Um Guðs speki.

1Að sönnu hefir silfrið sinn uppruna og gullið, sem maður hreinsar, hefir sinn stað.2Járnið er tekið úr jörðu, og steinar bræðast í eir.3Hann (maðurinn) gjörir enda á myrkrinu, og hann rannsakar allt nákvæmlega, já jafnvel steinana, hvar dimman og dauðans skuggar eru.4Lækur sprettur upp þar sem þeir búa, þeir missa fótanna, og án mannhjálpar berast þeir til og frá.5Jörðin, hvar af brauðið sprettur, raskast að innan sem af eldi.6Safírsins staður er í hennar steinum, og í henni eru gullnámur.7Veginn þangað þekkir enginn fugl, einkis gamms auga hefir hann séð.8Villudýrin gengu ei þá leið, og ekkert ljón fór hana.9Á klettana leggur hann sína hönd; hann umturnar fjöllunum frá rótum;10hann sundurgrefur klettana og allt dýrmætt sér þá hans auga.11Rennsli vatnanna stíflar hann, og framleiðir það hulda fyrir ljósið.12En vísdóm, hvar finnur maður hann? og hvar er geymslustaður hyggindanna?13Maðurinn þekkir ekki (hans) verð, og hann finnst ekki í landi þeirra sem lifa.14Afgrunnið segir: í mér (er hann) ekki, og hafið segir: hjá mér er hann ekki.15Maður getur ekki gefið gull fyrir hann, ekki heldur útvegið silfur til að betala hann með.16Hann verður ei betalaður með Ofírs gulli, ei með þeim dýra onyx og safír.17Gull og kristallur geta ei metist jafnt honum, menn geta ei fengið hann fyrir gullker.18Kórhalla og eðalsteina er ekki hér að nefna, því vísdómurinn er dýrmætari en perlur.19Blálands smaragðar geta ei við hann jafnast, það skírasta gull vegur ekki við hann.20Hvaðan skal þá vísdómurinn koma? og hvar er hyggindanna geymslubúr?21Hann er fólginn augum allra þeirra sem lifa, hann er hulinn himinsins fuglum.22Afgrunnið og dauðinn segja: með vorum eyrum höfum vér heyrt hans rikti.23Guð þekkir hans vegu, hann veit af hans bústað,24því hann sér til jarðarinnar enda; hvað sem er undir öllum himninum, það sér hann.25Þá hann gaf veðrinu sína þyngd, og tiltók vatnsins mælir.26Þá hann gaf regninu sín lög, og eldingunni, sem fer undan þrumunni sína leið,27þá sá hann hann og kunngjörði hann; hann afmældi hann, og rannsakaði hann líka.28Og hann sagði við manninn: sjá! Drottins ótti er vísdómur og að víkja frá hinu illa, það eru hyggindi.