Guðs náð eilíf. Mannlegt líf skammvinnt. Bæn um Guðs miskunn.

1Bæn Mósis þess guðsmanns. Drottinn! þú varst vort athvarf frá kyni til kyns.2Áður en fjöllin fæddust og þú tilbjóst jörðina og heiminn, já, frá eilífð til eilífðar, ertu Guð.3Þú gjörir manninn að dufti og segir: komið aftur, þér mannanna börn!4Því þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn í gær, þá hann er liðinn, og eins og næturvaka.5Þú burt skolar þeim, þeir eru sem draumur; á morgnana sem gras, er skjótt hverfur.6Á morgnana blómgast það og vex, á kvöldin er það slegið og þurrkað.7Því vér tortínumst í þinni reiði, og hrökkum undan þinni bræði.8Þú setur vorar misgjörðir þér fyrir augu, vorar heimuglegu syndir fyrir ljós þíns auglitis.9Því allir vorir dagar hverfa burt fyrir þinni reiði, vér eyðum vorum árum eins og hugsan.10Vorir ævidagar eru sjötíu ár, og með sterkri heilsu áttatíu ár, og það þeirra hið kostulegasta er sorg og mæða, því þau líða skjótt, og vér erum á flugi.11Hvör þekkir styrkleika þinnar reiði, og þína bræði eins og óttinn fyrir þér útheimtir?12Kenn oss svo að telja vora daga, að vér verðum forsjálir.13Snú þér til vor, Drottinn! hvörsu lengi a)? aumkastu yfir þína þénara.14Metta oss skjótt með þinni miskunn, svo munum vér fagna og gleðja oss alla daga vors lífs.15Gleð oss nú eins marga daga, og þú hefir oss beygt, eins mörg ár og vér höfum séð ólukku.16Lát þína þjóna sjá þitt verk, og þeirra börn þína dýrð.17Drottinn vors Guðs góðgirni veri yfir oss og staðfesti verk vorra handa, já, lát þér þóknast að staðfesta verkin vorra handa!

V. 13. a. Nl. viltu vera reiður.