Bæn móti vonsku mannanna.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs Drottins þénara.2Syndsamleg orð hins óguðlega eru mér minnisstæð. Þar er enginn Guðs ótti hjá honum,3því hann smjaðrar fyrir sjálfum sér í sinni eigin augsýn, svo hann finni ekki sinn misgjörning er hann ætti að hata.4Orð hans munns eru hans ranglæti og svik, hann fráfælist hyggindi og góðsemi.5Hann hugsar um ranglæti í sinni hvílu, hann gengur þá leið sem ekki er góð, það illa forðast hann ekki.
6Drottinn! til himna nær þín miskunn, til skýjanna þín trúfesti.7Þitt réttlæti er sem Guðs a) fjöll, þínir dómar sem regindjúp, mönnum og skepnum bjargar þú, Drottinn!

V. 7. a. Stærstu fjöll sem standa föst fyrir.