Esekía sjúkdómur, bati, hégómaskapur og dauði.

1Á þeim tíma varð Esekía dauðsjúkur. Þá kom Esaía spámaður Amosson, til hans, og mælti við hann: svo segir Drottinn: ráðstafa þínu húsi, því þú munt deyja, og ekki lifa.2Þá sneri hann sínu andliti til veggjar, bað til Drottins og mælti:3æ Drottinn! minnstu þó þess að eg hefi gengið fyrir þér með trúmennsku og með einlægu hjarta, og gjört það sem þér vel líkaði. Og Esekía grét mikið.4Enn áður en Esaía var kominn þaðan í miðjan staðinn, kom orð Drottins til hans svolátandi:5Snú þú aftur og seg til Esekía, höfðingja míns fólks: svo segir Drottinn, Guð föður þíns Davíðs: eg hefi heyrt þína bæn, séð þín tár, eg vil láta þér batna, á þriðja degi skaltu ganga í Drottins hús.6Og eg bæti við ævi þína 15 árum, og af hendi Assýríukóngs vil eg frelsa þig og þenna stað, og eg vil verja þenna stað, vegna mín, og vegna míns þénara Davíðs.7Og Esaía mælti: komið með fíkjuköku! og menn komu með hana og lögðu hana á meinið; þá batnaði honum.
8Esekía sagði við Esaía: hvört er merki þess að Drottinn vilji lækna mig, og að eg muni ganga í Drottins hús á þriðja degi?9Og Esaía svaraði: það sé þér merki af Drottni, að Drottinn muni gjöra það sem hann hefir talað: skal skugginn ganga 10 línur áfram eða 10 línur afturábak?10Og Esekía sagði: það er hægt fyrir skuggann að lækka um 10 línur, ekki það, heldur skal skugginn ganga 10 línur afturábak.11Þá kallaði spámaðurinn Esaía til Drottins, og hann lét skuggann ganga á sólskífunni afturábak 10 línur, þar sem hann var niðurgenginn, á Akabs sólskífu.
12Um þetta leyti sendi Berodak Baladan, sonur Baladans, kóngur í Babel, bréf og gáfur til Esekía, af því hann hafði heyrt að Esekía hefði verið sjúkur.13Og Esekía fagnaði þeim vel, og sýndi þeim allt sitt féhirsluhús, silfrið og gullið og ilmjurtirnar, og það dýra viðsmjör, og allt sitt tygjahús, og allt það sem var í féhirslum, það var ekkert til, sem Esekía ekki sýndi, í hans húsi og í öllu hans veldi.14Þá kom spámaðurinn Esaía til kóngs Esekía og mælti til hans: hvað hafa þessir menn sagt þér? Og Esekía svaraði: úr fjarlægu landi eru þeir komnir, frá Babel.15Og hann mælti: hvað hafa þeir séð í þínu húsi? Og Esekía svaraði: allt sem í mínu húsi er, hafa þeir séð; ekkert er í mínum hirslum, sem eg ekki hefi sýnt þeim.
16Þá mælti Esaía við Esekía: heyr Drottins orð!17sjá! þeir dagar munu koma að allt, sem í þínu húsi er, verður flutt burt, og það sem þínir feður hafa safnað, allt til þessa dags, til Babels; ekkert mun eftir verða, segir Drottinn.18Og af þínum sonum sem af þér koma, sem þú munt eignast, munu þeir taka nokkra, að þeir verði herbergjasveinar í höll kóngsins í Babel.19Og Esekía sagði til Esaía: gott er það Drottins orð sem þú hefir talað! og hann mælti: gott og vel! eg óska aðeins að lukka og friður sé meðan eg lifi!20En hvað meira er að segja af Esekía og öllum hans hreystiverkum, og öllu sem hann gjörði, og hvörsu hann tilbjó díkið og vatnsrennurnar, og leiddi vatnið inn í staðinn, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga.21Og Esekía lagðist hjá sínum feðrum, og Manasse hans son varð kóngur í hans stað a).

V. 1. Es. 38,1. V. 2. Es. 38,2. V. 3. Es. 38,3. V. 4. Es. 38,4. V. 5. Es. 38,5. V. 6. Es. 37,35. 38,36. V. 7. Es. 38,21.22. V. 8. Es. 38,22. V. 12. Es. 39,1. V. 13. Es. 39,2. V. 14. Es. 39,3. V. 15. Es. 39,4. V. 16. og 17. Es. 39,5.6. Jer. 20,5. V. 18. Es. 39,7. V. 19. 1 Sam. 3,18. Esa. 39,8. V. 20. 2 Kron. 29,1–32,30. V. 21. Kap. 21,1.