Fordæmingin nær ekki til kristinna, ef andinn Krists og ekki holdið stjórnar þeim. Sá sami andi gjörir þá vissa um barnaréttinn, veitir þeim gleði í mótgangi, hughreystir þá með Guðs elsku, frá hvörri enginn hlutur fær þá skilið.

1Svo er nú engin fyrirdæming yfir þeim, sem eru í Kristi Jesú, hvörjir ei ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum;2því að lögmálið lífgunar andans í Kristó hefir frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans;3því hvað a) lögmálinu var ómögulegt, af því það varð b) vanmáttugt vegna holdsins, það gjörði Guð, þegar hann með að senda sinn Son í líkingu syndugs holds og c) til syndafórnar fordæmdi (straffaði) syndina á holdinu,4svo að réttlæti lögmálsins uppfylltist í oss, sem ekki göngum eftir holdinu, heldur eftir andanum;5því að þeir, sem eru eftir holdinu, hugsa um það sem holdsins er, en hinir sem eru eftir andanum, það sem andlegt er;6því holdsins sinna er dauði, en andans sinna er líf og friður,7vegna þess að sinna holdsins er fjandskapur í gegn Guði, því að hvörki skipast hún undir Guðs lögmál, né getur það.8En þeir eð í holdinu eru, geta ekki Guði þóknast.9En þér eruð ekki í holdinu heldur í andanum, svo framt andi Guðs býr í yður; en ef nokkur ekki hefir anda Krists, sá er ekki hans.10En ef Kristur er í yður, þá er að sönnu líkaminn dauður vegna syndarinnar, en andinn er líf fyrir réttlætis sakir;11en ef andi hans, sem d) uppvakti Jesúm frá dauðum e) býr í yður, þá mun hann, sem uppvakti Krist frá dauðum, f) lifandi gjöra einnin yðar dauðlegu líkami fyrir þann hans anda, sem býr í yður.12Þar fyrir, bræður! erum vér ekki skuldunautar við holdið, til að lifa eftir holdinu,13því að ef þér lifið eftir holdinu, munuð þér deyja, en ef þér deyðið fyrir andann líkamans gjörðir, munuð þér lifa.
14Því, svo margir, sem leiðast af Guðs anda, þeir eru Guðs börn;15því að þér hafið ekki meðtekið þrældómsanda aftur til hræðslu, heldur hafið þér meðtekið sonaútvalningaranda, í hvörjum vér köllum Abba! Faðir!16sá sami andi ber vitnisburð vorum anda, að vér erum Guðs börn,17en ef börn, þá og svo erfingjar, já, erfingjar Guðs en samarfar Krists, ef vér líðum með honum, að vér verðum einninn með honum vegsamlegir gjörðir.18Því að eg reikna, að mótlætingar núveranda tíma séu ekki verðar þeirrar dýrðar, sem við oss mun opinber verða;19því að eftirlöngun skepnunnar bíður eftir opinberun Guðs barna,—20því að skepnan er undirorpin hégómanum, ekki viljug, heldur fyrir hans sakir, sem hana hefir undirlagt—21í von um, að og svo skepnan sjálf muni fríuð verða frá vesælum þrældómi til dýrðarlegs frelsis Guðs barna.22Því vér vitum að öll skepnan til samans stynur og ber fæðingarharmkvæli allt til þessa;23og ekki einungis hún, heldur og þeir, sem hafa andans frumvöxt og svo vér sjálfir skynjum með oss, bíðandi eftir sonaútvalningunni, endurlausn vors líkama.24Því að í voninni erum vér frelsaðir, en von, sem sést, er ekki von, því að hvað einn sér, hvörninn skyldi hann undir eins vænta þess?25en ef vér væntum þess, sem vér ekki sjáum, þá bíðum vér þess með þolinmæði.26En sömuleiðis andinn kemur og svo vorum óstyrkleika til hjálpar, því hvað vér skulum um biðja, svo sem ber, vitum vér ekki, þá gengur sami andi í milli fyrir oss með orðlausum andvörpunum;27en hann, sem rannsakar hjörtun, veit hvör er andans sinna, því hann gengur í milli eftir Guðs vilja fyrir heilaga.
