Eftirlíking tekin af pottasmíð og potti.

1(Þetta er) það orð, sem frá Drottni kom til Jeremías, þá hann mælti:2Tak þig til og gakk í hús leirpottasmiðsins, og þar mun eg kunngjöra þér mín orð.3Og eg gekk í hús leirpottasmiðsins, og sjá! hann vann að verki sínu á hjólinu (plötunni).4Og ílátið mistókst sem hann tilbjó úr leirnum, þá gjörði hann aftur úr því annað ílát, eins og leirpottasmiðnum leist að gjöra.
5Þá kom orð Drottins til mín og sagði:6Mundi eg ei geta, Ísraels hús, farið eins og þessi pottasmiður með yður, segir Drottinn: Sjá! eins og leir í hendi leirpottasmiðsins, svo eruð þér í minni hendi, Ísraels hús!7Eitt sinn tala eg um þjóð og um kóngsríki, er eg ætla mér að uppræta og sundurmola og eyða.8En snúi það hið sama fólk sér frá sinni vonsku, um hvört eg hefi talað, svo iðrast eg þess illa, sem eg hefi ætlað því að gjöra.9Og í annað sinn tala eg um fólk og kóngsríki sem eg ætla mér að uppbyggja og gróðursetja.10En ef það gjörir, það sem illt er fyrir mínum augum, svo það hlýðir ekki minni raust, þá iðrast eg þess góða, sem eg hugði því að gjöra.
11Og seg þá nú Júdamönnum og Jerúsalems innbúum þetta: svo segir Drottinn: sjá! eg tilreiði yður ógæfu, og hugsa upp ráðagjörð yður á móti: snúið þó við, sérhvör yðar, frá sínum vondu vegum, og leiðréttið yðar vegu og yðar verk!12En þeir segja: það er frá! því vér viljum fara eftir vorri hugsan, og hvör og einn breyta eftir þverúð síns vonda hjarta.
13Því segir Drottinn svo: spyrjið meðal þjóðanna, hvört slíkt hafi heyrt! Óttalegt hefir Ísraelsmey (Ísraelsþjóð) aðhafst!14Fer snjórinn frá Líbanon úr klettum minna afrétta? sígur (í jörðina) það aðkomna, rennandi, buldrandi vatn?15En mitt a) fólk gleymir mér, gjörir reyk fyrir engu, (hjáguðunum); og þeir hafa rekið sig á, á sínum vegum, á þeim fornu götum, svo að þeir ganga á ólögðum vegum,16að þeir gjöra landið að viðbjóð, að eilífri skömm, svo að hvörjum ofbýður sem framhjá fer, og hann hristir höfuðið.17Sem austanvindur mun eg tvístra þeim fyrir óvinunum; með bakinu og ekki með andlitinu mun eg til þeirra líta á þeirra ófara degi.18En þeir segja: komið, og tökum saman vor ráð móti Jeremías, því prestunum skjátlar ekki í lögmálinu, og þeim vísu bregst ekki ráðdeildin, né spámönnunum Guðs orð. Komið, látum oss sálga honum með tungunni og engan gaum gefa að hans tali!
19„Gef þú, Drottinn! gætur að mér, og hlusta á raust minna mótstöðumanna!20Á þá að launa gott með illu, að þeir grafa gröf mínu lífi? minnstu þess hvernig eg hefi staðið frammi fyrir þér, til að tala þeirra hið besta, til að snúa frá þeim þinni grimmd!21Framsel því þeirra syni hungrinu og afhend þá sverðinu, að þeirra konur verði barnlausar og ekkjur, og þeirra menn farist af drepsótt, þeirra æskumenn falli fyrir sverði í stríðinu!22Harmakvein heyrist úr þeirra húsum, þegar þú leiðir skyndilega herflokka yfir þá; því þeir hafa grafið gröf, til að veiða mig í, og lagt snöru fyrir mína fætur.23Já, þú Drottinn veist allar þeirra ráðagjörðir móti mér og fjörráð; fel ekki þeirra sekt, og þeirra synd slokkni ekki frammi fyrir þér; láttu þá niðursteypast fyrir þínu augliti; breyttu (þannig) við þá á degi þinnar reiði.

V. 15. a. Það hefir þá minni staðfestu enn snjór og vatn.