Sæla ens guðhrædda.

1Uppgöngusálmur. Sæll er hvör sá sem óttast Drottin, sem gengur á hans vegi!2Ávöxtinn af erfiði þinna handa muntu eta. Sæll ertú! þér vegnar vel.3Þín kona mun vera sem frjóvsamt víntré innst í þínum híbýlum; þín börn eins og viðsmjörsgreinir kringum þitt borð.4Sjá! þannig mun sá maður blessast, sem óttast Drottin.5Drottinn mun blessa þig frá Síon, og þú munt sjá Jerúsalems velgengni alla daga þíns lífs.6Þú munt sjá börn þinna barna. Friður sé yfir Ísrael!