Davíð svarar Sál í hellrinum.

1Og Davíð fór þaðan upp á við og staðnæmdist á Engedisfjöllum.2Og það skeði þá Sál var kominn til baka frá herförinni móti Filisteum, báru menn honum tíðindi og sögðu: sjá! Davíð er í Engediseyðimörku.3Þá tók Sál 3 þúsund manns einvalalið, af öllum Ísrael, og lagði af stað til að leita Davíðs og hans manna í steingeitahömrunum.4Og hann hitti fjárhirðara hjá veginum, þar var hellir, og Sál gekk inn í hann til að hylja fætur sína a); en Davíð og hans menn sátu innst í hellrinum.5Þá sögðu menn Davíðs við hann: sjá! þessi er dagurinn um hvörn Drottinn hefir talað við þig: sjá! eg gef þinn óvin í þína hönd; gjörðu því við hann það sem þér gott þykir. Og Davíð stóð upp, og sneið í kyrrþey lafið af Sáls skikkju.6En það skeði þar eftir, þá straffaði Davíðs hjarta hann, að hann hefði afskorið Sáls skikkjulaf,7og sagði við sína menn: Drottinn láti það vera fjærri mér, að eg gjöri slíkt við minn herra, Drottins smurða, að eg leggi mína hönd á hann! því Drottins smurði er hann.8Og Davíð aftraði sínum mönnum með orðum, og leyfði þeim ekki að ráðast að Sál. En Sál stóð upp úr hellirnum og gekk út á veginn,9og eftir það stóð Davíð upp, og gekk út úr hellirnum, og kallaði eftir Sál og mælti: minn Herra, konungur! þá leit Sál við, og Davíð beygði sitt andlit til jarðar og laut honum.10Og Davíð sagði til Sál: því hlýðir þú á tal þeirra manna sem segja: sjá! Davíð vill þína ólukku?11Sjá! á þessum degi hafa þín augu séð, að Drottinn gaf þig í mína hönd í hellirnum; og menn eggjuðu mig, að eg skyldi drepa þig, en eg sparaði þig og hugsaði: eg skal ekki leggja mína hönd á minn herra, því hann er Drottins smurði.12Og minn faðir! sjá! já, sjá! lafið af þinni yfirhöfn í minni hendi! því að eg sneið lafið af þinni yfirhöfn, og deyddi þig ekki, þar af skaltu þekkja og sjá, að ekkert illt er í minni hendi, né yfirtroðsla, og að eg hefi ekki syndgast á þér; en þú sækist eftir mínu lífi til að ná því.13Drottinn dæmi milli mín og þín, og hefni mín á þér; en mína hönd legg eg ekki á þig.14Eins og orðtak hinna gömlu segir: af vondum kemur vont; en mína hönd legg eg ekki á þig.15Hvörn eltir kóngurinn af Ísrael, hvörn ofsækir þú? dauðan hund, eina fló a).16Sé því Drottinn dómari og dæmi milli mín og þín, og sjái til, og taki minn málstað, og útvegi mér rétt af þinni hendi.17Og það skeði, þá Davíð hafði endað þetta tal við Sál, að Sál mælti: er það þín raust, minn sonur Davíð! og Sál upphóf sína raust og grét.18Og hann mælti til Davíðs: þú ert réttvísari en eg, því þú hefir sýnt mér gott, en eg hefi sýnt þér illt,19og þú hefir látið sjá í dag, að þú hefir gjört mér gott, að þú deyddir mig ekki, þó Drottinn gæfi mig í þína hönd.20Því hitti einhvör sinn óvin, mun hann þá láta hann fara í friði b)? Svo umbuni Drottinn þér góðu fyrir þennan dag, það sem þú gjörðir mér.21Og sjá nú! eg veit að þú munt verða kóngur, og Ísraels konungdómur staðfestist í þinni hendi;22svo sver mér nú við Drottin c), að þú skulir ekki útryðja mínum niðjum eftir mig, og ekki afmá mitt nafn úr míns föðurs húsi.23Og Davíð sór Sál, og Sál fór heim til sín, og Davíð og hans menn fóru upp á fjallið.

V. 4. a. Aðr. að sofa þar. Dóm. 3,24. V. 15. a. Kap. 26,20. 2 Sam. 9,8. V. 20. b. Hebr. á góðan veg. V. 22. c. Jós. 2,12.