Hvörnig líkþrá skuli hreinsast á mönnum og húsum.

1Ennframar talaði Drottinn við Móses þannig:2Þetta skal vera lögmál áhrærandi þann líkþráa, á þeim degi sem hann hreinsast. Hann skal færast til prestsins,3og presturinn skal ganga út fyrir herbúðirnar og skoða hann, og þegar hann sér að líkþráarplágan er læknuð á honum,4þá skal presturinn bjóða, að teknir séu, fyrir þann sem hreinsast á, 2 hreinir líflegir smáfuglar, sedrusviður, purpuri og ýsóp,5síðan skal hann bjóða að öðrum smáfuglinum sé slátrað í leirker yfir vatni.6Þar eftir skal hann taka lifandi fuglinn, sedrusviðinn, purpurann og ýsópið, og dýfa því ásamt lifandi fuglinum í blóð hins fuglsins, sem slátrað var yfir lifandi vatninu,7og stökkva sjö sinnum á þann, sem er að hreinsa sig af líkþránni og úrskurða hann hreinan, og sleppa síðan þeim lifandi fugli lausum út á mörkina.8Þar eftir skal sá sem er að hreinsa sig, þvo sín klæði, raka burt allt sitt hár, og lauga sig í vatni, þá er hann hreinn og má að því búnu koma inn í herbúðirnar, þó skal hann í 7 daga halda sig fyrir utan sína tjaldbúð;9og á sjöunda deginum skal hann burtraka allt sitt hár, bæði höfuðhár, skegg og það sem er á hans augabrúm, allt hár sem á honum er skal hann afraka, þvo klæði sín og lauga líkama sinn í vatni; þá er hann fyrst hreinn.10Á 8da deginum skal hann taka tvo ársgamla lýtalausa hrúta og eina ársgamla lýtalausa gimbur og þrjá tíundaparta (efa) hveitimjöls, yfir hvört viðsmjöri er ausið til matfórnar, og einn lóg viðsmjörs.11Síðan skal presturinn, sem er að hreinsa, færa þann mann, sem verið er að hreinsa, og þetta allt fyrir auglit Drottins, við dyr samkundutjaldbúðarinnar,12taka annað hrútlambið og frambera það sem sektafórn, ásamt viðsmjörslóginum, og veifa hvörutveggju sem veifingarfórn, fyrir augliti Drottins;13og slátra hrútlambinu á sama stað, sem vant er að slátra syndafórnum og brennifórnum, á helgum stað, því að þessi syndafórn tilheyrir prestinum eins og sektafórnin, og er háheilög.14Þar næst skal presturinn taka nokkuð af blóði sektafórnarinnar og rjóða því á hægra eyrnasnepil þess, sem er að hreinsa sig og á hans hægra þumalfingur og stórutá á hægra fæti.15Þar eftir skal presturinn taka nokkuð úr viðsmjörslóginum og hella í sína vinstri handar lúku,16og drepa sínum hægri handar fingri í viðsmjörið, sem er í hans vinstri handar lúku og sjö sinnum stökkva af fingrinum viðsmjörinu frammi fyrir Drottni;17en með því sem eftir er af viðsmjörinu í lúku hans, skal presturinn smyrja hægra eyrnasnepil þess, sem er að hreinsa sig, þumalfingur hans á hægri hendi og stórutá á hægra fæti, ofan á sektafórnarblóðið.18En það sem enn þá er eftir af viðsmjörinu í lófa hans skal presturinn láta á höfuð þess sem er að hreinsa sig,19og þannig forlíka fyrir hann fyrir augliti Drottins. Síðan skal presturinn tilreiða syndafórnina og forlíka fyrir þann sem er að hreinsa sig af sínum óhreinleika,20og loksins slátra brennifórninni, og leggja upp á altarið brennifórnina og matfórnina. Að þessu gjörðu hefir presturinn forlíkað fyrir hann og hann er hreinn.
21En ef maðurinn er fátækur og hefir ekki efni á að greiða þetta, þá skal hann taka veturgamla kind til sektafórnar til veifingar, svo forlíkun skei fyrir hann, og til matfórnar tíundapart (efa) hveitimjöls, sem döggvað sé viðsmjöri, og lóg viðsmjörs,22og 2 turtildúfur eða tvo dúfuunga, eftir sem efni hans leyfa, skal annar þessara vera syndafórn, en hinn brennifórn;23þetta skal hann á áttunda degi færa prestinum sér til hreinsunar, til dyra samkundutjaldbúðarinnar, fyrir auglit Drottins,24og presturinn skal taka sektafórnarlambið og viðsmjörslóginn, og veifa því, sem veifingarfórn, fyrir augliti Drottins,25síðan skal presturinn slátra sektafórnarlambinu, taka nokkuð af blóði sektafórnarinnar og rjóða á hægra eyrnasnepil þess, sem er að hreinsa sig, á hans þumalfingur á hægri hendi og stórutá á hægra fæti;26en hella nokkru af viðsmjörinu í sína vinstri handar lúku,27og sjö sinnum stökkva frammi fyrir Drottni með sínum hægri handar fingri af því viðsmjöri, sem er í hans vinstri handar lófa.28En síðan skal presturinn smyrja af viðsmjörinu, sem eftir er í lófa hans, á hægra eyrnasnepil þess, sem er að hreinsa sig, á hans hægri þumalfingur og hans hægri stórutá, á sama stað og sektafórnarblóðið er.29En það sem eftir er af viðsmjörinu í lófa hans, skal hann láta á höfuð þess, sem er að hreinsa sig, og þannig forlíka fyrir hann fyrir augliti Drottins;30þar á eftir skal hann tilreiða aðra turtildúfuna eða dúfuungann, sem maðurinn eftir sínum efnum greiddi,31sem syndafórn, en hina sem brennifórn ásamt með matfórninni, og forlíkar presturinn þannig fyrir þann, sem er að hreinsa sig, fyrir augliti Drottins.32Þetta er nú lögmálið áhrærandi þann, sem líkþrár hefir verið, en ekki á fyrir hreinsun sinni.
