Um prestana og þeirra embætti.

1Viðvíkjandi sonum Arons, þá var þannig skipt. Synir Arons vóru: Nadab og Abihús, Eleasar og Itamar.2Og Nadab og Abíhú dóu á undan föður sínum, og áttu enga syni, og Eleasar og Itamar urðu prestar.3Og Davíð skipaði þeim niður og Sadok af sonum Eleasars, og Ahímelek, af sonum Itamars, eftir þeirra embætti, til þeirra þjónustu.4Og af sonum Eleasars voru fleiri höfuðsmenn enn af sonum Itamars, og þeir skipuðu þeim niður; af sonum Eleasar vóru 16 ættfeður ættliðanna, og af sonum Itamars eftir þeirra ættliðum átta.5Og þeir tiltóku þá með hlutfalli, þessa sem hina; því forstöðu menn helgidómsins, og guðshöfðingjar voru af sonum Eleasars og af sonum Itamars.6Og Semaja sonur Netaneels af Leví (ætt) skrifarinn, skrifaði þá upp fyrir konunginn og höfðingjana og prestinn Sadok og Ahímelek son Abíatars, og fyrir ættfeður prestanna og Levítanna; hvör ein höfuð ætt var (með hlutfalli) dregin fyrir Eleasar, og hvör ein sömuleiðis fyrir Itamar.7Það fyrsta hlutfall kom fyrir Jójarib; það annað fyrir Jedaja;8það þriðja fyrir Harim; það fjórða fyrir Seórim.9Það fimmta fyrir Malkýja; það sjötta fyrir Mejamin;10það sjöunda fyrir Hakos; það áttunda fyrir Abía;11það níunda fyrir Jesúa; það tíunda fyrir Sekanja;12það ellefta fyrir Eliasib; það tólfta fyrir Jakim;13það þrettánda fyrir Húpa; það fjórtánda fyrir Jesebeab;14það fimmtánda fyrir Bilga; það sextánda fyrir Immer;15það seytjánda fyrir Hesír; það átjánda fyrir Hapises;16það nítjánda fyrir Pethaja; það tuttugasta fyrir Jeheskel;17það tuttugasta og fyrsta fyrir Jakin; það tuttugasta og annað fyrir Gamúl;18það tuttugasta og þriðja fyrir Delaja; það tuttugasta og fjórða fyrir Maasia.19Þessi var þeirra niðurskipan til þeirra þjónustu, að koma í Drottins hús eftir þeirra niðurröðun (sem var ákvörðuð) af Aron þeirra föður, eins og Drottinn, Ísraels Guð, hafði boðið honum.
20Og viðvíkjandi öðrum Leví sonum: (voru) af Amrams sonum: Subael; af sonum Subaels: Jedea;21af Rehabja, af sonum Rehabja: Jissia sá fyrsti;22af Jeseharítum: Salmot; af sonum Salomots: Jahat.23Og synir (Hebrons) voru: Jeria (23,19) (hinn fyrsti), Amaria sá annar, Jahesiel sá þriðji, Jekamam sá fjórði;24synir Usiels, Mika; af sonum Mika: Samir;25bróðir Mika; Jissia; af sonum Jissia: Sakaria.26Synir Merarí: Maheli og Musi; synir Jaesia, hans sonar;27synir Merarí af Jaesia hans syni: Soham og Súkúr og Ibri.28Af Mahelí: Eleasar, sem átti enga syni;29af Kís, Kís synir: Jerhameel;30og þeir synir Musi: Mahelí og Eder og Jerímót. Þetta voru synir Levítanna, eftir þeirra ættfeðrum.31Og sömuleiðis köstuðu þeir hlutfalli, eins og þeirra bræður, Arons synir, í augsýn Davíðs konungs og Sadoks og Ahimeleks og ættahöfðingja prestanna og Levítanna; sá ypparsti í ættinni eins og hans minnsti bróðir.

*) Sumir ætla hér ætti að standa: þrítugsaldri. V. 29. Mælir: þá mælt er hið vota; mál: lengd eða breidd.