Babels eyðilegging. Ísraels heimkoma.

1Það orð, sem Drottinn talaði fyrir Jeremía spámann, viðvíkjandi Babel, viðvíkjandi Kaldeumannalandi.2Kunngjörið meðal þjóðanna, og úthrópið það, og setjið upp merki, boðið það, dyljið það ekki, segið: Babel er unninn, Bel orðinn til skammar, Merodak niðurbrotinn, þeirra afguðir orðnir til skammar, þeirra goð sundurmulin.3Því móti þeim fer fólk að norðan: það gjörir þeirra land að eyðimörk, svo að enginn býr þar, menn sem fé er flúið, burtfarið.4Á sömu dögum, og á sama tíma, segir Drottinn, skulu Ísraelssynir aftur koma og Júdasynir líka; grátandi munu þeir ganga og leita Drottins síns Guðs;5að Síon spyrja þeir, þangað stefna þeir, þeir koma og ganga Drottni á hönd, með eilífum sáttmála, sem ekki mun gleymast.
6Hjörð tíndra sauða var mitt fólk. Þeirra hirðarar leiddu þá afvega, á fjöllunum létu þeir þá villast; frá fjöllum á hæðir fóru þeir í skyndi, gleymdu sínu bóli.7Hvör sem hitti þá, át þá, og þeirra óvinir sögðu: vér syndgum oss ekki! því þeir hafa syndgað móti Drottni, haglendi réttlætisins, og von sinna feðra, Drottni.
8Flýið frá Babel, og farið burt úr landi Kaldeumanna, og verið, sem kjarnhafrar, á undan sauðunum!9Því sjá! eg læt upprísa og móti Babel fara hróp mikillrar þjóðar, úr norðursins landi, og þeir skipa sér niður móti þeim og þaðan frá verður (landið) unnið. Þeirra örvar eru sem drepandi hetju, þeir fara ei tómhentir til baka.10Kaldea verður að herfangi; allir hennar ránsmenn fá nægju sína, segir Drottinn.
11Því þér glöddust, þér hrósuðuð happi, ránsmenn minnar eignar, þér brugðuð á leik, eins og feitir kálfar, og hneggjuðuð eins og stóðhestar.12Nú er yðar móðir (Kaldea) orðin til skammar, svívirt sú sem ól yður; sjá afdrif þjóðanna: eyðimörk, þurrkur og auðn.13Sökum reiði Drottins mun hún ei byggð vera, hún verður gjörsamlega að eyðimörk; hvör, sem gengur framhjá Babel, mun fá í sig hrylling, og spottast að öllum hennar plágum.
14Skipið yður niður í kringum Babel, þér allir bogmennirnir, skjótið á hana, sparið ekki örina! því móti Drottni syndgaði hún.15Hefjið heróp móti henni á allar hliðar! hún réttir fram sína hönd (gefur sig), hennar grundvöllur steypist, hennar múrar verða niðurrifnir; því þetta er Drottins hefnd. Hefnið yðar á henni. Eins og hún hefir gjört, svo gjörið þér!16Afmáið í Babel sáðmanninn, og þann sem sigðina ber á uppskeru tímanum! fyrir því öfluga sverði mun hvör einn hverfa til síns fólks, og hvör einn flýja í sitt land.
