(10. kap. Est. v. 3).

1Og Mardokeus sagði: af Guði er þetta skeð.2Því eg minnist míns draums, sem eg hafði, um þessa atburði, því allt er framkomið.3Sú litla uppspretta sem varð að á, og (þar) var ljós og sól og vatn mikið; þá er Ester sú stóra á, sem kóngurinn giftist, sem hann gjörði drottningu.4En báðir drekarnir það erum við Haman.5Og þjóðirnar eru þeir sem samansöfnuðust til að afmá Gyðinga nafn;6og mitt fólk, það er Ísrael, eru þeir, sem kölluðu til Drottins og urðu frelsaðir. Og Drottinn bjargaði sínu fólki og frelsaði oss úr allri þessari óhamingju. Og Guð gjörði stór tákn og undur, hvílík ei hafa skeð meðal þjóðanna. Því gjörði hann tvö hlutföll, eitt fólki Guðs, annað öllum öðrum þjóðum. Og þessi hlutföll komu á tíma og stund og degi dómsins fyrir Guð yfir allar þjóðir. Og Guð minntist síns fólks, og gaf sinni erfð sigurinn.7Og þessir dagar skulu honum helgir vera í mánuðinum adar, sá 14di og 15di mánaðarins, með hátíðlegum samkomum og fögnuði og glaðværð frammi fyrir Guði hjá ættunum til eilífðar meðal hans fólks Ísraels.