Elífas talar.

1Þá svaraði Elífas frá Teman og sagði:2má tala orð við þig? er þér það til ama? og hvör getur þó haldið sér frá að tala?3Sjá! þú hefir uppörvað marga, og þreyttar hendur hefir þú styrkt.4Þitt tal hefir reist á fætur þá föllnu, og þeim skjálfandi knjám hefir þú gefið mátt.5En nú þegar röðin kemur að þér, þá missir þú hug; þegar það (illa) hittir þig, þá skelfist þú.6Er þetta þín guðhræðsla, þitt trúnaðartraust, þetta þín von, og þín ráðvendni?7Heyrðu kæri! hugsaðu þig um: hvör saklaus hefir nokkurn tíma tortínst? og hvar hafa hinir hreinskilnu verið afmáðir?8eins og eg hefi séð, að þeir sem plægðu rangindi, og sáðu volæði, uppskáru einmitt hið sama;9fyrir Guðs anda tortíndust þeir, og af anda hans nasa voru þeir eyðilagðir.10Grenjan ljónsins, og hins grimma ljónsins, er niðurþögguð, og ljónsunganna tönnur verða sundurbrotnar.11Hið sterka ljón drepst, af því það vantar bráð, og ungar ljónsinnunnar tvístrast.12Ennfremur—eitt orð er heimuglega til mín komið, og mitt eyra hefir numið það lága hljóð,13þegar eg hugleiddi sýnina á nóttunni; um það leyti sem djúpur svefn kemur yfir menn,14þá kom ótti og skelfing yfir mig og öll mín bein nötruðu,15og þá andinn kom fyrir mitt auglit, reistu sig hárin á mínum líkama.16Þar stóð hann, fyrir mínum augum—eg þekkti ekki myndina, hljótt var, og eg heyrði raust, sem sagði:17mundi maðurinn vera réttlátur fyrir Guði, ellegar nokkur hreinn fyrir Skaparanum?18Sjá! hann má ei ætla upp á sína þénara, brest finnur hann hjá sínum englum (sendiboðum).19Hvörsu miklu framar hjá þeim sem búa í leirhúsum, hvörra grundvöllur að er ryk, þeir eyðast sem af möl,20á einum degi frá morgni til kvölds sundurmolast þeir, og fyrr en við er litið, tortínast þeir gjörsamlega.21Jafnvel þeir ypparlegustu meðal þeirra, ætla þeir tortínist ekki? þeir deyja, en ekki með vísdómi.