Sálmarnir 87. kafli2018-01-02T01:01:54+00:00
Sálmarnir 87. kafli
Síons vegsemd.

1Lofsöngur fyrir Koras börn. Hennar, (Jerúsalems) grundvöllur hvílir á því heilaga fjalli.2Drottinn elskar Síons hlið fram yfir alla Jakobs bústaði.3Dýrðlega er um þig talað, þú Guðs borg! (málhvíld).4Eg vil minnast á Egyptaland og Babel meðal þeirra sem þekkja mig, sjá! það skal heita um Filistea og tyriska samt morlenska, þeir eru hér fæddir a).5Og um Síon skal sungið verða: þessi og hinn er hér fæddur, og sá æðsti mun það sanna.6Drottinn mun telja þá, þegar hann innskrifar fólkið og segja: þessi er fæddur hér (málhvíld).7Og þeir sem syngja, og þeir sem dansa, munu segja: allar mínar uppsprettur eru í þér.

V. 4. a. Þeir skulu fá Gyðingarétt.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.