Sjúkleiki Esekías konungs, og lofsöngur hans.

1Um þær mundir fékk Esekías sjúkleika svo mikinn, að honum hélt við bana. Þá kom spámaðurinn Esajas Amosson til hans og mælti: Svo segir Drottinn: ráðstafa þú þínu húsi, því þú skalt deyja, en ekki lifa.2Þá sneri Esekías andliti sínu til veggjar, bað til Drottins,3og sagði: eg bið, minnstu þess, Drottinn, hvörsu eg hefi fram gengið fyrir þínu augliti með staðfestu og trúnaðartrausti, og gjört hvað þér hefir vel líkað. Grét Esekías þá mjög.4Þá talaði Drottinn til Esajasar þessum orðum:5Far og seg Esekíasi: Svo segir Drottinn, Guð Davíðs, föður þíns: eg hefi heyrt þína bæn, og séð þín tár. Sjá þú! eg vil enn leggja fimmtán ár við aldur þinn;6eg vil frelsa þig og þessa borg af hendi Assýrakonungs, og vera skjól og skjöldur þessarar borgar.7Þetta skaltu til marks hafa af Drottni, að Drottinn vilji efna það, sem hann hefir lofað:8Sjá þú! eg skal færa aftur um tíu stig þann pallaskugga, er sólinni hefir munað niður á við á Akasar pöllum, svo að sólin skal þokast aftur á pöllunum um þau tíu stig, sem hún hefir gengið niður.
9Söngur Esekíass Júdakonungs, þá hann var heill orðinn þess sjúkleika, er hann hafði leigið í:10Eg sagði: á hádegi míns lífs hlýt eg að ganga gegnum dauðans dyr, mér verður burtu svipt í blóma aldurs míns.11Eg sagði: eg fæ ekki framar að sjá Drottin, Drottin (fæ eg ekki framar að sjá) á landi lifendra; eg fæ ekki framar menn að líta, eftir það að eg er kominn til þeirra, sem búa í ríki enna dauðu.12Minni tjaldbúð er kippt upp, og svipt í burtu frá mér, eins og öðru hirðistjaldi; mínir lífdagar verða afskornir, eins og þræðir í vef: hann slítur mig frá hinum smágjörvu taugunum; þú þjáir mig frá því að dagar, og þar til nóttin kemur.13Eg þreyði til morguns: öll mín bein voru kramin, eins og af ljónshrammi; þú þjáir mig frá því að dagar, og þar til að nóttin kemur.14Eg tísti, sem svala, og kurraði, sem dúfa; augu mín mændu til himins, alvaldi Guð, eg em angistarfullur, líkna þú mér!15En hvað skal eg nú segja? Hann talaði til mín, og hann efndi sín orð; eg skal ganga (til Drottins húss) alla mína lífdaga, því minni sálar angist er létt.16Alvaldi Guð! af þínu orði lifa (allir) menn, og á því einu ríður lífið míns anda: þú veitir mér styrkinn, þú viðheldur mínu lífi.17Sjá! mín megna sálarangist er orðin að fró; af elsku þinni dróst þú mig upp úr gryfju eyðileggingarinnar, því þú varpaðir öllum mínum syndum á bak þér aftur.18Myrkraríkið lofar þig ekki, dauðinn vegsamar þig ekki, þeir, sem í gröfina eru niður stignir, víðfrægja ekki þína trúfesti;19sá einn lofar þig, sem lifir, eins og eg í dag: faðirinn kunngjörir börnunum þína trúfesti.20Drottinn er mitt hjálpræði; í húsi Drottins skulum vér hreyfa strengina minna harpna alla vora lífdaga.
21Esajas hafði sagt, að taka skyldi fíkjudeig, og leggja við meinið; varð konungurinn þá heill.22Esekías hafði spurt: hvað skal eg hafa til marks um það, að eg megi aftur upp ganga í Drottins hús?

V. 11. Að sjá Drottin, þ. e. að sjá dýrðina Drottins í hans heilaga musteri. Á landi lifendra, þ. e. í þessu jarðneska lífi. 21. og 22. vers eru úrskýring yfir það 5. og 8, sjá 2 Kóng. 20,7.8.