Páll býður: að taka Guð og Krist til eftirdæmis í elskunni. Að afleggja heiðinglega lesti. Hjón gæti þeirra skyldu.

1Líkist þá Guði, sem elskuleg börn,2og framgangið í elskunni, eins og Kristur elskaði oss, og gaf sig sjálfan út fyrir oss, Guði til þægilegs offurs og fórnfæringar.
3Eftir því sem heilögum hæfir, á hvörki frillulífi, nokkurs konar óhreinleiki, eður ágirnd, svo mikið sem nefnast á meðal yðar,4né blygðunarleysi, né fíflslegt hjal, eður gárungaháttur, því slíkt er ósæmilegt, heldur miklu framar þakkargjörð;5því það skuluð þér vita fyrir víst, að enginn frillulífismaður, eður óhreinn, eður ágjarn, sem er skurðgoðadýrkari, hefir arftöku í ríki Krists og Guðs.6Látið engan leiða yður afvega með hégómlegum orðum! því fyrir þessa (lesti) kemur reiði Guðs yfir syni vantrúarinnar.7Takið því ekki hlutdeild með þeim.8Áður voruð þér myrkur, nú eruð þér ljós í Drottni; gangið því sem ljóssins börn,9því ávöxtur ljóssins er góðvilji, réttlæti og sannleiki.10Hugsið eftir því, hvað Drottni er þóknanlegt,11en takið ekki þátt í myrkursins vondu verkum, heldur miklu framar straffið þau;12því það þeir drýgja í leyndum, er skömm um að tala;13en allt þetta, nær það verður straffað af ljósinu, verður augljóst; því sérhvað það, sem augljóst verður, er ljós.14Þar fyrir stendur skrifað: vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þér.15Sjáið því til, að þér gangið forsjállega, ekki sem fávísir, heldur sem vísir;16notið tækifærið, því nú er hættuleg tíð.17Verið því ekki fávísir, heldur skynjið hvör að er Drottins vilji.18Og drekkið yður ekki drukkna af víni, því þar af flýtur óheill, heldur fyllist andagift,19og syngið hvör fyrir öðrum sálma, lofkvæði og andlega söngva; syngið og leikið Drottni lof í yðrum hjörtum.20Þakkið jafnan Guði og Föður fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists,21og verið hvör öðrum undirgefnir í ótta Krists.
22Konurnar séu sínum mönnum undirgefnar, eins og Drottni;23því maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð safnaðarins; hann er og frelsari síns líkama.24En eins og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi, þannig séu og konurnar sínum mönnum í öllu.25Þér menn! elskið yðar eiginkonur, eins og Kristur elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann,26svo að hann helgaði hann og hreinsaði hann í vatnslauginni, með orðinu;27upp á það hann útvegaði sjálfum sér dýrðlegan söfnuð, á hvörjum enginn blettur eða hrukka væri, eður nokkuð þvílíkt, heldur væri heilagur og lýtalaus.28Þannig eiga mennirnir að elska sínar eiginkonur sem sína eigin líkami. Sá, sem elskar sína eiginkonu, elskar sjálfan sig.29Enginn hefir nokkru sinni sinn eigin líkama hatað, heldur alið önn fyrir honum og hjúkrað, eins og Kristur gjörir söfnuðinum;30því vér erum limir hans líkama, af hans holdi og af hans beinum.31Þess vegna skal maðurinn yfirgefa föður sinn og móður, og tengjast svo við konu sína, að þau tvö verði eitt hold.32Þetta er (í þessu er fólginn) mikill leyndardómur, en eg heimfæri hann upp á Krist og söfnuðinn.33En allir skuluð þér, hvör um sig, elska yðar eiginkonur, eins og sjálfa yður, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.

V. 5. 1 Kor. 6,10. Gal. 5,21. Kól. 3,5. V. 8. Jóh. 12,35.36. V. 9. Gal. 5,22. V. 10. Róm. 12,2. V. 11. 1 Kor. 5,11. 2 Kor 6,14. Matt 18,17. V. 13. Jóh. 3,20.21. V. 14. 1 Kor. 15.34. 16,13. Ef. 9.2. V. 15. Orðskv. b. 14,8. Róm. 16,19. V. 16. Kól. 4,5. Efes. 6,13. V. 18. Gal. 5,21. V. 19. Kól. 3,16. V. 20. v. 4. 1 Tess. 5,18. V. 22. 1 Kor. 11,3. 14,34. V. 23. Kap. 1,22.23. 4,12.15. Post. g. b. 5,31. 1 Jóh. 4,14. V. 24. Kól. 3,18. V. 25. Kól. 3,19. 1 Pét. 3,7. 5,2. Gal. 1,4. V. 26. Jóh. 17,17. 1 Jóh. 1,7. Tít. 3,5. V. 27. Kap. 1,4. Kól. 1,22. V. 29. Kap. 4,16. V. 30. 1 Kor. 6,15. 12,27. V. 31. 1 Mós. b. 2,24. Matt. 19.5. V. 33. v. 28. 1 Mós. b. 3,16.