Spámaðurinn Jehú. Ela, Simri, Omri, Ísraelskonungar, samt Akab.

1Og orð Drottins kom til Jehú Hananissonar, móti Baesa svolátandi:2vegna þess að eg hóf þig upp úr duftinu, og setti þig höfðingja yfir mitt fólk Ísrael, en þú gekkst á vegum Jeróbóams, og afvega leiddir til syndar mitt fólk Ísrael, svo að þeir egndu mig til með sínum syndum.3Sjá! svo sópa eg burt Baesa og hans húsi, og gjöri þitt hús jafnt húsi Jeróbóams, sonar Nebats a).4Hvörn, sem deyr í staðnum, af Baesa ætt, skulu hundar eta, og hvörn, sem deyr af hans niðjum á víðavangi, skulu fuglar himinsins uppeta.5En hvað meir er að segja um Baesa, og hvað hann gjörði, og um hans hreystiverk, þá stendur það skrifað í árbókum b) Ísraelskonunga.6Og Baesa lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn í Tirsa, og Ela, hans son, varð kóngur í hans stað.7Fyrir milligöngu Jehú Spámanns, Hananissonar, kom orð Drottins móti Baesa og móti hans húsi, bæði vegna alls þess illa sem hann hafði aðhafst fyrir Drottins augsýn, því hann egndi hann til með verkum sinna handa, svo að hann var eins og Jeróbóams hús, og líka vegna þess að hann eyðilagði það.
8(ɔ: Jeróbóams hús) Á 26ta ári Asa kóngs í Júda, varð Ela, sonur Baesa, kóngur yfir Ísrael í Tirsa og ríkti í 2 ár.9Hans þénari Simrí, sem var foringi fyrir helftinni af vagnliðinu, gjörði samband á móti honum; og er hann drakk sig drukkinn í Tirsa, í húsi Asa, sem var yfir húsi (kóngsins) í Tirsa,10kom Simri c) þangað og vann á honum og drap hann, á 27da ári Asa Júdakóngs, og varð konungur í hans stað.11En eftir að hann var orðinn konungur, og sestur í hásætið, drap hann niður í strá alla Baesa ætt, og lét ekkert eftir verða af karlkyni, hvörki hans ættmenn, né vini d).12Svo afmáði Simri alla Baesa ætt eftir orði Drottins, er hann hafði talað fyrir munn spámannsins Jehú;13sakir allra Baesa synda og Ela sonar hans, sem þeir höfðu drýgt og komið Ísrael til að drýgja, að þeir egndu Drottin Ísraels Guð til, með sínum afguðum.
14En hvað meir er að segja um Ela og allt hvað hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Ísraelskónga e).
15Á 27da ári Asa, Júdakóngs, varð Simrí konungur, og ríkti 7 daga í Tirsa; en fólkið sat um Gibbeton í Filistealandi.16En sem fólkið í herbúðunum heyrði að sagt var: Simrí hefir gjört uppreisn, og líka drepið kónginn, tók allt Ísraelsfólk hershöfðingjann Omrí til kóngs yfir allan Ísrael í herbúðunum á þeim sama degi.17Þá fór Omrí og allur Ísrael með honum frá Gíbbeton, og settist um Tirsa.18En er Simrí sá að staðurinn mundi verða tekinn, gekk hann inn í höllina í kóngshúsinu og kveikti með eldi í konungshúsinu, yfir höfði sér, og dó,19sakir synda þeirra sem hann hafði drýgt, að hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins og gekk á vegum Jeróbóams og í hans syndum f) sem hann drýgði, og að hann kom Ísrael til að syndga.
20Hvað meira er að segja um Simrí og það samsæri g) sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Ísraelskónga.21Þá gekk Ísraelsfólk í tvær sveitir, helmingur fólksins fylgdi Tibní syni Gínats, og vildi gjöra hann að kóngi, og hinn helmingurinn fylgdi Omrí.22En það fólk sem fylgdi Omrí fékk yfirhönd yfir því fólki sem fylgdi Tibní, syni Gínats, og Tibní dó, og Omri varð kóngur.
23Á 31ta ári Asa Júdakóngs, varð Omrí konungur yfir Ísrael, og ríkti 12 ár; 6 ár ríkti hann í Tírsa.24Og hann keypti Samaríufjall af Semer fyrir 2 vættir (centner) silfurs, og setti byggð á fjallinu, og nefndi staðinn sem hann byggði Samaría, eftir nafni Semers sem átt hafði fjallið.25Og Omrí gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, og hagaði sér verr en allir fyrir hann.26Og hann gekk á öllum vegum Jeróbóams sonar Nebats og í hans syndum, hvar til hann hafði leitt Ísrael, að egna Drottin Ísraels Guð til, með þeirra afguðadýrkun.27En hvað meir er að segja um Omrí, hvað hann gjörði, og þau hreystiverk, sem hann vann, þá stendur það skrifað í árbókum Ísraelskónga.28Og Omrí lagði sig hjá sínum feðrum og var grafinn í Samaría, og Akab, sonur hans, varð kóngur í hans stað.
29En Akab Omríson, varð kóngur yfir Ísrael á 38da ári Asa, Júdakóngs, og Akab sonur Omrí ríkti yfir Ísrael í Samaríu 22 ár.30Og Akab sonur Omrí gjörði það sem Drottni illa líkaði fremur en allir fyrir hann.31Og hann lét sér ekki nægja að ganga í syndum Jeróbóams sonar Nebats a) heldur tók hann sér konu, Jessabel, dóttur Sídónita kóngs Etbaals, og fór og þjónaði Baal og tilbað hann.32Og hann reisti Baal altari í Baals húsi b), sem hann hafði byggt í Samaría.33Og Akab gjörði blótlund, og enn meira gjörði hann, til að móðga Drottin Ísraels Guð, framyfir alla Ísraelskónga, sem fyrir hann höfðu verið.
34Á hans dögum byggði Híel, frá Betel, Jeríkó. Það kostaði hann frumgetning hans, Abíram, þá hann lagði grundvöllinn, og hans yngsta son Segúb, þá hann setti borgarhliðið, eftir Drottins orði, sem hann hafði talað við Jósúa son Núns. Jósb. 6,26.

V. 1. Sbr. v. 7. V. 3. a. Kap. 15,29. V. 4. Kap. 14,11. 21,24. V. 5. b. 2 Kron. 16,1. V. 7. Sbr. v. 1.12. V. 10. c. 2 Kóng. 9,31. V. 11. d. 1 Sam. 25,22. 1 Kóng. 14,10. 21,21. V. 12. sbr. v. 1.7. V. 14. e. Kap. 15,31. 22,39. V. 19. f. v. 26.31. 15,26.34. V. 20. g. Kap. 14,19. 15,31. V. 25. sbr. v. 30 og 33. V. 30. sbr. v. 25.33. V. 31. a. Kap. 15,26.34. 22,53. 2 Kóng. 10,29. V. 32. b. 2 Kóng. 3,2. 10,27.