Móti dramblátum óvin.

1Kennsluljóð Davíðs,2þegar Doeg Edomíti kom og kunngjörði Sál og sagði: Davíð er kominn í Akímeleks hús a).3Því stærir þú þig af þinni vonsku, þú týranni? Guðs miskunn varir dag hvörn.4Þín tunga ástundar eintóman skaða, lík beittum rakhníf, þú vélasmiður!5Þú elskar illt en ekki gott, lygi meir enn að tala það sem rétt er. (Málhvíld).6Þú elskar allt skaðræðis tal, þú svikafulla tunga!7Guð mun líka tortína þér algjörlega, hann mun burttaka þig og útryðja þér af tjaldbúðinni, og uppræta þig af landi þeirra sem lifa. (Málhvíld).8Og þeir ráðvöndu munu sjá það og óttast, og að honum munu þeir hlæja og segja:9„Sjá þar þann mann sem ekki hélt Guð fyrir sinn styrk, heldur reiddi sig á sinn mikla auð og áleit vonskuna sinn kraft“!10En eg mun vera sem grænn viðsmjörsviður í Guðs húsi, eg reiði mig á Guðs miskunn um aldir og að eilífu.11Eg mun þakka þér eilíflega fyrir það þú gjörðir, og eg mun vona á þitt nafn, því það er gott fyrir augum þinna heilögu.

V. 2. a. 1 Sam. 22,9.fl. V. 3. Þar er bætt inni í íslenskunni, sem ekki finnst hjá öðrum: að þú fær skaða gjört.