28En vér vitum að þeim, sem a) Guð elska, þénar allt til góðs, þeim, sem b) eftir fyrirætlun kallaðir eru;29því að hvörja hann fyrirfram þekkti, hefir hann og c) fyrirfram tilætlað að þeir skyldu verða samlíkir mynd síns Sonar, svo að hann sé d) frumburður milli margra bræðra.30En hvörja hann fyrirfram tilætlaði, þá hefir hann og kallað, en hvörja hann kallaði, þá hefir hann og réttlætt, en hvörja hann réttlætti, þá hefir hann einninn vegsamlega gjört.31Hvað skulum vér til þessa segja? ef Guð er með oss, hvör megnar þá móti oss?32hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin Syni, heldur gaf hann út fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki og svo gefa oss allt með honum?33Hvör vill ásaka Guðs útvalda? Guð er sá, sem réttlætir;34hvör er, e) sem fordæmir? Kristur er sá, sem dáinn er, já, miklu meira, sem líka er upprisinn, hvör og er á f) hægri hönd Guði, hvör eð einninn er g) meðalgangari fyrir oss.35Hvör mun skilja oss við kærleikann til Krists? Þjáning eða þrenging? eða ofsókn? eða hungur? eða nekt? eða háski? eða sverð?36svo sem skrifað er: þín vegna verðum vér deyddir allan daginn, vér reiknaðir sem slátrunarfé.37En í öllu þessu meir en sigrum vér fyrir aðstoð hans, sem elskaði oss.38Því eg er þess fullviss, að hvörki dauði né líf, hvörki englar né höfðingjadæmi né völd, hvörki hið nærveranda né eftirkomanda,39hvörki hæð né dýpt eða nokkur önnur skepna mun geta skilið oss við Guðs kærleika, sem er í Kristó Jesú vorum Drottni.

V. 1. Kap. 10,4. 2 Kor. 5,17. Gal. 5,16. V. 2. Jóh. 8,36. Gal. 5,1. Kap. 7,23. V. 3. a. Post. g. b. 15,10. Róm. 7,14. b. Hebr. 7,18. c. 2 Kor. 5,21. Gal. 3,13. til syndafórnar eða: vegna syndarinnar. V. 4. svo að réttlæti—aðrir: svo að kröfu lögmálsins yrði fullnægt á oss. V. 5. sbr. V. 8. 1 Kor. 2,14. V. 6. Kap. 6,21. Gal. 6,8. V. 7. Kól. 1,21. V. 8. sbr. V. 5. Hebr. 11,6. V. 9. 1 Kor. 2,12. 3,16. 2 Kor. 13,5. Gal. 4,6. Fil. 1,11. 1 Jóh. 3,24. V. 11. d. Kap. 6,4. Post. g. b. 2,24. e. sbr. V. 9. f. Kap. 6,5. 1 Kor. 6,14. 2 Kor. 4,14. Ef. 2,5. V. 12. Kap. 6,7.18. V. 13. Ezech. 18,21. Ef. 4,22. Kol. 3,5.6. V. 14. 1 Jóh. 3,24. Gal. 5,18. V. 15. 1 Kor. 2,12. 2 Tím. 1,7. V. 16. Gal. 3,26. 4,6. Mark. 14,36. V. 26.27. 2 Kor. 1,22. 5,5. Ef. 1,13. 4,30. V. 17. Spek. b. 5,5. Gal. 4,7. Post. g. b. 14,22. 2 Tím. 2,11.12. 1 Pét. 5,9. 4,13. V. 18. Matth. 5,12. 2 Kor. 4,17. Filipp. 3,10.21. 1 Pét. 1,6. 1 Jóh. 3,12. V. 21. Opinb. b. 21,5. V. 23. Gal. 4,5. Ef. 1,5. Lúk. 21,28. 2 Kor. 2,4.5. 1 Jóh. 3,2. V. 24. 2 Kor. 5,7. V. 25. 2 Kor. 4,18. Hebr. 11,1. V. 26. léttir undir. Matt. 20,22. Jak. 4,3. Sakk. 12,10. V. 27. 1 Kron. 28,9. Sálm. 7,10. Jer. 11,20. 17,10. Post. g. b. 1,24. V. 28. a) Jak. 1,12. 2,5. b) Kap. 9,11. Ef. 1,11. 3,11. 2 Tím. 1,9. V. 29. c. Ef. 1,5.11. Fil. 3,10.21. 1 Jóh. 3,2. d. Kól. 1,15.18. V. 31. 4 Mós. b. 14,9. Sálm. 56,12. 118,6. V. 32. 1 Mós. b. 22,16. Es. 53,5. Jóh. 3,16. Róm. 4,25. 5,6.9. V. 33. Esa. 50,8. V. 34. e. Job. 34,29. Esa. 50,9. f. Sálm. 110,1. 1 Pét. 3,22. Hebr. 1,3. 8,1. 12,2. g. 1 Jóh. 2,1. Hebr. 7,25. 9,24. V. 35. Sal. lofkv. 8,6.7. V. 36. Sálm. 44,23. 1 Kor. 4,9. 2 Kor. 4,11. V. 37. 1 Kor. 15,27. 2 Kor. 2,14. 1 Jóh. 4,4. 5,4.5. Opinb. b. 12,11. V. 38. Fil. 1,5. 2 Tím. 1,12. Ef. 1,21. 6,12. Kól. 2,15. 1 Pét. 3,22.