Um hrein og óhrein dýr.

1Eftir þetta talaði Drottinn við Móses og Aron svofelldum orðum:2Segið þetta niðjum Ísraels: þetta eru þau af ferfættum dýrum jarðarinnar, sem þér megið eta.3Sérhvört það dýr sem hefur klaufir fullkomlega klofnar og jórtrar, það megið þér eta. Samt megið þér ekki eta þessi dýr, sem jórtra og hafa klaufir:4úlfaldann, því að hann jórtrar að sönnu, en hefir ekki klaufir alklofnar; hann sé yður því óhreinn;5stökkhérann, því hann jórtrar að sönnu, en hefir eigi klaufir, hann sé yður því óhreinn.6Sömuleiðis hérann, því þótt hann jórtri hefir hann ekki klaufir, hann sé yður því óhreinn.7Sömuleiðis skal svínið vera yður óhreint, því að það hefir að sönnu klaufir og það alklofnar, en jórtrar ekki.8Þér skuluð ekki eta af þessara dýra kjöti, eða snerta þeirra hræ, því þau eru yður óhrein.
9En þetta megið þér eta af því sem í vatni er. Allt það sem í vatni, sjó og ám hefir sundugga og hreistur megið þér eta.10En sérhvað það í sjó eða ám, sérhvört kvikindi eða lifandi skepna sem í vatni er og eigi hefir sundugga eða hreistur, það sé yður viðurstyggð.11Andstyggð skal það allt vera yður, ekki skuluð þér eta þessara skepna kjöt, og við hræjum þeirra skal yður stugga.12Sérhvað það í vatni er, og ekki hefir sundugga og hreistur, það skal vera yður viðurstyggð.
13Við þessum fuglum, sem ekki mega etast, skal yður líka stugga, því að þeir eru viðurstyggð: örnin, beinbrjóturinn og sjávarörnin;14gleðan, gjóðurinn og þeir sem eru sömu tegundar,15allar hrafnategundir,16strútsfuglinn hvört hann er karlkyns eða kvenkyns, hornuglan og allar valategundir,17náttuglan, pelikaninn og nátthrafninn,18svanurinn, músarbróðirinn, hrægripurinn,19storkurinn, og allar hegrategundir, akurhænan og leðurblakan.20Öll fleyg skriðkvikindi, sem á fjórum fótum ganga skulu vera yður viðurstyggð:21þó megið þér eta þau fleyg skriðkvikindi, sem ganga á fjórum fótum, sem ekki hafa leggi upp af fótunum til að stökkva með á jörðunni;22af þeim megið þér eta þessi: engisprettuna og hennar tegundir; nagarann með hans tegundum, þær ýmsu hoppu- og jarðþekjutegundir;23en öll önnur fleyg skriðkvikindi, sem hafa fjórar fætur, skulu vera yður viðurstyggð.24Þér verðið óhreinir af þeim; hvör sem snertir hræ þessara skepna, er óhreinn til kvölds;25en hvör sá sem ber hræ þeirra burt, hann skal þvo sín klæði og er óhreinn til kvölds.26Sérhvört dýr sem hefir óklofinn hóf og ekki jórtrar, er yður þess vegna óhreint, og hvör sem það snertir verður óhreinn;27og sérhvört ferfætt dýr meðal lifandi skepna, sem á löppum gengur, skal vera yður óhreint. Hvör sem snertir hræ þess er óhreinn til kvölds;28og sá sem burtber hræ þess, skal þvo klæði sín og er óhreinn til kvölds. Þess háttar skepnur skulu vera yður óhreinar.
29Af þessum skepnum, sem á jörðu skríð, skulu þessar yður óhreinar vera: hreisivíslan, músin, og allar illyrmistegundir,30kveinnaðran, aflnaðran, stjörnunaðran, naðran og moldvarpan.31Þessi kvikindi skulu yður vera óhrein, hvör sem snertir þau, þegar þau eru dauð, hann er óhreinn allt til kvölds,32og ofan á hvað sem það dettur, þegar það er dautt, verður óhreint, hvört sem það er tréker, klæði, skinn eða sekkur; eða það er verkfæri, sem til einhvörs gagns er haft, skal það í vatn leggjast og er óhreint til kvölds, en þá er það líka hreint.
33Ef eitthvað þvílíkt dettur ofan í leirker, þá verður allt, sem í því er, óhreint, og þér skuluð brjóta kerið.34Komi þvílíkt vatn í nokkurn mat, sem etinn er, þá er hann óhreinn, og allur sá drykkur, sem drukkinn er af hvörskonar þvílíku keri, er óhreinn.35Sérhvað, sem þessara kvikinda hræ fellur á, verður óhreint; hvört heldur það er ofn eða eldsgagn, skal það eyðileggjast, því það er óhreint, og skal vera yður óhreint úr því.36Einungis uppsprettur, grafnir brunnar og pollar eru hreinir; en sá sem snertir hræ þessara kvikinda, hann verður óhreinn.37Þó að af hræi þessara kvikinda falli á sæði, sem ætlað er til útsáðs, er það (samt) hreint;38en ef vatn er álátið, og detti síðan nokkuð af þessum hræjum á það, þá er það yður óhreint.
39En ef nokkur skepna deyr, sem yður er æt, þá er samt sá óhreinn til kvölds er hana snertir,40og sá sem etur af hræinu, hann skal þvo klæði sín, og er óhreinn til kvölds, sömuleiðis skal sá, sem ber hræið burt þvo klæði sín og vera óhreinn til kvölds.
41Allt það sem á jörðu skríður skal vera yður viðurstyggð, og ekki skulu menn eta það;42þér skuluð ekkert það eta, sem skríður á kviðnum um jörðina, eða skríður á fjórum fótum eða fleirum fótum, af öllum þeim dýrum sem skríða á jörðunni, því það er allt viðurstyggð,43svo að þér gjörið eigi sjálfa yður viðurstyggilega af nokkru kvikindi, er skríður, og ekki saurgist af því, svo að þér óhreinir verðið;44því að eg er Guð yðar Drottinn; þar fyrir skuluð þér varðveita yður heilaga, því eg em heilagur, þess vegna skuluð þér ekki saurga sjálfa yður á nokkru kvikindi, sem á jörðunni er;45því að eg er Drottinn sem leiddi yður upp frá Egyptalandi, svo að eg væri yðar Guð. Þér skuluð vera heilagir, því eg em heilagur.
46Þessi eru lögin um dýr og fugla og allsháttar skepnur sem í vatni sveima, og um alls konar skepnur sem á jörðunni skríða,
47svo að þér getið aðgreint óhreint frá hreinu, ætar skepnur frá óætum.

Óvíst er hvört nöfn allra þeirra fugla sem í vv. 13–19 eru upptaldir eru rétt. Lærðir menn eru hér um í vafa. V. 22. Nagarinn o.s.frv. eru ýmsar engisprettutegundir, hafa fjórar fætur, jafnvel fleiri sumar, til að skríða með, en þar að auki 2 langar, sem þær brúka, þegar þær vilja stökkva. Sumar af þessum eru ætar, sjá Matt. 3,4. V. 26. Nefnil. Þegar það er dautt, því snerta mátti þessi dýr lifandi. V. 37. Það korn sem ætlað var til útsæðis var bleytt í vatni til fljótari frjóvgunar.