Bæn um hjálp gegn óvinum.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Hvörsu lengi, Drottinn! ætlar þú eilíflega að gleyma mér? hvörsu lengi ætlar þú að hylja fyrir mér þitt auglit?3Hvörsu lengi skal eg syrgja með sjálfum mér, og daglega hafa hryggð í mínu hjarta? Hvörsu lengi skal minn fjandmaður hælast um við mig.
4Líttu niður, bænheyrðu mig, Drottinn, minn Guð! varðveittu ljós minna augna, að eg ei sofni dauðadúr.5Að minn fjandmaður hælist ekki um og segi: að hann hafi unnið mig, svo mínir mótstöðumenn fagni ei yfir því, að eg sé fallinn.6Já! á þína miskunn reiði eg mig, mitt hjarta gleðst við þitt frelsi. Eg skal lofsyngja Drottni, því hann hefir gjört mér vel til.