Hvörsu Gyðingaþjóð skyldi eflast og útbreiðast, og um miskunnsemi og gæsku Guðs við sitt fólk.

1Vert glöð, þú óbyrja, sem ekki hefir fætt! Hef upp fagnaðarsöng, þú sem ekki hefir barn alið! því börn hinnar yfirgefnu eru fleiri, en hinnar, sem manni er gift, segir Drottinn.2Rýmka þú út tjaldbúð þína, fær út búðartjöld þín, og drag ekki af, teyg tjaldstögin langt út, og rek fast hælana!3Því þú skalt færa þig út til hægri og vinstri handar, og afsprengi þitt skal eignast lönd heiðingjanna, og byggja hinar eyddu borgir.4Óttast eigi, því þú skalt eigi til skammar verða! vert eigi bljúg, því þú skalt eigi að spotti verða; þú skalt gleyma vanvirðu þíns meydóms a), og ekki minnast framar á svívirðingu þíns ekkjudóms b);5því hann sem skóp þig, hann er eiginmaður þinn: Drottinn allsherjar er hans nafn; hinn heilagi Ísraels Guð er þinn frelsari; hann heitir Guð gjörvallrar veraldar.6Drottinn álítur þig sem yfirgefna og harmþrungna kvinnu, sem konu þá, er gifst hefir ung, en verið síðan ein látin, segir þinn Guð.7Um skammrar stundar sakir yfirgaf eg þig, en með stórri miskunnsemi vil eg þig aftur að mér taka.8Eg byrgða mitt auglit fyrir þér um stund, í ofurreiði minni, en með eilífri líkn vil eg miskunna þér, segir Drottinn, þinn endurlausnari.9Eg vil nú gjöra, eins og eg gjörði í Nóaflóði: eins og eg sór þá, að Nóa flóð skyldi ekki framar yfir jörðina ganga, eins sver eg nú, að eg skal ekki reiðast við þig og ekki ógna þér.10Fjöllin færast úr stað, og hálsarnir riða, en mín miskunnsemi við þig skal ekki úr stað færast, og minn friðarsáttmáli ekki raskast, segir Drottinn, þinn miskunnari.11Þú vesæla, hrjáða og huggunarlausa borg! Sjá þú! eg vil líma gólfsteina þína með augnati, og leggja grundvöll þinn af saffirsteinum;12eg vil gjöra múrtinda þína af rúbínum, borgarhlið þín af glósteinum, og öll ummörk þín af dýrum gimsteinum.13Öll börn þín skulu menntuð vera af Drottni, og njóta góðs friðar.14Fyrir réttlætið skaltu stöðug standa, firrð öllu ofríki, sem þú eigi skalt þurfa að óttast, og allri skelfingu sem eigi skal nálgast þig.15Sjá þú! vilji nokkur áreita þig, þá skal sá að engu verða gjörður af mér; sá sem ofsækir þig, skal falla fyrir þér.16Sjá! eg skapa smiðinn, sem blæs að kolaeldinum, og útleiðir þaðan vopnin með hagleik sínum; eg skapa líka styrjaldarmanninn til að eyðileggja (beita vopnunum til eyðileggingar).17Engi vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér, skaltú í dóminum sigra. Þetta er hlutfall þjóna Drottins, og þau laun, sem þeir fá hjá mér, segir Drottinn.

V. 4. a. Ánauð Gyðinga í Egyptalandi. b. Babels herleiðingu.