33Ennframar talaði Drottinn þannig við Móses og Aron:34þegar þér komið til Kanaanslands, sem eg gaf yður til eignar, og eg sendi líkþráarpláguna í nokkurt hús þessarar yðar eignar,35þá skal sá fara, sem húsið á, og segja prestinum til, að honum sýnist eitthvað líkt líkþráarplágunni í húsinu,36og presturinn skal þá bjóða honum að ryðja húsið áður en hann kemur til að skoða gallann, svo að ekki verði allt óhreint sem í húsinu er. Síðan skal presturinn koma og skoða húsið.37Ef hann sér, þegar hann skoðar gallann, að dældir eru inn í veggi hússins grænleitar eða rauðleitar, sem ber lægra á en veggnum annars staðar,38þá skal hann ganga til dyra hússins, út úr því, og halda því læstu í sjö daga.39Á sjöunda degi skal hann koma aftur til skoðunar, og ef hann sé að gallinn hefir breytt sig víðar út á veggjum hússins,40þá skal hann bjóða að steinarnir, sem gallinn er á, séu burtteknir og þeim kastað á óhreinan stað fyrir utan borgina,41en húsið skal hann láta skafa innan allt í kring, og bera ruslið sem afskafið er, út úr borginni á óhreinan stað;42og menn skulu taka aðra steina og innsetja þá í hinna stað, og kalka húsið aftur með öðru kalki;43en ef bletturinn kemur aftur og brýst út á ný í húsinu eftir það að menn hafa úttekið steinana, skafið húsið og límkastað,44þá skal presturinn fara inn og skoða; og ef hann þá sér að bletturinn hefir etið sig víðar út í húsinu, þá er illa kynjuð líkþrá í húsinu og það óhreint.45Húsið skal þá niðurbrjótast, og steinar, viðir og kalk þess húss berast út úr staðnum á óhreinan stað.46Hvör sem gengur inn í það hús, alla þá daga sem það er læst, hann er óhreinn allt til kvölds,47og sá sem sefur í því skal þvo sín klæði, og sömuleiðis skal sá sem etur þar inni þvo sín klæði.48En ef presturinn, þegar hann kemur aftur og skoðar húsið, sér að bletturinn hefir ekki etið sig víðar út eftir að það var límkastað, þá skal hann úrskurða húsið hreint, því gallinn er læknaður,49og taka til syndafórnar fyrir húsið tvo smáfugla, sedrusvið, purpura og ýsóp,50og slátra öðrum fuglinum í leirker yfir lifandi vatni.51Síðan skal hann taka sedrusviðinn, ýsópið, purpurann og lifandi fuglinn og dýfa því öllu ofan í blóð slátraða fuglsins og lifandi vatnið, og stökkva á húsið sjö sinnum;52og þannig hreinsa húsið frá synd með blóði smáfuglsins, vatninu, þeim lifandi tittling, sedrusviðnum, ýsópinu og purpuranum.53Þar eftir skal hann sleppa þeim lifandi fugli frjálsum og fríum út úr borginni, út á mörkina og hefir hann þá forlíkað fyrir húsið, svo að það er hreint.54Þetta eru lögin um alls konar líkþráarplágu og útbrot,55og líkþrá klæða og húsa, um þrota, útbrot á höfði og hvítroðaákomur,56svo menn geti strax þekkt hvað er óhreint, og hvað er hreint.57Svo löng eru lögin um líkþrána.

V. 7. Fuglinn hvörjum slátrað var átti að tákna forlíkunargjörð, sá sem sleppt var, að sá hreinsaði mætti nú koma í heilbrigðra manna félag. V. 10. Lógur tók viðlíka mikið og 6 hænuegg. V. 51. Lifandi vatn er sama sem uppsprettu- eða rennandi vatn. Hér er meint vatn nýsótt í uppsprettu eða rennandi vatn, sama sem: besta vatn. V. 55. Hvað sú umtalaða líkþrá á húsum eða fötum hefir verið vita menn ekki.