1.) Jakob kemur til Betel. 2.) Rakel andast. 3.) Nöfn Jakobssona. 4.) Ísak andast.

11.) Og Guð sagði við Jakob: tak þú þig upp, og far til Betel og vertu þar, og byggðu þar altari þeim Drottni, sem vitraðist þér þegar þú flúðir, fyrir bróður þínum Esau!2Og Jakob sagði við sitt hús og alla sem með honum voru: kastið burt þeim útlendu goðum sem hjá yður eru, og hreinsið yður og hafið fataskipti.3Vér skulum taka oss upp og fara til Betel þar vil eg byggja altari þeim Guði sem hefur bænheyrt mig á degi minnar mæðu, og hefur verið með mér á þeim vegi sem eg hefi farið.4Og þeir fengu Jakob öll þau útlendu goð sem þeir höfðu hjá sér, og eyrnagull sem þeir höfðu í eyrunum, og Jakob gróf þetta niður undir trénu sem stóð hjá Sikem.5Svo tóku þeir sig upp. Og Guðs hræðsla var yfir öllum stöðunum í kringum þá, svo menn eltu ekki Jakobs syni.6Og Jakob kom til Lús, það er: Betel í Kanaanslandi, hann og allt það fólk sem með honum var.7Og hann byggði þar altari og kallaði (staðinn) altarið: altari Guðs í Betel, því Guð hafði birst honum þar, þegar hann flúði fyrir bróður sínum.8Þar andaðist Debóra fóstra Rebekku, og var jörðuð fyrir neðan Betel undir eik nokkurri, og þá eik kallaði hann Gráteik (Atlon Bakat).
9Og Guð birtist Jakob í annað sinn frá því hann kom til baka úr Mesopotamíu og blessaði hann og sagði til hans:10þú heitir Jakob, en þú skalt ekki heita Jakob hér eftir, heldur skal nafn þitt vera Ísrael.11Og Guð sagði til hans: eg em Guð, sá almáttugi, vertu frjóvsamur og fjölga kyni þínu, þjóðir og þjóðflokkar skulu af þér koma, og kóngar af þínum lendum.12Og land það sem eg hefi gefið Abraham og Ísak skal eg gefa þér og þínum niðjum eftir þig.13Svo fór Guð upp frá honum, úr þeim stað, hvar hann talaði við hann.14Og Jakob reisti þar upp merki, á þeim stað hvar Guð talaði við hann, merkisstein, og hellti yfir hann víni og viðsmjöri.15Og Jakob kallaði þann stað, hvar Guð talaði við hann, Betel (Guðshús).
162) Og þeir tóku sig upp frá Betel; en sem þeir áttu skammt til Effrat tók Rakel léttasótt, og hún kom hart niður.17Og það skeði, þá hún þjáðist þunglega í barn burðinum, sagði ljósmóðirin til hennar: vertu óhrædd, því son muntu nú eignast!18Og það skeði, þá öndin leið upp af henni, svo hún dó, að hún nefndi son sinn Benoni, (minn harmkvælason) en faðir hans nefndi hann Benjamín (lukkuson).19Og svo dó Rakel, og var jörðuð á veginum til Effrat, það er: Betlehem.20Og Jakob reisti minnismerki yfir hennar gröf, það er bautasteinn Rakelar allt til þessa dags.
213) Og Ísrael tók sig upp þaðan og setti tjaldbúð sína hinumegin við turninn Eder (smalaturn).22Og það skeði meðan Ísrael bjó þar í landinu, að Ruben fór og lagðist með Bilu, hjákonu föður síns, og Ísrael fékk það að vita.23Jakob átti 12 syni; synir Leu voru þessir: Ruben, sá frumgetni sonur Jakobs, og Simeon, og Levi, og Juda og Issakar og Sebulon.24synir Rakelar: Josep og Benjamin.25Og synir Bilu, þernu Rakelar: Dan og Neftali.26Og synir Silpu, þernu Leu: Gad og Asser. Þetta eru synir Jakobs sem honum fæddust í Mesopotamiu.
274.) Og Jakob heimsótti föður sinn Ísak í Mamre Kirjat-Arba, það er Hebron, hvar Abraham og Ísak höfðu verið.28Dagar Ísaks voru hundrað og áttatíu ár.29Og hann veiktist og dó, og safnaðist til síns fólks, aldraður og saddur lífdaga, og þeir synir hans, Esau og Jakob, jörðuðu hann.