Um nokkura Persa konunga, um Alexander mikla, og um deilingu Grikklandsríkis í fjögur ríki, eftir dauða Alexanders, 1–4; um viðureign hins egypska og sýrlenska ríkis og ágang þeirra á Gyðinga, 5–20; um herfarir Antíókkus hins göfga móti Egyptalandi, og hvörsu hann mundi vilja nauðga Gyðingum til að kasta trú sinni, 21–45.

1„Á fyrsta ári Daríúss frá Medíalandi stóð eg honum til styrktar og aðstoðar.2Nú vil eg segja þér sannleikann: sjá! þrír konungar a) munu enn koma til ríkis í Persalandi, en hinn fjórði b) mun auðugri verða en allir aðrir, og í trausti til sinnar auðlegðar mun hann beita öllum sínum styrk móti Grikklandsríki.3Þar eftir mun upp rísa voldugur konungur c), hann mun verða víðlendur konungur, og til leiðar koma því er hann vill.4En þegar uppgangur hans er sem mestur, þá mun sundrast ríki hans og skiptast í fjórar áttir, en þó ekki til eftirkomenda hans, og ekki með slíku veldi sem hann hafði, heldur mun ríki hans afmást, og komast í annarra hendur en þeirra.5Konungurinn í Suðurríki d) mun voldugur verða; þó mun annar af höfuðsmönnum hans (Alexanders) verða enn voldugri, og ráða yfir miklu ríki e).6Að nokkrum árum liðnum munu þeir mægjast hvör við annan; þá mun dóttir f) konungsins í Suðurríki ganga að eiga konunginn af Norðurríki a), til þess að gjöra frið; en hún mun ekki njóta styrks þess armleggsins, því hvörki mun hann né afkvæmi hans langgætt verða; hún og þeir, sem hana höfðu flutt þangað, sonur hennar og þeir, sem höfðu verið henni til trausts í háskanum, munu framseldir verða til dráps b).7En í stað hans mun kvistur upp renna af hennar rótum c); sá mun koma með liðsafla, og fara móti virkjum konungsins af Norðurríki, gjöra áhlaup á þau, og hafa sigur;8já, hann mun jafnvel herleiða skurðgoð þeirra (Sýrlendinga), þeirra steyptu líkneskjur, og dýrindisker af gulli og silfri, og flytja þau til Egyptalands, og í nokkur ár mun hann reisa rönd við konunginum af Norðurríki.9Síðan mun þessi d) fara með her inn í ríki Sunnmanna konungs, og aftur hverfa heim í sitt land.10En synir hans munu treysta á fremsta megn, og draga saman stórmikinn mannfjölda, og einn af þeim e) mun fram brjótast, og vaða yfir sem árstraumur; hann mun búa sig að nýju, og brjótast fram að kastala hans.11Þetta mun sárna Suðurmanna konungi f), og mun hann út fara og halda hernað við Norðurríkis konung; hann mun kveðja upp mikinn mannfjölda, og mun sá her settur verða undir sjálfs hans herstjórn.12Herinn mun verða stórhuga, og hjarta konungsins metnaðarfullt, hann mun að velli leggja 10 þúsundir, og þó ekki ná yfirráðum yfir landinu;13Því Norðurríkiskonungur mun enn af nýju saman draga her, miklu meira en í fyrra sinni, og að liðnum nokkurum árum mun hann fram bruna með fjölmennum liðsafla og miklum viðbúnaði.14Á sama tíma munu margir rísa í gegn Suðurmanna konungi g); og þeir af landsmönnum þínum, sem eru uppivöðslusamir, munu þá hefja uppreisn h), til þess vitranin rætist, og þeir hinir sömu munu falla.15Norðurríkjakonungur i) mun nú koma, hleypa upp jarðhrygg, og ná einni víggirtri borg k), því Suðurríkis hermenn munu engri mótstöðu við koma, og jafnvel einvalaliðið mun öngvan þrótt hafa til mótvarnar.16Á þessari sinni herferð móti honum l) mun hann fram fara eftir vild sinni, og enginn mun fá staðið í móti honum; hann