Bænarandvarp.

1Dæm mig, ó Guð, og taktu að þér mitt málefni móti ómildu fólki; frelsa þú mig frá fölskum og ranglátum manni.2Því þú ert Guð míns athvarfs, hvar fyrir útskúfar þú mér? hvar fyrir skal eg ganga í sorgarbúningi í því óvinurinn þrengir að mér.3Send þú þitt ljós og þína náð, að hún leiði mig og flytji mig til þíns heilaga fjalls og til þíns bústaðar,4að eg megi komast til Guðs altaris, til Guðs míns fagnaðar og gleði, og þakka þér með hörpuhljóm, ó Guð, minn Guð!5Hví ertu svo niðurbeygð mín sál og óróleg í mér? bið þú Guðs; því eg mun enn nú þakka honum, mínum frelsara og mínum Guði.