Sama tala.

1Framvegis tók Elíhú til orða, og mælti:2heyrið, þér vísu, mitt tal, og þér hyggnu!3leggið við eyrun, því eyrað prófar talið, eins og gómurinn smakkar til að eta (fæðuna),4látum oss rannsaka réttinn, látum oss koma oss saman um hvað gott er.5Job hefir sagt: „eg er réttlátur, og Guð hefir rænt mig mínum rétti,6eg straffast sem lygari þó eg hafi rétt, eg særist af drepandi skeytum, þó engin yfirtroðsla sé hjá mér“.7Hvör maður er líkur Job, sem drekkur í sig guðlastið eins og vatn?8Og gengur í félag með þeim sem gjöra rangt, og fer með þeim óguðlegu?9Því hann sagði: „það stoðar ekkert manninn, þó hann langi til að ganga með Guði“.10Heyrið mig því þér menn með viti! langt frá Guði sé ranglæti, og frá þeim Almáttuga ósannsýni!11Hann endurgeldur manninum eftir hans verkum, og lætur sérhvörn finna, eftir sinni breytni.12Já, vissulega breytir Guð ekki ranglátlega, og sá almáttugi rangfærir (hártogar) ekki réttinn.13Hvör hefir sett hann yfir jörðina, og hvör hefir myndað allan heiminn?14Ef að hann vildi annast sig einan, og draga sinn anda og sinn andardrátt til sín,15þá hlyti allt hold að uppgefa andann, og maðurinn yrði aftur að dufti.16Hafir þú vit, þá taktu eftir þessu! snú þínu eyra að raust minnar orðræðu!17getur sá sem hatar réttinn stýrt sinni reiði? viltu dæma þann sem er réttlátur og voldugur?18Þorir nokkur að segja við kónginn: þú afhrak! eða við höfðingjann: þú guðleysingur!19Enn síður við þann sem ekki gjörir sér mannamun, þó furstar eigi í hlut, og metur ei meir þann ríka en þann snauða. Því allir eru þeir hans handaverk.20Á augnabliki deyja þeir; mitt ná nóttinni skelkast þjóðirnar og tortínast og þeir voldugu burthrífast án manna handa.21Því hans augu eru yfir mannanna vegum, og öll þeirra spor sér hann.22Þar er engin dimma, og enginn dauðans skuggi, hvar í þeir sem rangt aðhafast, geti falið sig fyrir honum.23Hann þarf ekki að gá lengi á þeim, sem vill ganga í rétt við Guð.24Hann sundurslær þá voldugu án rannsóknar, og setur aðra í þeirra stað;25því hann þekkir þeirra verk; hann fleygir þeim um koll á nóttunni, og þeir verða sundurmarðir.26Af því þeir eru óguðlegir, slær hann þá á bersýnilegum stað.27af því þeir hættu að fylgja honum, og hirtu ei um neitt af hans vegum,28Þannig lætur hann hróp hinna snauðu, þeim í koll koma, því hann heyrir kall hinna voluðu.29(Þegar hann gjörir kyrrð, hvör þorir þá að æsa óróa? þegar hann felur sitt auglit, hvör getur þá séð hann, hvört sem það væri fyrir heilli þjóð eða aðeins einum manni)?30Til þess að hræsnarinn ekki skuli drottna, og ekki vera snara fyrir fólkið.
31Má maður segja við Guð: „eg straffast, og hefi ekki syndgað“;32hafi mér óviljandi yfirsést, þá vil eg ekki gjöra það aftur.33Á Guð að endurgjalda eins og þér líkar, þar eð þú hafnar þessu, en velur hitt, er eg hefi ekki velþóknan á (segir Drottinn)? Hvörju getur þú svarað hér til? talaðu!34Menn með viti og hyggnir menn sem heyra mig (tala) munu segja:35„Job talar ekki hyggilega, hans orð eru án vísdóms“.36Æ! lát Job reynast enn meir! því hann svarar eins og þeir ranglátu.37Hann bætir guðleysi ofan á sína synd. Hann sýnir virðingarleysi vor á meðal, og stílar sín mörgu orð gegn Guði.