Skapraun herleiddra í Babýlon.

1Við Babýlons ár sátum vér, og grétum, þegar vér minntunst á Síon,2þar hengdum vér vorar hörpur í greinir trjánna,3þá heimtu þeir, sem höfðu oss í haldi, af oss söng, og vorir undirþrykkjarar gleði, og sögðu: syngið oss lofsöng um Sión!4Hvörnig skyldum vér syngja lofsöng Drottins í framandi landi!5Ef að eg gleymi þér Jerúsalem, svo gleymi mér mín hægri hönd.6Mín tunga festist við minn góm, ef eg ei man til þín, ef eg ekki tek Jerúsalem fram yfir mína mestu gleði.7Drottinn! minnstu Edomsbarna á Jerúsalems (vitjunar)degi, þeirra sem sögðu: afmáið, afmáið allt að hennar grundvelli!8Babelsdóttir! þú sem eyðileggur! vel verði þeim sem endurgeldur þér það sem þú hefir við oss gjört.9Vel verði þeim sem tekur þín brjóstbörn, og slær þeim niður við stein.