Stríð við Móabíta.

1En Jóram sonur Akabs varð konungur í Samaríu yfir Ísrael á 18da ári Jósafats kóngs í Júda, og ríkti 12 ár.2Og hann gjörði það sem illt var í Drottins augsýn, þó ekki eins og faðir hans og móðir hans; hann tók burt Baals stólpa sem faðir hans hafði reist.3En við syndir Jeróbóams, sonar Nebats, sem kom Ísrael til að syndga, hékk hann fastlega, og lét ekki af þeim.4En Mesa Móabítakonungur hafði miklar hjarðir, hann greiddi Ísraelskonungi í skatt hundrað þúsund lömb og hundrað þúsund hrúta í alull.5En sem Akab dó, gekk Móabskonungur undan Ísraelskóngi.6Um þá daga fór Jóram kóngur frá Samaríu, og kannaði allan Ísrael,7og hann sendi til Jósafats kóngs í Júda og sagði: Móabskonungur er undan mér genginn; viltu herja með mér á Móab? og hann svaraði: eg vil fara með, eg sem þú, mitt fólk sem þitt fólk, mínir hestar sem þínir hestar a).8Og hann sagði: hvörn veg eigum við að fara? hinn svaraði: veginn um Edoms eyðimörk.9Og svo fóru af stað Ísraelskonungur og Júdakonungur, og kóngurinn af Edom; og er þeir höfðu farið 7 dagleiðir, vantaði vatn fyrir herinn og fyrir fénaðinn sem með var.10Þá sagði Ísraelskóngur: æ! Drottinn hefir kallað þessa þrjá kónga til að selja þá í hönd Móabskóngi!11Þá mælti Jósafat: er hér enginn af Drottins spámönnum, að vér getum látið hann aðspyrja Drottin? Og einn af þénurum Ísraelskóngs svaraði, og mælti: hér er Elísa sonur Safats, sem hellt hefir vatni á hendur Elía.12Og Jósafat sagði: hjá honum er orð Drottins! og svo gengu þeir til hans, Ísraelskóngur og Jósafat og kóngurinn af Edom.
13En Elísa sagði við Ísraelskóng: (við þig er mér ekki vant), hvað hefi eg með þig að sýsla? gakk þú til spámanna föður þíns og til spámanna móður þinnar! og Ísraelskóngur svaraði honum: ekki að tarna! því Drottinn hefir gefið þessa þrjá kónga í Móabs hönd.14Og Elísa mælti: svo sannarlega sem Drottinn herskaranna lifir, fyrir hvörjum eg stend! gæfi eg ekki gaum Jósafat Júdakóngi, skyldi eg ekki renna til þín auga, né akta þig.15Og sækið mér nú hörpuslagara b). En sem hörpuslagarinn sló hörpuna, kom Drottins hönd yfir hann,16og hann mælti: svo segir Drottinn: gjörið í þessum dal gröf við gröf.17Því svo segir Drottinn: þér munuð engan vind sjá, og ekkert regn sjá, og þessi dalur mun verða fullur af vatni, að þér drekkið, þér og yðar hópar, og yðar fénaður.18Og þetta þykir Drottni of lítið, hann mun og gefa Móab í yðar hönd.19Og þér munuð vinna allar fastar borgir, og alla útvalda staði, og öll góð tré munuð þér fella og allar vatnsuppsprettur stífla, og alla bestu akrana skemma með grjóti.20Og það skeði um morguninn, um það leyti sem fórn er framborin, sjá! þá kom vatn frá Edomslandi og landið varð fullt af vatni.
21En er allir Móabítar heyrðu að kóngarnir væru farnir í leiðangur á móti sér, var öllum vopnfærum og þaðan af eldri samanstefnt, og þeir staðnæmdust á landamerkjunum.22En er þeir stóðu upp árdegis um morguninn og sólin skein á vatnið, sáu Móabítar álengdar að vatnið var rautt sem blóð.23Og þeir sögðu: það er blóð; kóngarnir hafa tortínt hvör öðrum, og hvör hefir unnið á öðrum; nú er að taka herfangið, Móab!24En sem þeir komu til Ísraels búða, reis Ísrael upp og barðist við Móabíta, en þeir flýðu fyrir þeim, og (Ísrael) kom inn í landið, og sigraði Móab.25Og staðina eyðilögðu þeir, og á alla þá bestu akra köstuðu þeir sínum steininum hvör, og fylltu þá (með grjóti), og allar vatnsuppsprettur stífluðu þeir, og öll góð tré felldu þeir, aðeins létu menn eftir vera steina staðarins í Kir-Hareset c). Og slöngu mennirnir umkringdu staðinn og köstuðu á hann.26En er Móabskóngur sá að stríðið var honum erfitt, tók hann 7 hundruð manns með sér, sem rykktu sverði, til að brjótast út þar sem fyrir var kóngurinn af Edom; en þeir gátu það ekki.27Þá tók kóngurinn sinn frumgetinn son, sem átti að verða kóngur eftir hann, og offraði honum sem brennifórn á múrnum. Þá varð Ísrael mikið reiður og þeir fóru burt frá honum, og sneru aftur heim í sitt land.

V. 3. Sbr. 15,24.28. V. 7. a. 1 Kóng. 22,4. V. 11. Hellt hefir vatni ɔ: hefir verið hans þjón. V. 13. Ekki að tarna; mein: láttu ekki, þegar svo mikið er í húfi, líf þriggja kónga, þetta ríkja. V. 15. b. 1 Sam 16,16. V. 25. c. Es. 16,7.