Lærdómur fyrir kónga. Hrós dyggðugrar konu.

1Orð töluð við Lemúel kóng, greinir sem móðir hans kenndi honum.2Hvað þá! minn son! hvað! míns lífs son! hvað! minn áheita son! (hvað skal eg segja þér).3Gef þú ekki konum þinn kraft, ekki heldur þína vegu þeim, sem kóngunum spilla.4Kóngarnir eiga ekki, Lemúel! kóngarnir eiga ekki að drekka vín. Stjórnendur eiga ekki heldur að elska sterka drykki,5svo að þeir ekki drekki og gleymi lögunum; og rangfæri málefni þeirra aumu.6Gef þeim sterkan drykk, sem er í kröggum og vín þeim sem eru sorgfullir í sinni,7hann drekkur og gleymir sinni fátækt, og man ekki framar til sinnar eymdar.8Tala þú fyrir hinn mállausa, fyrir málefni allra yfirgefinna barna!9Opna þinn munn, dæm með réttvísi, hjálpa aumingjanum og þeim fátæka til síns réttar!10Dyggðuga konu, hvör finnur hana? hún er miklu meira verð en perlur.11Hjarta hennar manns má henni treysta, og ávinning (herfang) mun hann ekki vanta.12Hún gjörir honum gott og aldrei vont alla sína lífdaga.13Hún dregur að sér ull og hör, og vinnur gjarnan með sínum höndum.14Hún er lík kaupskipi; hún lætur sitt brauð koma langt að.15Hún fer á fætur fyrir dag; gefur sínu húsi fæðslu, og sínum þernum vinnu.16Hún girnist akur og fær hann; af ávexti sinna handa plantar hún víngarð,17hún bindur krafti um sínar lendar og styrkir sína arma.18Hún tekur eftir, að sinn ávinningur sé góður, hennar ljós slokknar ekki á nóttunni.19Hún réttir sínar hendur til rokksins, og hennar fingur fara með snælduna.20Hún lýkur upp sinni hendi fyrir þeim fátæka, útréttir sína arma þeim þurftuga.21Hún er ei hrædd um sitt hús þó snjói, því allt hennar heimilisfólk er íklætt tvennum klæðum.22Hún gjörir sér dúka; hvítt lín og purpuri er hennar klæðnaður.23Hennar maður er auðþekktur í borgarhliðinu, þegar hann situr hjá landsins öldungum.24Hún tilbýr skyrtur og selur þær og Kananítum (kaupmönnunum) belti.25Styrkleiki og heiður er hennar fatnaður; og hún hlær að þeim komanda degi.26Hún upplykur sínum munni með vísdómi og á hennar tungu eru blíðunnar lærdómar.27Hún lítur eftir hvörnig framfer í hennar húsi, og etur ekki letinnar brauð.28Hennar synir koma upp og vegsama hana, og hennar maður hrósar henni og segir:29Margar dætur hafa sýnt dugnað, en þú yfirgengur þær allar.30Fríðleiki tælir, og fegurð er hégómi; en þeirri konu sem óttast Guð, skal verða hrósað.31Hrósið henni fyrir ávöxtinn hennar handa, hennar verk skulu lofa hana í borgarhliðunum.