Sama efni.

1Enginn er svo djarfur að hann þori að æsa hann til. Hvör er sá sem þá geti staðist fyrir minni augsýn?2Hvör hefir mér fyrri gefið, að eg skyldi honum endurgjalda? Hvað sem undir öllum himninum er, það er mitt.
3Ei vil eg þegja um hans limi, ei um hans mátt og hans fallega sköpulag.4Hvör hefir lyft upp efra parti hans kápu? Hvör þorir að koma undir hans tvöfalda tanngarð?5Hvör hefir opnað dyrnar að hans gini? (dyrum hans andlitis)? tannaröð hans er óttaleg.6Hann stærir sig af sterkum skjöldum (tönnum), sem standa þétt saman, eins og þeir væru samanfestir með föstu lakki.7Þeir eru svo nánir hvör öðrum, að loftið kemst ekki á milli.8Þeir tolla fast hvör við annan, loða saman og aðskiljast ekki.9Eldur brennur úr nösum hans og hans augu eru sem morgunroðans glampi.10Út af hans gini ganga logandi blys, eldneistar fara út.11Úr nösum hans útgengur reykur, eins og upp úr sjóðandi potti og katli.12Hans andardráttur kveikir í kolum, og logi stendur úr hans munni.13Í hans hálsi býr krafturinn, og angistin stökkur á undan honum.14Vöðvar hans holds hanga saman, fastir á honum og óbifanlegir.15Hans hjarta er eins fast fyrir og tinnusteinn, já, eins og sá neðri kvarnarsteinn.16Þegar hann hefur sig upp, þá skelfast hinir öflugu, þegar hann brýst áfram, a) þá hreinsa þeir sig frá synd.17Ráðist einhvör að honum með sverði, dugir ekki, né spjóti né lensu né heldur örvum.18Hann metur járnið sem strá, eirið sem fúastaur.19Bogans son b) mun ei snúa honum á flótta. Slöngusteinar verða honum að ögnum.20Kylfan er fis, og hann hlær að spjótsins hvin.21Hvassir steinar eru undir honum, og hann kastar í foræðið því sem hefur egg.22Hann lætur hylinn ólga eins og þá ólgar í potti. Hann gjörir hafið líkt sjóðandi viðsmjöri (olíu).23Hans braut leiftrar eftir hann, menn halda hafið sé gráhært.24Engin (skepna) á jörðunni er honum lík. Hann er skapaður án hræðslu.25Niður á allt það háa horfir hann. Hann er kóngur yfir öllum (eyðimerkurinnar börnum),—villudýrum.

V. 13. Angistin etc. allir flýja af hræðslu fyrir þessu dýri Levíat. V. 16. a. Búa sig undir dauðann. V. 19. b. Bogmaðurinn eða örvarnar.