1Öðruvísi (stendur á fyrir hvörjum þeim), sem þar að snýr sínu sinni, að yfirvega lögmál ens æðsta. Hann grennslast eftir visku allra þeirra gömlu, og ígrundar rækilega spádómana.2Hann tekur eftir tali nafnfrægra manna, og þrengir sér inn í fylgsni spakmælanna.3Hann leitar skilnings á óljósum líkingum, og hugsar um gátur eftirlíkinganna.4Hjá höfðingjum þjónar hann, og fyrir landstjórnendur kemur hann.5Hann fer um lönd framandi þjóða; því gott og illt hefir hann reynt.6Hann lætur hjarta sitt snemma vera hjá Drottni sínum skapara, og biður þann æðsta.7Hann lýkur upp sínum munni í bæninni, og biður (gott) fyrir sínar syndir.
8Ef að Drottinn sá mikli vill, verður hann fylltur skilningsins anda.9Hann lætur út streyma viskunnar tal, og í bæninni prísar hann Drottin.10Hann gefur góða stefnu sínu ráði og viti, og hugsar um hans leyndardóma.11Hann meðdeilir uppfræðingu síns lærdóms, og hrósar sér af sáttmálslögum Drottins.12Margir lofa hans þekkingu og hún mun aldrei undir lok líða;13Hans endurminning deyr ekki, og hans nafn lifir frá kyni til kyns.14Þjóðirnar tala um hans speki, og söfnuðurinn kunngjörir hans lof.15Nái hann nokkrum aldri, eftirskilur hann meira nafn en þúsund (aðrir) og þó hann gangi til hvíldar, eykur hann það.
16Enn nú vil eg mínar hugsanir frammæla, því eg er fullur, sem fullt tungl.17Heyrið mig, þér guðræknu börn, og vaxið sem rós, gróðursett við læk!18Gefið ilm af yður sem reykelsi og blómgist sem lilja: útbreiðið ilm,19og syngið lof, vegsamið Drottin fyrir öll hans verk! víðfrægið hans nafn,20og þakkið honum með lofgjörð, með söng yðar vara og hörpum, og segið í yðar lofgjörð svo:
21Öll Drottins verk eru mikið góð, og allt hvað hann býður, það skeður á sínum tíma.22(Menn geta ei sagt: hvar til er þetta? hvar til skal það?) því hvað eina heimtast á sínum tíma. Fyrir hans orð stóð vatnið sem veggur, og fyrir boð hans munns stöðvaðist vatnið.23Að hans boði skeður allt sem honum þóknast, og enginn er sá sem rýrt geti hans hjálp.24Öll manna verk eru honum opinber, og ekkert getur falist fyrir hans augum.25Hann sér frá eilífð til eilífðar, og honum þykir ekkert furðanlegt.26Menn geta ekki sagt: „hvað er þetta? hvar til skal þetta? því allt er skapað til hans þarfar.
27Hans blessan hylur þurrlendið sem vatnsfall og vökvar (það) eins og flóð.28Aftur á mót erfa þjóðirnar hans reiði, eins og hann umbreytir vatni í saltauðn.29Hans vegir eru þeim guðræknu sléttir, en syndurum ógreiðir.30Gott er þeim góða skapað frá upphafi, þar á mót illt þeim illu.31Höfuðnauðsyn fyrir manna líf er: vatn, eldur og járn og salt og hveitimjöl og hunang og mjólk, vín og viðsmjör og klæðnaður.32Allir þessir hlutir eru þeim guðræknu til gagns, en umbreytast þar á mót syndurum til skaða.33Til eru andar sem skapaðir eru til hefndar og með sínu geði hertu þér refsinguna.34Á glötunarinnar tíma beita þeir sínum krafti og sefa reiði þess sem þá skapaði.35Eldur og hagl og hungur og drepsótt er allt skapað til refsingar.36Tönnur rándýrsins og skorpíónar og höggormar og sverðið, sem tekur hefnd út á þeim guðlausu til tjóns;37allt þetta fagnar af hans boði, og er á jörðunni reiðubúið þegar hann þarf þess við, og yfirtreður ekki, á sínum tíma, hans boð.
38Því hefi eg frá upphafi staðfastur verið, og hefi um það hugsað og ritað eftir mig látið.39Öll Drottins verk eru góð, gjöra allt gagn á sínum tíma.40Og menn skulu ekki segja: þetta er lakara en hitt; því allt reynist gott á sínum tíma.41Og syngið nú með öllu hjarta og munni lofsálm og vegsamið Drottins nafn.