17Ísrael var sundurtættur sauður, sem ljón höfðu elt, fyrst át Assýríukóngur þá og nú seinast nagaði Nebúkadnesar, kóngurinn af Babel, um þeirra köggla.18Því segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, svo: sjá! eg skal finna kónginn af Babel og hans land, eins og eg hefi fundið Assýríukóng.19Og eg leiði Ísrael til baka í hans átthaga, að hann sé á beit á Karmel og Basan, og metti sig á Efraimsfjalli og í Gíleað.20Á sömu dögum og á sama tíma, segir Drottinn, munu menn leita að Ísraels synda sekt, og hún er ekki til; og að Júda syndum og þær munu ei finnast; því eg fyrirgef þeim, sem eg læt eftir verða.21Far þú móti landinu tvöfaldrar þverúðar, móti þeim seku innbyggjurum, eyðilegg og bannfær (þá sem koma) á eftir þeim, segir Drottinn, og gjör allt eins og eg hefi boðið þér!22Stríðshark er í landinu og mikið tjón.23Hvörsu er a) hamar allrar jarðarinnar sundurhögginn og sundurbrotinn! hvörsu er Babel orðin að viðbjóð meðal þjóðanna.24Eg lagði þér snöru, Babel, þú festir þig líka, svo þú vissir ekki af. Þú náðist, og þú ert gripin, því þú hefir strítt móti Drottni.25Drottinn lauk upp sínu geymslubúri, og tók þar úr vopn sinnar reiði; því starfa hefir Herrann, Drottinn herskaranna, í Kaldeumannalandi.26Komið móti henni (Kaldeu), frá ystu endum, opnið hennar hlöður, kastið henni eins og í bing, og eyðið hana, látið ekkert eftir verða!27Drepið öll hennar naut, leiðið þau að slátrunar bekknum! vei þeim! þeirra dagur er kominn, hegningartíminn.28Óp þeirra sem flýja og undan komast, hljómar frá Babelslandi, til að boða í Síon hefnd Drottins vors Guðs, hefnd fyrir hans musteri.29Æpið margir móti Babel, þér sem spennið boga, setjið herbúðir allt í kring um hana; enginn komist undan; gjaldið henni eftir hennar verkum, gjörið henni eins og hún hefir gjört. Því drambsamlega hefir hún aðhafst guðleysi móti Drottni, móti Ísraels heilaga.30Því skulu hennar æskumenn falla á strætunum, og allir hennar stríðsmenn fyrirfarast á þeim sama degi, segir Drottinn.31Sjá! eg vil til við þig, þú drambsama, segir Herrann, Drottinn herskaranna; því þinn dagur er kominn, tími þinnar hegningar.32Drambsemin dettur og steypist og enginn reisir hana upp, og eld kveiki eg í hennar stöðum, að hann eyði öllu sem í kring er.
33Svo segir Drottinn herskaranna: Ísraelssynir eru undirþrykktir og Júdasynir sömuleiðis, og allir sem hafa flutt þá burt hertekna, halda þeim föstum, vilja ekki láta þá lausa.34En þeirra lausnari er sterkur, hann heitir: Drottinn herskaranna; hann mun taka að sér þeirra málefni, að hann speki landið og óspeki Babels innbúa.35Sverðið (komi) yfir Kaldeumenn, segir Drottinn, og yfir Babels innbúa og yfir hennar höfðingja og yfir hennar vitringa.36Sverð yfir lygaspámennina, og vitfirringar verða þeir; sverð yfir þeirra kappa, og huglausir verða þeir;37sverð yfir þeirra hross og yfir hennar vagna, og yfir alla bandamennina sem í henni eru, og að konum verða þeir, sverð yfir hennar fjársjóðu og rænt verður þeim;38þurrkurinn yfir hennar vötn og það þornar; því skurðgoðaland er það, og fásinnumök hafa þeir við hjáguðina.39Því skulu eyðimerkurinnar villudýr búa þar með úlfabræðrum, og þar skulu búa strútsfuglar; og ekki skal hún framar byggð vera að eilífu, og óbyggð skal hún vera frá kyni til kyns.40Líkt og þá Sódóma og Gomorra og þeirra nálægu staðir voru af Guði eyðilagðir, segir Drottinn, mun þar enginn maður búa og ekkert manns barn þar dvelja.
41Sjá! fólk kemur að norðan, og mikil þjóð og margir kóngar rísa frá endum jarðarinnar.42Þeir bera boga og skotvopn, grimmir eru þeir og miskunnarlausir; þeirra rómur er sem sjávarhljóð, á hestum ríða þeir, útbúnir til stríðs á móti þér, Babelsdóttir! sem einn maður.43Kóngurinn af Babel fær fregn af þeim og hans hendur örmagnast, angistin grípur hann, hríðir eins og jóðsjúka konu.44Sjá! eins og ljón kemur hann frá Jórdanar prýði, mót því ágæta haglendi: sviplega vil eg þá þaðan reka (segir hann) og þann útvalda vil eg þar yfirsetja. Því hvör er sem eg, hvör stefnir mér fyrir rétt, og hvör er sá hirðir sem mér geti móti staðið.45Heyrið því ráðsályktan Drottins, sem hann hefir upphugsað móti Kaldeumannalandi: þeir munu sannarlega draga þá burt, þau kraftlitlu lömb, eyðileggja fyrir þeim haglendið.46Af ópinu: Babel er unninn, bifast jörðin, og meðal þjóðanna heyrist harma kvein.

V. 23. a. Svo kallast Babel, því hún hafði herjað á, og barið svo margar þjóðir.