Lof Drottins dásemdarverka. Afguðir ónýtir.

1Lofið Guð! lofið Drottins nafn! lofið hann, þér Drottins þénarar!2Þér sem standið í Drottins húsi, í vors Guðs húss forgarði.3Vegsamið Drottin! því Drottinn er góður. Syngið lof hans nafni, því hann er yndislegur.4Því Drottinn útvaldi sér Jakob, Ísrael sér til eignar.
5Eg veit að Drottinn er mikill, að vor Herra er meiri en allir guðir.6Drottinn gjörir allt hvað honum þóknast á himni og jörðu, í hafinu og í öllum djúpum.7Hann lætur ský uppstíga frá jarðarinnar endum; eldingar gjörir hann og regn; hann sendir vinda úr sínum hirslum.8Hann deyddi frumburðina í Egyptalandi, bæði manna og og fénaðarins.9Hann sendi yfir þig teikn og stórmerki, Egyptaland! yfir faraó og alla hans þegna.10Hann lagði að velli margar þjóðir, og deyddi volduga kónga.11Síhon Amorítakonung, og Og, kónginn af Basan; og alla kóngana í Kanaan.12Og hann gaf að erfð þeirra land Ísrael, sínu fólki.13Drottinn, þitt nafn er eilíft! þín minning varir frá kyni til kyns.14Því Drottinn dæmir sitt fólk, og miskunnar sínum þénurum.
15Þjóðanna afguðir eru silfur og gull, gjörðir af manna höndum.16Munn hafa þeir, en tala ekki; augu en sjá ekki.17Eyru hafa þeir, en heyra ekki, og enginn andardráttur er í þeirra munni.18Líkir þessum eru þeir sem þá gjöra, já, sérhvör sem reiðir sig á þá.
19Ísraels hús! lofa þú Drottin! Arons hús! lofið Drottin!20Leví hús! lofi Drottin! allir þér sem óttist Drottin, lofið Drottin!21Lofaður sé Drottinn í Síon! hann sem býr í Jerúsalem! lofið Drottin.