Spádómur um herleiðingu Egyptalandsmanna og Blálendinga til Assýralands.

1Á því ári, sem Tartan, er Sargon Assýrakonungur hafði sent, kom til Asdodsborgar, herjaði á hana og vann hana,2um þær mundir talaði Drottinn til Esajasar Amossonar, og sagði: Far og leys af þér hárklæðið, og drag skó þína af fótum þér. Hann gjörði svo, og gekk yfirhafnarlaus og berfættur.3Þá sagði Drottinn: Eins og Esajas, þjón minn, gengur yfirhafnarlaus og berfættur, til teikns og fyrirmyndunar (um það, sem fram skal koma) við Egyptalandsmenn og Blálendinga að þriggja ára fresti,4eins skal Assýríukonungur burtflytja Egyptalandsmenn í herleiðingu, og Blálendinga, unga sem gamla, í útlegð, yfirhafnarlausa og berfætta, með berri blygðun, Egyptalandsmönnum til smánar.5Þá munu aðrir skelfast og skammast sín vegna Blálendinga, sem voru þeirra athvarf, og vegna Egyptalandsmanna, af hvörjum þeir stærðu sig.6Þá munu þeir, sem hér búa á þessari strönd, taka svo til orða: „sjá! þetta er nú orðið úr athvarfi voru, sem vér ætluðum að flýja í oss til hjálpar, til þess að frelsast undan Assýríukonungi! Hvörsu fáum vér nú forðað oss?“