Seinasta samtal brúðhjónanna.

1Ó! að þú værir bróðir minn, sem hefðir sogið brjóst móður minnar! hitti eg þig, þó það væri úti, svo mundi eg kyssa þig, og menn mundu ekki hæða mig.2Eg vil leiða þig, fara með þig í hús móður minnar; þú skalt kenna mér; eg vil gefa þér að drekka kryddað vín, kjarneplalög (must).3Hans vinstri hönd undir höfðinu á mér, og hans hin hægri umfaðmar mig!“
4Eg særi yður, Jerúsalemsdætur! vekið ekki, vekið ekki unnustuna, fyrr en henni þóknast!
5Hvör er sú, sem kemur frá eyðimörkinni og styðst við sinn vin? „Undir eplatrénu (apaldinum) vakti eg þig, þar ól þig móðir þín, þar einmitt fæddi þig sú sem fæddi þig.6Haltu mér sem innsigli við þitt hjarta, sem innsigli við þinn arm! því elskan er eins sterk og dauðinn, og hennar vandlæti, fastheldið sem helja; þess glóð er eldsglóð, Guðs logi.7Mikið vatn getur ei slökkt elskuna, og straumar flytja hana ekki burt. Gæfi einhvör allan auð síns húss fyrir elskuna, mundu menn hæða hann.
8Systir eigum við, enn þá litla, brjóstalausa. Hvörnig eigum við að fara með vora systir, þá menn biðja hennar?9Sé hún múrveggur, byggjum við á henni silfurhöll, en sé hún dyr, geymum við hana með hurð úr sedrusvið.10„Eg er múrveggur og mín brjóst sem turnar; þar fyrir var eg í hans augum, sem sú, er friðinn finnur a).“
11Salómon átti víngarð í Baal-Hamor. Hann fékk víngarðinn vökturunum; hvör þeirra skyldi koma með þúsund sikla silfurs fyrir hans ávexti.12Minn víngarður er fyrir mínum augum! „eig þú þúsundirnar, Salómon, og eigi þeir tvö hundruð vaktarar hans ávöxt.“
13Þú sem býr í aldingörðunum! vinir heyra þína raust; lát mig og heyra hana!14„Flý, minn vin! vertu líkur rádýri eður hindarkálfi á Balsamsfjöllunum.“

V. 10. a. þ. e. því leist unnustanum á mig.