Jesús segir dæmisöguna um brúðkaup eins konungs sonar; úrskurðar, að gefa skuli Keisaranum skatt, hnekkir mótmælum sadúseanna gegn upprisunni; kennir, hvört sé æðsta boðorðið í lögmálinu, og að Kristur sé ekki einungis niðji Davíðs, heldur og einninn hans Drottinn.

1Þá hóf Jesús enn að kenna þeim í dæmisögum og mælti:2himnaríki er líkt þeim konungi, er hélt brúðkaup sonar síns;3og sendi út þjóna sína að bjóða boðsgestunum til brúðkaupsins, en þeir vildu ekki koma.4Þá sendi hann í öðru sinni aðra þjóna, og bauð þeim segja: að hann hefði búið veisluna, að uxar hans og alið fé væri slátrað, og allt til reiðu, og að þeir skyldu koma til brúðkaupsins.5En þeir skeyttu því ekki, fóru burt, einn á akur sinn, og annar til sinnar kaupverslunar;6en sumir tóku sendimennina og smánuðu þá og drápu.7En er konungurinn heyrði þetta, varð hann reiður, sendi lið sitt, og lét taka morðingja þessa af lífi, en brenna borg þeirra.8Síðan mælti hann við þjóna sína: brúðkaupið er að sönnu búið, en þeir, sem boðnir vóru, vóru þess eigi verðir;9farið því út á gatnamót, og bjóðið þeim, er þér finnið, til brúðkaupsins.10Þeir gjörðu, sem hann mælti fyrir, og söfnuðu saman öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo veislusalurinn varð alskipaður boðsgestum.11En er konungurinn kom að sjá gesti sína, sá hann þar mann nokkurn, er ekki var klæddur brúðkaupsklæði.12Hann mælti við hann: því komst þú hingað, kæri! og klæddir þig ekki brúðkaupsklæðum? en maðurinn ansaði engu.13Þá bauð konungurinn þjónum sínum: fjötrið hann á höndum og fótum, og kastið honum út í myrkrið fyrir utan, hvar eð vera mun grátur og gnístur tanna.14Því margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.
15Þá báru farisear ráð sín saman um það, hvörninn þeir kynnu að veiða hann í orðum,16og sendu til hans nokkra af lærisveinum sínum og fylgdarmönnum Heródesar, er spyrja skyldu á þessa leið: Meistari! oss er það kunnugt að þú ert sannorður og kennir Guðs vilja einlæglega, þú mælir ekki, sem hvör vill heyra, og fer ekki að mannvirðingum;17seg oss nú hvað þér sýnist, hvört það leyfist að gjalda keisaranum skatt eður ekki.18En er Jesús skildi fláttskap þeirra, mælti hann: því freistið þér mín, hræsnarar?19sýnið mér skattpeninginn. Þeir færðu honum þá peninginn.20Þá spurði hann hvörs að væri mynd sú og nafn, er á honum stóð;21þeir sögðu honum það væri keisarans. Þá mælti Jesús við þá: gjaldið þá keisaranum hvað keisarans er, og Guði hvað Guðs er.22En er þeir heyrðu það, undruðust þeir, yfirgáfu hann og fóru þaðan.
23Þenna sama dag komu til hans sadúsear, hvörjir að neita upprisu framliðinna, lögðu fyrir hann þessa spurningu:24og sögðu: Meistari! Móses bauð: „að ef nokkur dæi barnlaus, þá skyldi bróðir hans fá konu hans til þess að viðhalda ættlegg bróður síns“.25En hér voru með oss sjö bræður; hinn fyrsti gekk að eiga konu og deyði barnlaus, eftirlét konu sína bróður sínum;26eins hin annar og þriðji, allt til þess sjöunda;27en seinast þeirra allra dó konan.28Hvörs þessara sjö eiginkona skal hún verða í upprisunni, því þeir höfðu átt hana allir?29Jesús svaraði þeim: þér villist og skiljið ekki Ritninguna, né mátt Guðs;30því í öðru lífi munu hvörki karlar né konur giftast, heldur eru þeir eins og englar Guðs á himnum.31En hvað viðvíkur upprisu framliðinna, hvört hafið þér þá ekki lesið það, er Guð hefir sagt yður:32„Eg er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs“. Nú er Guð ekki Guð dauðra heldur lifendra;33en er fólkið heyrði þetta, undraðist það hans kenningu.
34Nú er farisear vissu, að hann hafði gjört sadúsea orðlausa, héldu þeir ráð sitt;35og stóð þá upp lögvitringur nokkur til að freista hans, og sagði:36Meistari! hvört er það æðsta boð í lögmálinu? Jesús svaraði honum:37„elska skaltú Drottin Guð þinn af öllu hjarta, allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu“.38Þetta er hið æðsta og helsta boð,39og þessu líkt er hitt: „elska náunga þinn sem sjálfan þig“.40Í þessum tveimur boðum er innifalið allt það er Móses og spámennirnir hafa kennt.
41En er farisear voru samankomnir, spurði Jesús þá að og mælti:42hvörrar ættar ætlið þér að Kristur muni vera? þeir svöruðu: af Davíðsætt.43Jesús mælti: því kallar Davíð hann þá Drottin í andagift sinni, er hann segir:44„Drottinn mælti svo við minn Drottin: sit þú mér til hægri handar, þangað til eg hefi gjört óvini þina að skör fóta þinna“.45Þar eð nú Davíð kallar hann Drottin, hvörninn kann hann þá hans niðji að vera?46Þessu gat enginn einu orði svarað, eigi heldur dirfðist nokkur upp frá þessu að spyrja hann nokkurs.

V. 1–14. sbr. Lúk. 14,16–24. V. 15–33. sbr. Mark. 12,13–27. Lúk. 20,20–40. V. 17, sbr. Post. 5,37. V. 23. Post. gb. 23,6.8. V. 24. 5 Mós. 25,5–10. V. 32. 2 Mós. 3,6.15. V. 34. Mark. 12,28. V. 35. Lúk. 10,25. V. 37. 5 Mós. 6,5. V. 39. 3 Mós. 19,18. V. 41. Mark. 12,35. Lúk. 20,41. V. 43. Sálm. 110,1.