Afreksverk Júdasar Makkabeuss.

1Júdas, sonur hans, sem nefndist Makkabeus, gekk nú í hans stað.2Allir bræður hans veittu honum lið, og allir sem verið höfðu í fylgd með föður hans, og börðust þeir fyrir Ísraelsmenn með gleði.3Hann efldi heiður þjóðar sinnar, klæddist brynju, eins og hetja, girtist hertygjum sínum, háði stríð, og varði lið sitt með sverði.4Hann líktist ljóni í verkum sínum, og ljónsunga, sem öskrar eftir bráð.5Hann leitaði eftir þeim ranglátu og ofsótti þá, og brenndi þá, sem áreittu þjóð hans.6Þeir ranglátu engdu sig saman af ótta fyrir honum, og allir sem frömdu óréttindi, skelfdust, og sigur vannst fyrir hönd hans.7Hann angraði marga konunga, en gladdi Jakob (Jakobsniðja) með verkum sínum, og minning hans verður blessuð til eilífðar.8Hann fór um Júdeuborgir og afmáði þá óguðlegu í þeim, og sneri reiðinni (ógæfunni) frá Ísrael.9Hann varð nafnkunnur allt til ystu takmarka landsins, og safnaði þeim tortýndu.
10Þá safnaði Apollónius heiðingjum, og miklum her frá Samaríu, til að berjast við Ísraelsmenn.11Þegar Júdas varð þess vís, réðist hann móti honum, sigraðist á honum og drap hann, margir féllu þar af sárum, en hinir flýðu.12Rænti hann síðan valinn; og Júdas tók sverð Apolloniusar, og brúkaði það jafnan í orrustum.
13Nú frétti Seron, höfðingi yfir Sýrlandsher, að Júdas hefði safnað flokk, og að fjöldi trúfastra manna væri með honum í hernaði,14þá sagði hann: nú skal eg vinna mér til sæmdar, svo eg verði víðfrægur í ríkinu, skal eg berjast við Júdas og þá sem með honum eru, sem forsmá konungsins boð.15Síðan tók hann sig upp, fylgdi honum öflugur her guðlausra manna, til liðveislu við hann, og til að hefnast á Ísraelsniðjum.16Þeir komu til Betóron, þá fór Júdas móti þeim við fáa menn.17En þegar þeir sáu liðið sem fór á móti þeim, sögðu þeir við Júdas: hvörnin ætli að vér getum, svo fáir, barist við þvílíkan fjölda einvalaliðs! nú erum vér líka vanmegna, því vér höfum ekki matast í dag.18Júdas sagði þá: hæglega getur það skeð, að fáir geti kreppt að mörgum, og himnanna Guði er eins hægt að frelsa með fáum eins og með mörgum.19Því að sigursæld í stríði er ekki komin undir liðsfjölda, heldur kemur styrkleikinn af himni.20Þeir koma til vor með miklum ofstopa og rangsleitni til að afmá oss, konur vorar og börn, til að ræna oss;21En vér hljótum að berjast fyrir lífi voru og réttindum vorum.22Hann (Guð) mun gjöra út af við þá að oss ásjáendum, verið óhræddir við þá.23Að svo mæltu réðist hann skjótlega á þá, Seron og lið hans flýði fyrir honum (Júdasi).24Þeir eltu hann ofaneftir götunum frá Betóron, allt að sléttlendinu, þar féllu af þeim eitthvað 800 manns, en hinir flúðu í Filistealand.25Þá fór ótti og hræðsla fyrir Júdasi og bræðrum hans, að koma yfir heiðingjana, sem bjuggu kringum þá.26Og orðstír hans barst til konungsins, og sérhvör þjóð sagði frá Júdasar orrustum.
