Tala Levítanna og þeirra embætti.

1Og sem Davíð var orðinn gamall og saddur lífdaga, gjörði hann son sinn Salómon að kóngi yfir Ísrael.2Og hann samansafnaði öllum yfirmönnum Ísraels og prestunum og Levítunum.3Og Levítarnir voru taldir, þrítugir og eldri, og þeirra tala var, höfuð fyrir höfuð, karlmenn, 38 þúsundir.4„Af þessum séu settir (sagði hann) fyrir verk Drottins húss 24 þúsundir, og forstöðumenn og dómarar 6 þúsundir;5og 4 þúsund dyraverðir og 4 þúsund, sem syngi Drottni lof, með hljóðfærum, er eg hefi gjört til að syngja lof“.6Og Davíð skipti þeim í flokka eftir Leví sonum: Geson, Kahat og Merari.7Gersonítar voru Laedan og Símei.8Synir Laedans: sá fyrsti Jehiel og Setam og Jóel, þeir þrír.9Synir Símei: Salomit og Hasiel og Haran, þeir þrír. Þessir voru ættahöfðingjar (af kyni) Laedans.10Og synir Símei: Jahat, Sína og Jeus og Bria; það eru synir Símei, þeir fjórir.11Og Jahat var sá fyrsti, og Sína sá annar; og Jeus og Bría áttu ekki mörg börn, og svo voru þeir reiknaðir ein ætt.
12Synir Kahats: Amram, Jesehar, Hebron og Usiel, þeir fjórir.13Synir Amrams: Aron og Móses. Og Aron var fráskilinn, til að helga hann, sem háheilagan, hann og hans synir ævinlega, að gjöra reyk fyrir Drottni, til að þjóna honum og blessa í hans nafni eilíflega.14Og synir Móses þess guðsmanns, voru nefndir eftir Leví ættkvísl.15Synir Móses: Gersom og Elieser.16Synir Gersoms: Sebúel, sá fyrsti.17Og synir Elíesers voru: Rehabia sá fyrsti; og Elíeser átti enga aðra syni; en synir Rehabia voru mjög margir.18Synir Jesehars: Salómit sá fyrsti.19Synir Hebrons: Jerja, sá fyrsti, Amarja, sá annar, Jehasiel, sá þriðji, og Jekamam, sá fjórði.20Synir Usiels: Mika, sá fyrsti, og Jissia, sá annar.
21Synir Merarí: Mahelí og Músi; synir Mahelí: Eleasar og Kis.22Og Eleasar dó, og átti enga syni, heldur dætur, og synir Kis, þeirra bræður, tóku þær.23Synir Musa: Mahelí og Eder og Jeremót, þeir þrír.
24Þetta eru synir Leví, eftir þeirra ættum og ættfeðrum, eins og þeir voru kannaðir, eftir tölu nafnanna, höfuð fyrir höfuð, sem gegndu þjónustugjörðinni í Drottins húsi, frá *) tvítugsaldri og þar yfir;25því Davíð sagði: Drottinn, Guð Ísraels, hefir gefið sínu fólki hvíld, og hann býr að eilífu í Jerúsalem;26svo þurfa Levítarnir ekki lengur að bera tjaldbúðina, með öllum hennar embættisverkfærum.27Því eftir seinustu skipun Davíðs, voru Levísynir taldir, tvítugir og eldri.28Því þeirra embætti var (að gegna), við hönd Aronssona, þjónustu Drottins húss, (og umsjón) yfir forgarðinum og yfir stúkunum, og hreinsun alls þess heilaga, og þjónustu sýslan Guðs húss.29Og (annast um) skoðunarbrauðin og hveitimjölið og matoffrið og þær ósýrðu kökur og pönnurnar, og það steikta, og allan mælir og mál,30og þeir skyldu standa morgun eftir morgun (reiðubúnir) til að þakka Drottni og lofa hann, og eins á kvöldin,31og færa Drottni allar brennifórnir á hvíldardögum, tunglkomudögum og hátíðum, eftir tölu, eftir niðurskipun, stöðuglega fyrir Drottni.32Og það sem þeir skyldu sýsla það skyldi gjörast frammi fyrir samkundutjaldbúðinni, og við helgidóminn, og fyrir Aronssyni, þeirra bræður, viðvíkjandi Drottins húss þjónustu.