Hótanir og fyrirheit.

1Svo sagði Drottinn: gakk þú í hús Júdakóngs og tala þú þar þessa tölu,2og seg: heyr Drottins orð, Júdakóngur, þú sem situr í Davíðs hásæti, þú og þínir þjónar og þitt fólk, allir þér, sem inngangið um þessar dyr!3Svo segir Drottinn: iðkið réttindi og réttvísi, og frelsið þann rænda af hendi undirþrykkjarans, leggist ekki á þá útlendu, munaðarlausa og ekkjur, og gjörið þeim ei rangt, úthellið ekki saklausu blóði á þessum stað!4því ef þér gjörið, sem eg nú segi yður, svo munu innganga um dyr þessa húss, kóngarnir, sem í Davíðs hásæti sitja, farandi á vögnum og hestum, þeir og þeirra þjónar og þeirra fólk.5En ef þér hlýðnist ekki þessu tali, svo sver eg við mig, segir Drottinn, að þetta hús skal verða að rústum.6Því svo segir Drottinn um Júdakóngs hús: þú ert mér (sem) Gíleað, sem tindur nokkur á Líbanon—ef eg ekki gjöri þig að auðn, að óbyggðum stöðum, (þá er lengra til)!7Og eg vígi móti þér eyðileggjara, hvörn með sínum vopnum, og þeir skulu höggva upp þinn útvalda sedrusvið, og kasta á eld.8Og margar þjóðir munu ganga framhjá þessum stað, og segja einn við annan: því hefir Drottinn svona farið með þennan mikla stað?9Og þá mun svo svarað verða: af því þeir yfirgáfu sáttmála Drottins þeirra Guðs, og tilbáðu aðra guði, og þjónuðu þeim.
10Grátið ekki þann dauða, og aumkið hann ekki, grátið miklu heldur þann burtflutta! því hann kemur ekki aftur, að sjá sitt föðurland.11Því svo segir Drottinn um Sallum (Jóakas) son Jósia, Júdakóngs, sem varð konungur í stað Jósia, föður síns, og burt var fluttur úr þessum stað: hann mun ei hingað aftur koma;12heldur á þeim stað, hvört þeir hafa flutt hann hertekinn, mun hann deyja, og ekki framar sjá þetta land.
13Vei þeim sem byggir sitt hús með ranglæti, og sín herbergi með rangindum, lætur sinn náunga vinna kauplaust, og fær honum ekki sín laun;14sem segir: eg vil byggja mér rúmgott hús og stóra sali! höggur sér glugga, þiljar með sedrusvið, og málar með rauðum farva!15Ætlar þú, að þú sért kóngur, þótt þú metist við aðra með sedrusviði? Faðir þinn, át hann ekki og drakk? En—hann iðkaði rétt og réttvísi, því gekk honum vel:16hann tók málstað hinna aumu og fátæku; því vegnaði honum vel. Er þetta ekki að þekkja mig, segir Drottinn?17En þín augu og þitt hjarta miðar ekki á annað, heldur en ábata og saklaust blóð, að úthella því, og á það, að beita undirokun og ofbeldi.
18Því segir Drottinn svo, um Jójakim, Jósiason, Júdakóng: menn munu ekki harma hann: (ekki segja) æ! minn bróðir! og æ! mín systir! menn munu ekki harma hann: (og segja:) æ! herra! og æ! hans dýrð!19Eins og menn jarða asna, mun hann jarðaður verða, hann mun verða dreginn, og honum langt kastað frá Jerúsalems portum.
20(Jerúsalem)! stíg upp á Líbanon og hljóða og lát þína raust gjalla í Basan, og hljóða þú frá Abarim, því öll þín uppáhöld (hjáguðir) eru sundurmöluð.21Eg talaði við þig í þinni velgengni; þú sagðir: eg vil ekki heyra: það var þín breytni frá æsku, þú vildir ei hlýðnast minni raust.22Alla þína hirðara skal vindurinn fæða, og þínir ástvinir munu fara herteknir burt; þá muntu hafa skömm og sneypu fyrir alla þína vonsku.23Þú sem býr á Líbanon, og hreiðrar þig í sedrusviði, hvörnig getur þú verið aumkunarverð, þegar yfir þig koma þjáningarnar, hríðir eins og yfir jóðsjúka konu.
24Svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn, þó (þú) Jekonía, sonur Jójakims, Júdakonungur, værir signetshringur á minni hægri hendi, mundi eg samt rífa þig þaðan.25Og eg gef þig í þeirra hönd, sem sækjast eftir þínu lífi, og í þeirra hönd sem þú hræðist, og í hönd Nebúkadnesars, kóngs í Babel, og í hönd Kaldeumanna.26Og eg kasta þér og móður þinni, sem ól þig, burt í annað land, hvar þið eruð ekki fædd, og þar skuluð þið deyja;27og þið skuluð ei aftur koma í það land, sem ykkar hjarta langar til að komast í aftur.
28„Er þá þessi maður Jekonía fyrirlitlegt, brotið ílát, eða er hann, ílát sem mönnum ekki líkar? hvörs vegna verður honum og hans niðjum útskúfað og burtkastað, í land, sem þeir ekki þekkja?29Ó! land, land, land, heyr Drottins orð!30Svo segir Drottinn: skrifið þenna mann sem ávaxtarlausan, sem mann, er engin þrif hefir í sínu lífi! því enginn af hans niðjum, sem situr í Davíðs hásæti og drottnar yfir Júda framvegis, mun þrífast.

V. 6. Gíleað grösugt og frjóvsamt land, á Líbanonfjalli ágætasti skógur. V. 22. Aðr: vindurinn burtflytja.