Tobías fær Rafael sér til fylgdar.

1Og Tobías svaraði og mælti: Faðir, eg skal gjöra allt sem þú hefir boðið mér.2En hvörnig mun eg geta fengið silfrið, þar eð eg þekki hann ekki?3Þá fékk hann honum handskrift og mælti til hans: Leita þú þér að manni, sem fari með þér, og eg skal gefa honum kaup, meðan eg lifi, og far þú nú og fá silfrið.
4Svo fór hann að leita að manni, og hitti Rafael, sem var engill.5En hann vissi það ekki, og hann sagði við hann: get eg farið með þér til Ragels í Medíen, og ert þú kunnugur því plássi?6Og engillinn sagði til hans, eg skal fara með þér, og er kunnugur leiðum, og hefi gist hjá bróður vorum Gabael.7Og Tobías sagði til hans: bíddu mín, eg ætla að segja þetta föður mínum.8Og hann sagði til hans: far þú, en tef ekki (lengi). Og hann fór og sagði við föður sinn: sjá, eg hefi fundið einhvörn, sem ætlar að fara með mér: en hann sagði: kalla þú hann til mín, til þess eg viti, af hvaða kynkvísl hann er, og hvört hann er áreiðanlegur, til þess að fara með þér.9Og svo kallaði hann hann; og hann kom inn, og þeir heilsuðust.10Og Tobías mælti til hans: bróðir! af hvörri kynkvísl og af hvörri ætt ert þú? láttu mig vita það!11Og hann svaraði honum: spyr þú um kynkvísl og ætt, eða um kaupamann sem fari með syni þínum? Og Tobías mælti til hans: eg vildi, bróðir! fá að vita þína ætt og þitt nafn.12En hann svaraði: Eg er Asaría, sonur Ananía hins mikla, af þínum bræðrum.13Og hann sagði við hann: vertu velkominn, bróðir! og reiðstu mér ekki, að eg vildi vita þína kynkvísl og ætt. Þú ert þá minn bróðir af þeirri sómasamlegu (fallegu) og góðu ætt; því eg lærði að þekkja Ananía og Jónatan, sonu Simeí hins mikla, þá vér urðum samferða til Jerúsalem, að biðjast fyrir, og fórum þangað með frumgróðann og tíund af afrakstrinum, því þeir höfðu truflast í trufli sinna bræðra. Af góðri kynkvísl ert þú, bróðir!14En seg mér, hvaða kaup á eg að gefa þér? Drakma (1 mark) fyrir hvörn dag, og það sem þú og sonur minn þurfið.15Og eg vil bæta við þitt kaup, ef þið komið heilir til baka.16Og þeim kom þetta ásamt. Og hann sagði við Tobías: bú þig nú til ferðar, og hafið heppilega ferð! Og sonur hans setti allt í stand til ferðarinnar. Þá sagði faðir hans við hann: far þú með þessum manni! en Guð sem býr í himninum gefi yður gæfulega ferð, og hans engill fylgi yður! Og svo gengu báðir út og fóru af stað; og hundur unglingsins fór með honum.
17En Anna, móðir hans, grét, og sagði við Tobías: því hefur þú sent í burt barn okkar? eða er hann ekki stafur okkar handar í sinni út- og inngöngu frammi fyrir okkur?18Bættu ekki silfri við silfur, æ að við misstum ekki soninn fyrir það!19Því það nægir oss sem Drottinn hefir gefið oss að lifa af.20Og Tobías sagði við hana: haf þú enga áhyggju, systir! hann kemur heill heim aftur, og þín augu munu hann sjá;21því góður engill mun honum fylgja og ferð hans mun heppnast, og hann mun koma heilbrigður til baka aftur.22Og hún hætti að gráta.