Reykelsisaltarið. Helgidómstollurinn. Eirkerið. Smurningarviðsmjörið. Það heilaga reykelsi.

1Þú skalt gjöra altari til að brenna reykelsi á; það skaltu búa til af belgþornsviði;2það skal vera álnarlangt, og álnarbreitt, ferskeytt, tveggja álna hátt, og horn þess samgjör við altarið.3Þú skalt búa það með skíru gulli, bæði að ofan og á hliðum allt um kring, og svo horn þess; þú skalt gjöra gullrönd á því allt umhverfis.4Þar til skaltu gjöra tvo hringa af gulli fyrir neðan röndina, báðumegin á hyrningum þess; þeir skulu vera til að smeygja í ásum þeim, sem altarið skalt berast á.5Ásana skaltu gjöra af belgþornsviði, og gullbúa þá.6Þú skalt setja þetta altari fyrir framan fortjaldið, sem hangir fyrir lögmálsörkinni, gegnt arkarlokinu, sem er yfir lögbókinni, hvar eg vil halda stefnu við þig.7Á þessu altari skal Aron brenna ilmandi reykelsi; hann skal brenna því á hvörjum morgni, þá hann hefir hagrætt lömpunum;8hann skal og brenna því eftir sólsetur, þá hann hefir kveikt á lömpunum. Þetta skal vera dagleg reykelsisfórn fyrir Drottni hjá yðar eftirkomendum.9Á þessu altari megið þér ekki fórna útlensku reykelsi, ekki heldur neinni brennifórn eða matarfórn, og engri dreypifórn megið þér dreypa á því.10Einu sinni á ari skal Aron friðhelga altarishornin með friðþægjandi syndafórn. Þessi friðhelgun skal gjörast eitt sinn á ári hvörju hjá yðar eftirkomendum; þetta altari er alheilagt í augliti Drottins.
11Drottinn talaði við Móses, og sagði:12þegar þú tekur manntal Ísraelslýðs, þá skal hvör maður, sem í manntalinu verður, gjalda Drottni sálarlaun, svo að engin plága komi yfir þá, þegar þeir eru taldir.13Þessa lausn skal hvör sá gjalda, sem í manntali verður, það er hálfur sikill, að helgidóms auralagi, 20 gerar í sikli, og þessi hálfi sikill skal vera upplyftingarfórn til Drottins.14Hvör sem í manntali verður, tvítugur og þaðan af eldri, skal greiða Drottni þessa upplyftingarfórn.15Sá ríki skal ekki láta til meir, og sá fátæki ekki minna en hálfan sikil, og skulu þeir greiða Drottni þessa upplyftingarfórn, til þess hann friði fyrir sálum þeirra.16Þú skalt taka þetta lausnargjald af Ísraelsmönnum, og leggja það til þjónustu samkundutjaldbúðarinnar; það skal vera Ísraelsmönnum til minningar fyrir Drottni, að hann friði fyrir sálum þeirra.
17Drottinn talaði til Mósis, og sagði:18Þú skalt gjöra eirker til að þvo sér úr, það skal vera með eirstétt; þú skalt láta það standa milli samkundubúðarinnar og altarisins, og láta vatn þar í.19Þar úr skal Aron og synir hans þvo hendur sínar og fætur;20þegar þeir ganga inn í samkundubúðina, skulu þeir þvo sér úr vatni, svo þeir ekki deyi: eins þegar þeir nálægja sig altarinu til að embætta og tendra eldfórn fyrir Drottni;21þeir skulu þvo sér um hendur og fætur, svo þeir deyi ekki; þetta skal vera þeim eilíft lögmál fyrir hann og hans ættniðja.
22Drottinn sagði við Móses:23tak þér þær ágætustu kryddjurtir, 500 sikla af sjálfrunninni myrru, hálfu minna eður 250 sikla af kanelberki, og 250 sikla af ilmreyr,24500 sikla af angviði, eftir helgidómsvog, og eina hín viðsmjörs;25af þessu skaltu gjöra heilagt smurningarviðsmjör, ilmandi smyrsli, og tilbúa þau á kryddarahátt; skal þetta vera það heilaga smurningarviðsmjör.26Með þessu skaltu smyrja samkundubúðina, lögmálsörkina,27borðið með öllum þess áhöldum, ljósahjálminn með því sem honum tilheyrir, reykelsis altarið,28brennifórnaraltarið með öllum þess áhöldum, eirkerið, og stétt þess;29þetta skaltu vígja, svo það verði alheilagt, og hvör sem snertir það, skal vera heilagur.30Þú skalt og smyrja Aron og sonu hans, og vígja þá til að vera mína kennimenn.31Þú skalt tala til Ísraelsmanna, og segja: þetta skal vera mér heilagt smurningarviðsmjör hjá yðar eftirkomendum.32Þessum smyrslum má ekki ríða á nokkurs manns hörund, og enginn má gjöra nokkur smyrsli með þessum tilbúningi; þau eru heilög, og þau skulu vera yður heilög.33Hvör sem kryddar samskonar smyrsl, eður ber þau á nokkurn útlendan mann, hann skal hafa fyrirgjört lífi sínu.
34Drottinn sagði til Mósis: tak þér ilmjurtir, balsam, marnögl, galbanskvoðu; af þessum ilmunum ásamt með reykelsiskvoðu, jafnt af hvörju,35skaltu búa til ilmandi reykelsi, eftir kryddarahætti; það skal vera salti kryddað, hreint og heilagt.36Nokkuð af því skaltu mylja smátt, og leggja það fyrir framan lögmálsörkina í samkundutjaldbúðinni, þar sem eg vil koma til móts við þig; það skal vera yður alheilagt.37Annað eins reykelsi, og þú gjörir með þessum tilbúningi, megið þér ekki tilbúa handa yður; það skal vera yður heilagt fyrir Drottni.38Hvör sem býr til annað eins, til þess að gæða sér með ilm þess, sá skal hafa fyrirgjört lífi sínu.