Job talar um athæfi óguðlegra.

1Hvar fyrir munu tímarnir ei huldir vera þeim almáttuga, og hvar fyrir sjá ekki þeir hans daga sem þekkja hann?2Landamerkin flytja menn; hjörðunum ræna menn og halda á beit.3Þeir reka burt asna hinna föðurlausu, og taka uxa ekkjunnar í pant.4Þeim fátæku er hrundið af götu; og þeir aumu í landinu verða allir að fela sig.5Sjá! eins og villiasnar í öræfunum ganga þeir aumu út til sinna starfa; þeir fara snemma á fætur til að fá sér fóður, eyðimörkin gefur þeim brauð, handa þeirra börnum.6Á akrinum uppskera þeir sitt fóður, og safna þeirra seinni uppskeru í víngarði hins óguðlega.7Naktir liggja þeir á nóttum, fatalausir, án ábreiðu, í kuldanum.8Þeir verða votir af fjallhríðum; og faðma klettinn af því þá vantar hæli.9Þeir rífa þann föðurlausa af brjóstinu, og föt hins snauða taka þeir í pant.10Þeir láta þá nöktu fara klæðlausa, og hinir hungruðu bera kornbindini.11Innan þeirra veggja pressa þeir olíu, þeir troða þrúguna og eru þyrstir.12Staðarmennirnir andvarpa deyjandi; og sálir hinna drepnu hljóða, þó gjörir Guð ekkert undur!13Nokkrir eru meðal þeirra sem hata ljósið; þeir þekkja ekki hans vegu og þeir eru ekki á hans götu.14Þegar dagar, fer morðinginn á fætur og drepur þann fátæka og þurfamanninn, og á nóttunni er hann sem þjófur.15Og hórkarlsins auga bíður eftir rökkrinu, og hann segir: mig skal ekkert auga sjá! og hann hefir skýlu fyrir andlitinu.16Í myrkrinu brjótast þeir inn í húsið; á daginn loka þeir sig inni; þeir forðast ljósið.17Morguninn er þeim sem dauðans skuggi; því þeir eru handgengnir myrkursins skelfingum.18Óstöðugir eins og hafsins froða (bölvuð er þeirra hlutdeild í landinu)! snúa þeir sér ekki að vegum víngarðanna.19Þurrkur og hiti uppsvelgir snjóvatnið, en gröfin þá, sem hafa syndgað.20Þessháttar maður mun geymast sínum nánustu; ormunum mun hann vel smakkast, menn skulu ekki framar til hans muna; ranglætið mun brotna sem feyskið tré.21Sá sem undirþrykkti þá barnlausu, er ekki fæddi, sem ekki gjörði ekkjunni gott;22sem niðurdró þann volduga með sinni makt; ef hann stóð upp var líf manna ekki óhult.23Gefi Guð þeim að lifa óhultur, reiða þeir sig á það; þó tekur hans auga eftir þeirra vegum.24Þeir eru í hávegum um stund, og þeir eru ei framar til; þeir niðurþrykkjast, og innilokast, eins og allir í gröfinni; og eins og fullvaxið ax, verða þeir afsniðnir.25Er það ekki svo? Hvör straffar mig fyrir ósannsögli og gjörir mitt tal að engu?