1.) Þeir bræður Esau og Jakob finnast. 2.) Jakob kemur til Kanaanslands.

11.) Og Jakob upplyfti sínum augum og sá Esau koma og með honum 4 hundruð manns; þá skipti hann börnunum til Leu og Rakelar og til beggja ambáttanna,2og lét ambáttirnar og þeirra börn vera á undan, svo Leu og hennar börn þar næst, og Rakel og Jósep aftast.3Og hann gekk sjálfur á undan þeim, og laut sjösinnum til jarðar áður en hann kom til bróður síns, Esau.4Þá hljóp Esau á móti honum og umfaðmaði hann, og féll um háls honum og kyssti hann. Og þeir grétu.5Og Esau leit upp og sá konurnar og börnin og mælti: hvað hefur þú þar? Og hann svaraði: þau börn sem Guð hefur gefið þjón þínum.6Þá gengu ambáttirnar nær og þeirra börn og hneigðu sig.7Og Lea gekk og nær og hennar börn og hneigði sig, þar eftir kom Jósep og Rakel og hneigði sig.8Og Esau mælti: hvað vilt þú með allan þann flokk sem kom á móti mér? Og hinn svaraði: að eg finni náð í augum míns herra.9Og Esau sagði: eg á nóg, bróðir minn! eig þú þitt!10Og Jakob sagði: nei! ekki það! hafi eg fundið náð í þínum augum, svo tekur þú við þessu af minni hendi, því eg sá þitt andlit sem maður sér Guðs andlit, og þú tókst náðarsamlega á móti mér;11taktu þó við minni gáfu, sem þér var færð, því Guð hefir verið mér góður, og eg hefi nóg eftir. Og hann lagði að honum, en hinn tók við.12Og Esau sagði: tökum okkur nú upp og höldum áfram, og eg skal fara á undan.13Og Jakob svaraði honum: þú sér, herra minn! að börnin eru ung, og hér eru ær og nýbornar kýr hjá mér, og væri haldið áfram heilan dag, þá mundi öll hjörðin drepast.14Fari minn herra á undan sínum þjón; en eg mun reka í hægðum mínum á eftir, eins og hjörðin getur farið, sem eg rek, og börnin, þangað til eg kemst til míns herra í Seir.15Og Esau sagði: Eg vil láta nokkra af þeim mönnum sem með mér eru, verða eftir hjá þér. Hinn svaraði: hver þörf er á því? Lát mig aðeins finna náð í augum míns herra.16Svo fór Esau þann sama dag leiðar sinnar heim aftur til Seir.
172.) Og Jakob tók sig upp og fór til Sukot, og byggði sér þar hús, gjörði líka laufskála handa sínum fénaði; því kallast sá staður Sukot (skáli).18Og Jakob kom heill á hófi til staðarins Sikem sem er í Kanaanslandi, þegar hann kom heim úr Mesopotamíu, og hann tjaldaði fyrir utan staðinn,19og hann keypti það litla land sem hann tjaldaði á, af börnum Hemors, sem var faðir Sikems, fyrir hundrað peninga.20Og hann byggði þar altari, og kallaði það; Guðs, Ísraels Guðs (altari).