27En þegar Antíókus konungur frétti þessa viðburði, varð hann fokreiður, sendi menn, og safnaði saman öllu liði í ríki sínu, varð það óvígur her;28hann opnaði fjárhirslu sína, og gaf liði sínu mála til heils árs, en skipaði þeim að vera viðbúnum, hvönær sem álægi.29Sá hann nú, að skotsilfur fór að vanta í fjárhirslurnar, því skattar voru fáir í landinu, sökum óeirða þeirra og tjóns, er hann hafði bakað landinu, til að afmá þær lagareglur sem viðgengist höfðu frá fornöld.30Varð hann því hræddur um, að hann hefði ekki nóg til þvílíks kostnaðar, og gjafa, sem hann hafði áður veitt með örlátri hendi, því hann hafði verið örlátari en kóngarnir á undan.31Var hann nú í miklum vandræðum með sjálfum sér, en réði af, að fara til Persíu, taka skatta af löndunum, og safna miklu fé.32Skyldi hann Lysias eftir, tiginn mann og af konungsætt, til að gegna störfum konungsins frá fljótinu Evfrat til Egyptalands takmarka.33Hann átti líka að fóstra son hans Antíókus, þangað til hann kæmi aftur.34Hann fékk honum helminginn af liði sínu, og fílana og gaf honum skipun viðvíkjandi öllu, sem hann vildi, og viðvíkjandi þeim sem bjuggu í Júdeu og Jerúsalem,35að hann skyldi senda her á móti þeim, til að eyðileggja og afmá Ísraels styrk, og þá sem eftir voru í Jerúsalem, og afmá minningu þeirra úr þeim stað,36og að menn af öðrum ættum skyldu búa í öllum héröðum þeirra, og skyldi hann úthluta þeim landi hinna.37Konungur tók með sér hinn helminginn sem eftir var af hernum, og frá Antiokiu, konungsborg sinni, á 147da ári, hann fór yfir fljótið Evfrat, og ferðaðist um hin efri héröð.38En Lysías útvaldi Tólómeus Dorymenesarson, og Nikanor og Gorgias, vóru þeir miklir menn og handgengnir konungi;39Með þeim sendi hann fjörutíu þúsundir fótgönguliðs, og sjö þúsund riddara, skyldu þeir fara til Júdeu lands, og eyða það, eftir boði kóngsins.40Þeir fóru af stað með allt sitt lið, komu, og settu herbúðir nálægt Emaus, á sléttlendinu.41Þegar kaupmennirnir í héraðinu heyrðu um þá getið, tóku þeir ofur fjár í silfri og gulli, og þénara a) og fóru til herbúðanna til að fá Ísraelsmenn fyrir þræla; bættist nú við þá lið frá Sýrlandi og öðrum löndum.42Nú sá Júdas og bræður hans, að ógæfan fór í vöxt, og að herinn lá við landamerki þeirra, líka var þeim orðin kunnug skipun kóngsins, hvörnin hann hafði boðið að fara með fólkið, til að afmá það og uppræta.43Þá sagði hvör við annan: vér skulum rétta við hag vorrar nauðbeygðu þjóðar, og berjast fyrir vort fólk, og helgidóminn.44Söfnuðurinn kom nú til samans, til að vera reiðubúinn til stríðs, og að biðja, og æskja náðar og miskunnar.45Þá var Jerúsalem óbyggð, eins og eyðimörk, enginn af börnum hennar gekk þar út eða inn, helgidómurinn var fóttroðinn, útlendra synir sátu í víginu, það var orðið heiðingja bústaður, Jakob var gleði firrtur, hljóðpípur og hörpur voru aflagðar.46Þeir söfnuðust nú, og komu til Mispa, gegnt Jerúsalem, því áður hafði Mispa verið bænastaður Ísraelsmanna.47Þennan sama dag föstuðu þeir, klæddu sig í hárklæði, jusu mold yfir höfuð sér, og rifu klæði sín.48Og þeir flettu í sundur lögmálsbókinni, en heiðingjarnir leituðu eftir þeim (lögmálsbókunum) til að mála í þær goðamyndir sínar.49Þeir komu líka með prestaskrúðann, og frumgróðann, og tíundirnar, og samankölluðu heitbræðurna, sem fullkomnað höfðu (helgunar)dagana.50Þá hrópuðu þeir til himins, og sögðu: hvað eigum vér að gjöra af þessum (helgidómum), og hvört eigum vér að flytja þá?51Því helgidómur þinn er fóttroðinn og vanhelgaður og prestar þínir eru í sorg og niðurlægingu.52Og sjá þú! heiðingjarnir hafa safnast á móti oss, til að afmá oss, þú veist hvað þeir hugsa oss.53Hvörnig getum vér staðist fyrir þeim, nema þú hjálpir oss?54Síðan blésu þeir í lúðra, og hrópuðu með hárri raustu.55Og eftir þetta setti Júdas fyrirliða yfir fólkið, þúsundshöfðingja, hundraðshöfðingja, fimmtugahöfðingja og tugarhöfðingja.56Og þeir sögðu þeim, sem voru að byggja sér hús, fastna konur, planta víngarða, og þeim sem hræddir voru, að sérhvör þeirra skyldi hverfa heim til sín, samkvæmt lögmálinu.57Síðan fór liðið af stað, og setti herbúðir að sunnanverðu við Emaus.58Þá sagði Júdas: hertygjið yður, og verið röskir drengir, og reiðubúnir snemma á morgun til að berjast við þessa heiðingja, sem safnast hafa móti oss, til að afmá oss og vorn helgidóm;59því betra er oss að falla í orrustu, en að horfa á ófarir þjóðar vorrar og helgidómsins.60En það sem Guð á himnum vill, mun koma fram.

V. 41. a. Þénara, aðr: fjötra.