Um það hvörsu Guð mun betra sitt fólk, afmá hjáguðadýrkun og lygispámenn, og hreinsa sinn söfnuð.

1Á þeim degi skal standa opinn brunnur handa Davíðsætt og handa innbyggjendum Jerúsalemsborgar til að afþvo syndir og óhreinleika.2Á þeim degi vil eg, segir Drottinn allsherjar, afmá nöfn skurðgoðanna úr landinu, svo þeirra skal eigi framar minnst verða; sömuleiðis vil eg útreka af landinu (fals)spámennina og hinn óhreina anda.3Og ef nokkur spáir framar, þá skal faðir hans og móðir, sem ólu hann, segja til hans: „þú skalt ekki lifa, því þú hefir talað lygi í nafni Drottins“; og faðir hans og móðir, sem ólu hann, skulu leggja hann í gegn, sökum þess hann spáir.4Á þeim degi skulu spámennirnir verða til skammar, sérhvör sökum þeirra sjóna, er hann þóttist sjá, þegar hann spáði; og þeir skulu ekki íklæðast loðkápum til að blekkja aðra.5Þá skal hvör einn segja: eg er engi spámaður heldur akurverksmaður, því eg hefi unnið allt í frá ungdæmi mínu.6Og spyrji nokkur hann, „af hvörju eru þessi sár, sem þú hefir á höndum þínum?“ Þá mun hann svara: „af því eg hefi verið sleginn í húsi þeirra, sem elskuðu mig“.
7Vert á lofti, sverð, yfir mínum hirðir, yfir þeim manni, sem mér er nánastur, segir Drottinn allsherjar; slá þú hirðirinn, svo hjörðin tvístrist; eg vil samt hefta hönd mína, og halda henni yfir smáfénu.8Svo skal til ganga í gjörvöllu landinu, segir Drottinn, að tveir hlutir landsfólksins skulu afmást og upp gefa önd sína, en þriðjungur þess eftir verða.9En þenna þriðjung vil eg láta í eld, og hreinsa hann, eins og silfur er hreinsað, og prófa hann, eins og gull er prófað. Þá mun hann ákalla mitt nafn, og eg vil bænheyra hann; eg vil segja: þetta er mitt fólk; og hann mun segja: Drottinn er minn Guð.