mun fá fótfestu í hinu ágæta landinu m) og koma því til fulls undir sitt vald.17Því næst mun hann hafa það í ráði, að koma með gjörvöllum styrk síns ríkis; þó mun hann gjöra frið við hann, og gifta honum konungsdótturina n), til þess að hún skuli vinna honum tjón; en það mun ei framgengt verða, og ekki takast honum.18Síðan mun hann renna augum sínum til strandbyggðanna, og vinna margar af þeim; en hershöfðingi nokkur o) mun enda gjöra á hans yfirgangi, já láta smánina lenda á honum sjálfum.19Þá mun hann aftur hverfa til hinna umgirtu borga í sínu eigin landi, en þar mun hann hrasa og falla, og hans mun engan stað sjá framar p).20Þá mun annar koma í hans stað, sá mun senda kúgara nokkurn inn í hið veglega ríkið q); en að fárra daga fresti mun honum steypt verða, þó ekki með ofríki eða í bardaga.21Nú mun í hans stað koma fyrirlitlegur maður a), hvörjum konungstignin ekki var ætluð; hann mun koma úr þegjanda hljóði og ná undir sig ríkinu með fagurgala;22og herflokkar flæðilandsins b) munu af honum keyrðir í kaf og sundurkramdir verða, og sömuleiðis sambandshöfðinginn e).23Upp frá því að hann hefir bundið félagsskap við hann, mun hann beita svikum, færa sig upp á markið, og verða efri, þótt hann sé fáliðaður.24Hann mun brjótast inn í þær ugglausu og frjóvsömu landsálfur, og þar aðhafast það, sem hvörki feður hans, né forfeður höfðu aðhafst, sóa rændu og herteknu fé til manna sinna, og hafa ráðagjörðir í hyggju gegn umgirtum borgum; og þessu mun hann fram fara um hríð.25Því næst mun hann beita styrk sínum og hugrekki í gegn Sunnmanna konungi d) með miklum liðsafla; en Suðurríkiskonungur mun hefja ófrið við hann með miklum her og mjög víglegum, en þó mun hann ekki fá í móti staðist, því honum munu svikræði búin.26Mötunautar hans munu steypa honum, og herlið hans (Antiókuss) mun yfir geysa, og margur maður í val falla.27Báðir konungarnir e) munu hafa illt í hyggju hvör gegn öðrum, og tala flærðarsamlega að hinu sama borði; en þetta mun þeim ei takast, því endalokin koma ei fyrr en á tilteknum tíma.28Nú mun hann hverfa aftur heim í sitt land með miklum fjárhlut, og snúa hug sínum í móti þeim heilaga sáttmála, hann mun koma fram áformi sínu, og hverfa svo aftur heim í sitt land.29Á ákveðnum tíma mun hann aftur fara herför til Suðurríkis, og mun síðari förin ekki takast jafnvel sem hin fyrri;30því skip munu koma í móti honum frá Kittealandi f), svo hann mun sjá sitt óvænna og halda heimleiðis aftur; mun hann þá láta heift sína koma niður á þeim heilaga sáttmála, og að því búnu hverfa aftur. Hann mun hæna að sér þá, sem hafna hinum heilaga sáttmála;31herflokkar hans munu setjast í helgidómsvirkið og vanhelga það, aftaka hina daglegu fórn, og reisa þar viðurstyggð eyðileggjandans g);32þá, sem sáttmálanum hafna, mun hann með fagurmælum að heiðingjum gjöra, en þeir af fólkinu, sem kannast vilja við sinn Guð, munu til sín taka dug og dáð, og þeir guðræknu meðal fólksins munu leiðrétta marga.33Að sönnu munu þeir um stundar sakir falla fyrir sverði og báli, af herleiðingum og fjárránum,34en jafnvel þó þeir falli, mun þeim samt veitast nokkur lítill styrkur, enn þótt margir fylli flokk þeirra af yfirdrepskap.35Nokkurir af þeim guðræknu munu falla, svo aðrir verði hreinir, klárir og skírir allt til enda; því