Jesú upprisa og himnaför.

1Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María frá Magdölum og María Jakobs móðir smyrsl til að smyrja með líkið.2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar fóru þær til grafhellisins; það var um sólaruppkomu.3Þær sögðu þá hvör við aðra: hvör mun velta fyrir oss steininum af hellismunnanum?4En er þær litu til, sáu þær, að steinninn var fráveltur, og var það mikið bjarg.5Gengu þær þá inn í hellirinn, og sáu, hvar ungur maður sat hægramegin, skrýddur hvítum dragkyrtli, og hnykkti þeim mjög við.6En hann sagði til þeirra: hræðist eigi! þér leitið að Jesú naðverska, hinum krossfesta; hann er upprisinn og er ekki hér. Þarna er staðurinn, hvar hann var lagður.7Farið heldur og segið lærisveinum hans og Pétri, að hann fari á undan þeim til Galíleu; þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður.8Konurnar fóru þá út og flýðu frá gröfinni, því ótti og ofboð vóru yfir þær komin, og engum sögðu þær frá neinu, því þær voru hræddar.
9En er Jesús var upprisinn, lét hann Maríu frá Magdölum, frá hvörri hann hafði útrekið sjö djöfla, sjá sig fyrst, snemma morguns hinn fyrsta dag vikunnar.10Hún fór og kunngjörði þetta þeim, er með honum höfðu verið, sem voru harmandi og grátandi;11en þó þeir heyrðu, að hann væri lífs, og að María hefði séð hann, trúðu þeir þó ekki.12En eftir þetta birtist hann tveimur þeirra, þá þeir voru á gangi, og ætluðu út á landsbyggðina;13þessir fóru og sögðu það hinum öðrum, en þeir vildu heldur ekki trúa þeim.14Síðast lét hann þá ellefu sjá sig, þá þeir sátu undir borðum, og bar hann þeim þá á brýn trúarleysi þeirra og þverúð, að þeir ekki hefðu viljað trúa þeim, er séð höfðu hann upprisinn.15Hann sagði þá til þeirra: farið út um allan heim, og kunngjörið gleðiboðskapinn öllum þjóðum.16Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki vill trúa, mun fordæmast.17En þessar dásemdir skulu fylgja þeim, er trúa: þeir skulu í mínu nafni djöfla útreka, tala nýjum tungum, taka upp höggorma að ósekju;18ef þeir drekka nokkuð banvænt, þá skal það þeim ekki granda; yfir sjúka skulu þeir hendur leggja og mun þeim þá batna.19Nú er Drottinn hafði endað tal sitt við þá, varð hann uppnuminn til himins, og settist til Guðs hægri handar.20En þeir fóru út og kunngjörðu lærdóminn allstaðar, og var kraftur Drottins með þeim, og staðfesti lærdóminn með táknum, er honum fylgdu.

V. 1–8. sbr. Matt. 28,1–10. Lúk. 24,1–12. Jóh. 20. V. 12. sbr. Lúk. 24,13. ff.