Áminning.

1Kennsluljóð af Asaf. Mitt fólk, taktu eftir mínum lærdómi! beygið yðar eyru að tali minna vara!2Eg vil opna minn munn til ljóðmæla, eg vil segja frá gömlum atburðum,3sem vér höfum heyrt og frétt, og vorir forfeður sögðu oss,4vér skyldum ei dylja þá fyrir þeirra börnum, fyrir þeim komandi kynslóðum; heldur kunngjöra Drottins stóru vegsemd og hans styrkleik, og þau undur sem hann hefir gjört.5Því hann uppreisti sér vitnisburð í Jakob og setti lög í Ísrael, sem hann bauð vorum forfeðrum að kunngjöra sínum börnum;6svo að sú kynslóð sem síðan kom, þau börn, sem skyldu fæðast, gætu vitað þau, og aftur sagt frá sínum börnum.7Að þau gætu sett sitt traust til Guðs, og ekki gleymt hans verkum, heldur varðveitt hans boðorð;8og ei orðið sem þeirra feður, baldin og þverúðarfull kynslóð; kynþáttur sem ei staðfesti sitt hjarta, og hvörs andi ekki var tryggur við Guð.
9Efraimsbörn vel útbúnir bogmenn, hörfuðu á stríðsins degi.10Þau héldu ekki sáttmála Guðs, og hliðruðu sér hjá, að hlýðnast hans lögmáli.11Og þeir gleymdu hans verkum og dásemdum er hann hafði látið þá sjá.12Fyrir augum feðra þeirra gjörði hann kraftaverk í öllu Egyptalandi og á Sóansvöllum.13Hann klauf hafið, og lét þá fara þar yfir og hann bauð vatninu að standa sem vegg.14Hann leiddi þá á daginn með skýi, og alla nóttina með eldsins skini.15Hann í sundurklauf klettana í eyðimörkinni, og gaf þeim að drekka eins og af stórum vatnsföllum.16Hann lét læki útrenna af kletti, og lét vatn niðurrenna sem ár.17Þó héldu þeir áfram að syndga gegn honum og egna til þann æðsta í eyðimörkinni.18Og þeir freistuðu Guðs í sínu hjarta, þá þeir heimtu mat eftir sínu geði.19og þeir töluðu gegn Guði; þeir sögðu: ætla Guð geti matborð reiðubúið í eyðimörkinni?20Sjá! hann sló klettinn og þaðan flaut vatn, og lækurinn rann, mun hann og geta gefið brauð?21Þetta heyrði Drottinn, og hann reiddist, og eldur tendraðist mót Jakob, og reiði æstist gegn Ísrael.22Því þeir trúðu ekki á Guð, og reiddu sig ekki á hans frelsi,23þó að hann réði yfir skýjunum að ofan til og upplyki himinsins portum,24og léti manna niður rigna yfir þá til matar og gæfi þeim himnafæðu.25Englabrauð átu þeir, næringu sendi hann þeim til mettunar.26Hann lét austanvind framfara undir himninum, og framleiddi sunnanveður með sínum styrkleik.27Og hann lét kjöti rigna yfir þá, sem ryki, og fljúgandi fuglum sem hafsins sandi,28og hann lét þessa detta mitt í þeirra herbúðir, allt um kring, meðal þeirra bústaða.29og þeir átu og urðu mjög svo mettir; hann lét þá fá það sem þá lysti,30þeir höfðu enn nú ei stýrt sinni girnd, maturinn var enn nú í þeirra munni,31þá reisti sig Guðs reiði gegn þeim og sló í hel þá sterkustu meðal þeirra og drap Ísraels unglinga.32Öngvu að síður syndguðu þeir enn og trúðu ekki á hans kraftaverk.33Þar fyrir lét hann þeirra daga líða í ónýtingsskap, og þeirra ár í snögglegri fordjörfun.34Þegar hann sló þá í hel, leituðu þeir hans, umventu sér og ákölluðu Guð skjótt.35Og þeir minntust þess að Guð var þeirra bjarg og sá æðsti þeirra Endurlausnari.36En þeir tældu hann með sínum vörum, og lugu að honum með sínum tungum.37Og þeirra hjarta hékk ekki fast við hann, og þeir voru ekki stöðugir í hans sáttmála.38En hann er miskunnsamur, fyrirgefur syndir og afmáir ekki; heldur stansar sína reiði, og hleypir ei fram öllu sínu geði.39Hann minntist þess að þeir voru hold, og gustur sem fer og kemur ei aftur.40Hvörsu oft egndu þeir hann til reiði í eyðimörkinni og hryggðu hann í óbyggðinni!41Því þeir freistuðu Guðs á ný, og löstuðu þann heilaga Ísraels.42Þeir hugsuðu ekki til hans handar, ekki þess dags þá hann leysti þá úr nauðunum.43Þá hann gjörði sín tákn í Egyptalandi, og sín undur á Sóansvöllum,44og sneri ánum í blóð, og þeim rennandi vötnum, svo þeir gátu ei drukkið úr þeim.
