Auðkenni þeirra sem Drottin aðhyllast.

1Sálmur Davíðs. Drottinn hvör mun setjast að í þinni tjaldbúð? hvör mun búa á þínu heilaga fjalli?2Sá sem framgengur óstraffanlega, gjörir rétt og talar sannleikann af hjarta,3sá sem ekki bakmælir með sinni tungu, gjörir sínum náunga ekkert illt, og leggur ekki lastlegt til sínum félaga,4sá í hvörs augum níðingurinn er fyrirlitlegur, en þeir heiðurlegir sem óttast Drottin, sá sem ekki vill breyta því, við sinn náunga, er hann hefir svarið sér til skaða,5sá sem ekki okrar með sitt fé, og ekki tekur mútu gegn hinum saklausa; hvör sem þetta gjörir, mun ekki bifast að eilífu.