Hrós hinna guðhræddu.

1Lofið Guð! Sæll er sá maður sem óttast Drottin, sem finnur mikinn fögnuð í hans boðorðum.2Voldugir munu hans niðjar verða á jörðunni, ætt hinna hreinskilnu mun blessast.3Nægtir og auðæfi munu vera í þeirra húsum, og þeirra réttvísi varir ætíð.4Þeim ráðvöndu upprennur ljós í myrkri.5Vel sé þeim manni sem miskunnar og lánar, og gegnir sinni sýslan með réttvísi.6Því hann mun ekki bifast að eilífu. Þess réttláta mun ávallt minnst verða.7Ill tíðindi mun hann ekki hræðast; hans hjarta er rólegt; hann reiðir sig á Drottin.8Hans hjarta hefur vígi, hann mun ekkert hræðast, þangað til hann sér sinn fögnuð á sínum óvinum.9Hann útbýtir, hann gefur þeim fátæku, hans réttlæti varir ætíð, hans höfuð mun með vegsemd upphefjast.
10Hinn óguðlegi mun sjá það og illskast, hann mun nísta tönnum og fá í sig uppdrátt. Ósk þeirra óguðlegu tapast.