45Hann sendi þeim flugur sem bitu þá, hunda og froska sem skemmdu þá.46Hann gaf kornormum þeirra gróða og engisprettum, þeirra erfiði.47Hann sló þeirra víntré með hagli, og þeirra mórberjatré með hreti.48Hann ofurgaf nautfénað þeirra haglinu, og þeirra smáfénað eldingum.49Hann sendi móti þeim ákefð sinnar reiði, heift, bræði og þrengingu, heilan skara af ólukkunnar sendiboðum.50Hann sleppti lausri sinni reiði, hann sparaði þá ekki fyrir dauðanum, og gaf þeirra líf drepsóttinni.51Og hann deyddi alla frumburði í Egyptalandi, og styrkleik hans frumgróða í hans tjaldbúðum.52Og hann lét sitt fólk þaðan fara sem fé, og fór með þá um eyðimörkina, sem hjörð.53Hann leiddi þá óhult, að þeir ekkert hræddust; en þeirra óvinir fólust í hafinu.54Hann leiddi þá til takmarka síns helgidóms, til þess fjallsins sem hans hægri hönd hafði útvegað.55Og hann útrak heiðingjana frá þeim, og mældi þeim út landið, og lét Ísraels kynkvíslir búa í þeirra tjöldum;56En þeir freistuðu og egndu Guð til, hinn æðsta, og héldu ekki hans lagasetninga.57Þeir féllu frá og viku af leið sem þeirra feður, þeir hrukku til baka sem svikull bogi.58Þeir uppegndu hann með sínum hæðum a), og vöktu hans vandlæti með bílætum afguða sinna.59Þá Guð heyrði það, styggðist hann og stuggaði við Ísrael næsta mjög.
60Því yfirgaf hann sinn bústað í Síló, þá tjaldbúð hvar í hann hafði búið meðal mannanna.61Og hann lét hertaka sitt sterka fólk, og afhenti sína dýrð (tjaldbúðina) í óvinahendur.62Og hann lagði sitt fólk undir sverðið, og varð gramur sinni arfleifð.63Þeirra yngismenn svalg eldurinn, og meyjarnar kveinuðu ekki yfir því.
64Þeirra prestar féllu fyrir sverði, og þeirra ekkjur grétu ekki.65Þá vaknaði Drottinn eins og af svefni, eins og hetja, er kemur hress og glaður frá víninu.66Og hann rak sína óvini til baka, og gaf þeim eilífa smán,67þó útskúfaði hann Jóseps tjaldbúð, og útvaldi ekki lengur Efraimsætt.68Heldur útvaldi hann Júdaætt, Síonsfjall sem hann elskaði.69Og hann byggði sinn helgidóm, sem þann háa himin, sem jörðina er hann hefir gjört eilíflega fasta.70Og hann útvaldi Davíð sinn þénara og tók hann frá sauðhúsunum.71Frá umönnum fyrir ánum tók hann hann, til að vakta Jakob sitt fólk, (halda til haga) og Ísrael sína arfleifð,72og hann vaktaði hana með hreinskilnu hjarta og stýrði henni með sinni hyggilegu hendi.

V. 58. a. (Hvar á afguðir voru dýrkaðir).