Páll biður Phæbe virktar og sendir kveðju sína mörgum nafngreindum kristnum og heila söfnuðinum; varar við villumönnum; ber kveðju frá ýmsum; endar bréfið með ósk fyrir söfnuðinum og lofgjörð til Guðs.

1Eg fel yður á hendur Pheben systur vora, hvör eð er þjónustukvinna safnaðarins í Kenkreis,2að þér meðtakið hana í Drottni, svo sem heilögum hæfir og liðsinnið henni í hvörjum helst hlut, sem hún yðar viðþarf, því hún hefir margra aðstoð verið og líka mín.3Heilsið Priskillu og Akvilas mínum verkanautum í Drottni,4(hvör eð fyrir mitt líf hafa sínum hálsi vogað) hvörjum eg ekki einn má þakkir gjalda, heldur og allir safnaðir heiðingjanna;5heilsið einninn þeim safnaði, sem er í þeirra húsi! heilsið Epenetus mínum elskulega, hvör eð er frumgróði Akkaju a) Kristi til handa!6heilsið Maríu, sem mikið hefir erfiðað fyrir oss!7heilsið Andronikus og Júnían, ættmönnum mínum og sambandingjum, hvörjir nafnkenndir eru meðal postulanna og áður en eg urðu Krists menn!8heilsið Ampleas mínum elskulega í Drottni!9heilsið Urbanus vorum verkanaut í Kristó og Stakkys mínum elskulega!10heilsið Apelles, sem er reyndur góður kristinn!11heilsið fólki Aristobuli! heilsið Herodion frænda mínum! heilsið þeim af fólki Narkissi, sem eru Drottins!12heilsið Tryfenu og Tryfósu, sem hafa erfiðað í Drottni! heilsið Persis hinni elskulegu, hvör eð mikið hefir erfiðað í Drottni!13heilsið Rúfus enum útvalda í Drottni og móður hans og minni!14heilsið Asynkrítus, Flegon, Hermas, Patróbas, Hermes og bræðrunum, sem hjá þeim eru!15heilsið Fílólógus og Júlías, Nereus og systur hans og Olympu og öllum heilögum sem með þeim eru!16Heilsist innbyrðis með heilögum kossi! yður heilsa Krists safnaðir!
17En eg áminni yður, bræður! að þér varið yður á þeim, er valda sundurþykkju og hneyksli á móti þeim lærdómi, sem yður hefir verið kenndur og að þér sneiðið yður hjá þeim;18því að þessháttar menn þjóna ekki Drottni vorum Jesú Kristi, heldur sínum maga og með blíðmælum og fagurgala tæla þeir hjörtu meinlausra.19Af því yðar hlýðni er alkunnug orðin, þá gleðst eg af yður, en eg vil að þér séuð vitrir til ens góða, en einfaldir til ens illa.20En Guð friðarins mun snarlega sundurtroða Satan undir yðar fætur. Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður, Amen!
21Yður heilsa: Tímóteus minn samþjón, Lúkíus og Jason og Sósipater, ættmenn mínir.22Eg Tertíus, sem bréfið hefi skrifað, heilsa yður í Drottni.23Yður heilsar Gajus hússbóndi minn og heila safnaðarins. Yður heilsar Erastus, gjaldkeri borgarinnar og Kvartus bróðir.24Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum, Amen!
25En honum, sem máttugur er yður að styrkja eftir mínu evangelíó og Jesú Krists prédikun, eftir auglýsingu þess leyndardóms, sem um eilífðartíma hefir í þögn legið,26en var opinberaður fyrir spámannlegar Ritningar og nú eftir skipun eilífs Guðs til hlýðni trúarinnar meðal allra heiðingja kunngjörður.27Einum Guði sé, fyrir Jesúm Krist, dýrð um aldir, amen!

V. 2. 3 Jóh. v. 6. V. 3. Post. g. b. 18,2.26. 2 Tím. 4,19. V. 4. þ. e. gefið sig í dauðans hættu. V. 5. a. aðr: Asíu. 1. Kor. 16,15.19. Kól. 4,15. V. 16. 1 Kor. 16,20. 2 Kor. 13,12. V. 17. Matt. 7,15. 1 Jóh. 4,1. Fil. 3,2. Kól. 2,8.18. Matt. 18,8. 18,17. 1 Kor. 5,9.11. 2 Tess. 3,6.14. Tít. 3,10. 2 Jóh. v. 10. V. 18. Fil. 3,19. 2 Pét. 2,3. Esek. 13,18. V. 19. Kap. 1,8. Jer. 4,22. 1 Kor. 14,20. V. 20. Kap. 15,33. Sálm. 91,13. V. 21. Post. g. b. 16,1.2. Fil. 2,19. V. 23. 1 Kor. 1,14. 3 Jóh. v. 1. Post. g. b. 19,22. V. 24. v. 20. 1. Kor. 16,23. 1 Tess. 5,28. V. 25. Ef. 3,18. Ef. 1,9.