endirinn mun koma á tilteknum tíma.36En konungurinn mun fram fara eftir vild sinni, hann mun láta stórlega og hefja sig upp yfir hvörn guð, og afaryrði mæla í gegn Guði guðanna; hann mun happadrjúgur verða, allt þar til reiðinni er lokið, sem verða mun, þegar refsidómurinn er fram kominn.37Hann mun ekki skeyta guðum feðra sinna, ekki hirða um það fegursta gyðjulíkneski, né um nokkurn guð, því hann mun hefja sig upp yfir allt.38Nema styrjaldarguðinn mun hann heiðra, hvar sem hans líkneski stendur; þann guð, sem feður hans hafa ekki þekkt, mun hann veglegan gjöra með gulli og silfri, með dýrum steinum og gersemum;39þessar gersemar mun hann geyma í víggirtum goðahofum. Sérhvörjum þeim, sem tekur við átrúnaði hins útlenska guðs, mun hann stórar sæmdir veita, slíka mun hann gjöra að höfuðsmönnum yfir fjölda manns, og skipta landi með þeim til verðlauna.40Þegar endirinn nálgast, mun Suðurríkiskonungur fara með her á hendur honum, en Norðurríkiskonungur mun þeysast í móti honum með vögnum, riddurum og miklu skipaliði, og geysa yfir löndin eins og sjávarflóð.41Síðan mun hann brjótast inn í hið ágæta landið, og margir munu falla; þessir munu undan komast yfirgangi hans, Edomsmenn, Móabsmenn, og kjarninn af Ammonsmönnum.42Hann mun slá hendi sinni yfir löndin, og Egyptaland mun ekki undan honum komast;43hann mun kasta eigu sinni á fjársjóðu gulls og silfurs og allar gersemar Egyptalands: og Libýumenn og Blálendingar munu vera í för með honum.44En hersögur frá austri og norðri munu skelfa hann; mun hann þá í mikilli bræði hefja för sína, mörgum mönnum til tjóns og eyðileggingar;45hann mun slá landtjaldi sínu milli sjávarhafanna og helgidómsins fjalls, þar mun hann undir lok líða og öngvan frelsunarmann finna.

V. 2. a. Kambýses, Svika-Smerdes, og Daríus Hystaspes. b. Xerxes. V. 3. c. Alexander mikli. V. 5. d. Egyptalandi. e. Sýrlandi. V. 6. f. Bereníka, dóttir Tólómeuss Fíladelfuss, Egyptakonungs. V. 6. a. Antiókus Teus, Sýrlandskonung, sem rak frá sér fyrri konu sína Laódiku. b. Því olli Laódíka með vélum. V. 7. c. Tólomeus Evergetes, bróðir Bereniku. V. 9. d. Nefnil: Selvkus Kallinikus, Sýrlandskonungur. V. 10. e. Antiókus hinn mikli, Kallníkusson; hann vann kastalann Raffía í Egyptalandi. V. 11. f. Tólómeus Filopator. V. 14. g. Tólómeus Epífanes, sem var barn að aldri. h. Margir Gyðingar gengu þá undan Egyptum, og í lið með Sýrlendingum, og Antiókusi mikla. V. 15. i. Antíókus mikli. k. Sídónsborg. V. 16. l. Egyptalandskonungi. m. Þ. e. Gyðingalandi. V. 17. n. Kleópötru, dóttur sína. V. 18. o. Lúcíus Sipíó, rómverskur maður. V. 19. p. Antíókus mikli var drepinn í upphlaupi, þar hann kúgaði út fé og rændi goðahof innanríkis. V. 20. q. Selecus Fílopator, sonur Antíókúss mikla, sendi gjaldkera sinn Heliódórus til að ræna musterið í Jerúsalem, 2 Makkab. 3. V. 21. a. Antiókus Epífanes (hinn göfgi). V. 22. b. Egyptalands, sem Níl flóir yfir. c. Tólómeus Filometor, systurson Antiókuss hins göfga. V. 25. d. Líklega Tólómeus Fyskon, bróðir Filometors, sem nokkurir höfðu valið til konungs. V. 27. e. Tól. Fílometor og Ant. Epífanes. V. 30. f. Makedónalandi; Rómverjar, sem áttu þenna skipaflota, vísuðu Antíókus burt úr Egyptalandi. V. 31. g. Heiðinn goðastalla, sem Antíókus lét reisa uppi á brennifórnaraltarinu í musterinu.