var fullt, drógu menn það upp í fjöruna, settust síðan og söfnuðu þeim góðu í ílát, en köstuðu þeim óætu út aftur.49Eins mun fara við enda heimsins; þá munu englar Guðs fara og skilja vonda menn frá góðum;50og kasta þeim vondu í ofn brennanda, hvar vera mun grátur og gnístur tanna.51Síðan spurði Jesús þá, hvört þeir skildu allt þetta? en þeir kváðust það skilja.52Þá mælti hann: hér fyrir er hvör sá kennari, sem uppfræddur er til að þjóna að útbreiðslu Guðs ríkis, líkur þeim húsföður, sem framber úr forðabúri sínu bæði nýtt og gamalt.
53En er Jesús hafði lokið þessum dæmisögum, veik hann þaðan,54og kom til ættjarðar sinnar, og kenndi þeim í samkundum þeirra, svo þeir undruðust og mæltu: hvaðan hefir þessi maður slíka speki og kraftaverka gáfu?55er hann ekki Sonur smiðsins? heitir ekki móðir hans María? og bræður hans Jakob og Jóses, Símon og Júdas?56og systur hans, eru þær ekki allar hér hjá oss? hvaðan hefir hann þá þessi allt þetta?57og þeir hneyksluðust á honum; en Jesús sagði til þeirra: spámaður er hvörgi minna metinn en á sinni fósturjörðu og meðal ættingja sinna.58Hann framdi þar ekki heldur mörg kraftaverk sakir vantrúar þeirra.

V. 1–23 sbr. Mark. 4,1–20: Lúk. 8,5–15. V. 12. Sá sem hefir er sá, sem nemur og skilur; hinn sem ekki skilur, gleymir fljótt því litla, sem hann hefir numið. V. 14. Esaj. 6,9.10. V. 31–34, sbr. Mark. 4,30–34. Lúk. 13,18–21. V. 35. Sálm. 78,2. Efes. 3,8–10. V. 53–58, sbr. Mark. 6,1–6.